Leita í fréttum mbl.is

Mogginn ritskoðar

486730.jpg

Leiðari Moggans í dag er afar aumur. Þar er (enn og aftur nafnlaust!) verið að reyna að réttlæta ritskoðun á Moggablogginu. Tilefnið er að bannað var að blogga um tvær fréttir sem fjölluðu um ofbeldistilburði tveggja manna, Ólafs Klemenssonar hagfræðings hjá Seðlabankanum og bróður hans á gamlársdag. Hér eru fréttirnar: Mótmælendum ógnað á gamlársdag og Taldi sér ógnað

Fjölmörg blogg voru tengd við fréttirnar og á tímabili voru þær teknar út en svo settar inn aftur en síðan var með öllu lokað fyrir athugasemdir við þessar fréttir og tenglarnir fjarlægðir. Bloggarar höfðu þá þegar upplýst um hvaða menn var að ræða og í kjölfarið birti mbl.is seinni fréttina. Þar komu þá einnig athugasemdir frá fólki sem varð vitni að atburðunum og á myndskeiðinu sést vel hver það er sem kallar fólk "kommunistadrullusokka" og er með ógnandi tilburði. Rök ritstjórnar moggans fyrir þessari lokun á tengingar við fréttirnar eru þessi:

"Það sama á við um aðsendar greinar í Morgunblaðinu og bloggið; að ritstjórn blaðsins vill teygja sig langt í þágu málfrelsis. Hún vill hins vegar ekki að blaðið eða vefurinn verði farvegur fyrir svívirðingar, hótanir og hatursfullan málflutning. Þess vegna hefur birtingu greina verið hafnað og bloggum lokað."

Það er sem sagt lokað á allar athugasemdir af því að einhverjir fóru yfir strikið. Þetta er látið bitna á öllum en ekki bara þeim sem við á. Það er einkennilegt.

Grein Össurar er svo alger brandari og dæmir sig sjálf. Og ef einhvertíma hefur verið kastað grjóti úr glerhúsi þá tekst Össuri að gera það. 

Ég tek meira mark á þeim sem skrifa undir nafni en þeim sem gera það nafnlaust (Staksteinar "úr glerhúsi" og riststjórnarpistlar moggans eru þar engin undantekning) og vil að menn vandi mál sitt en fari ekki hamförum. Þessar takmarkanir á moggablogginu flokkast að mínu mati hinsvegar undir ritskoðun og tilraun til að koma í veg fyrir umræðu.

Ég styð einnig friðsamleg mótmæli og hafna ofbeldi. En ráðherrar þessarar ríkisstjórnar svífast hinsvegar einskis í að beita þjóðina ofbeldi og finnst það greinilega allt í lagi. Össur og ritstjórn Moggans ættu ef til vill að hafa meiri áhyggjur af því?

Ég bendi hér einnig á áhugaverðan pistil Baldurs McQeen um málið.


mbl.is Umræðuhættir á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. janúar 2009

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.