Leita í fréttum mbl.is

Tími til að breyta til hins betra

Það er bylting i loftinu. Friðsamleg bylting þar sem þúsundir hafa farið út á götu til að mótmæla vanhæfri ríkisstjórn. Mótmælin eru að skila árangri því jafnvel Ingibjörg Sólrún er að átta sig á því að fólkið sem hingað til hefur stutt Samfylkinguna er búið að fá nóg af þessari ríkisstjórn og 17 ára setu Sjálfstæðisflokksins við völdin. Fólk er búið að fá nóg af spillingunni.

Ég er stoltur af mótmælendum sem hafa mótmælt af krafti og hafnað ofbeldi og skemmdarverkum. Appelsínugulu mótmælin eru frábær og það er stemning um allt land. Þrátt fyrir slagveður mætti fólk á Ráðhústorgið á Akureyri í gær og söng og barði potta og pönnur. Fólk á öllum aldri.

Það þarf ekki táragas og piparúða. Ríkisstjórnin getur farið frá friðsamlega en það verður að gerast núna.

Ég hvet alla til að skoða síðuna Nýtt lýðveldi og skrifa undir áskorun um stjórnlagaþing. Höldum áfram að mótmæla við Valhöll, á Austurvelli, við stjórnarráðið, á Ráðhústorgi, Egilsstöðum, Ísafirði, Selfossi og um allt land. Tímar breytinga eru runnir upp, breytinga til hins betra!


mbl.is Appelsínugul mótmæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. janúar 2009

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband