Leita í fréttum mbl.is

Og hverjum er það "að þakka"?

icesave.jpgJá, við þurfum að búa okkur undir verulega skerðingu lífskjara og kaupmáttar næstu árin og getum þakkað það alfarið sjálfstæðiFLokknum. SjálfstæðisFLokkurinn ber höfuðábyrgð á IceSave klúðrinu frá upphafi til enda en viðurkennir auðvitað ekki ábyrgð sína. Bjarni Ben var búinn að kvitta uppá samning við Breta og Hollendinga sem var miklu óhagstæðari en sá sem Indriði og félagar náðu fram. Samt er þetta auðvitað vondur samningur fyrir okkur, það vita allir, en um leið það skásta sem er í boði. Daniel Gros fulltrúi Framsóknarflokksins í bankaráði Seðlabankans veit það örugglega líka, hitt hljómar bara sennilega betur í eyrum vina hans.

Það sama hversu mikið við erum á móti því að borga skuldir Landsbankans til innistæðueigenda í Bretlandi og Hollandi þá er það lagalega og auðvitað einnig siðferðislega réttlætanlegt að gera það, því miður. Það var okkar regluverk sem brást, regluverk sem sjálfstæðisFLokkurinn kom á ásamt Framsóknarflokknum. Er einhver búinn að gleyma því þegar Ögmundur Jónasson var úthrópaður fyrir að vilja að bankarnir flyttu útibúin sín til meginlandsins og skráðu þau þar? "Viltu flytja bankana úr landi?" spurðu þingmenn þáverandi meirihluta í forundran og hneyksluðust mikið á honum. 

Það hefði verið einfalt mál að setja lög um að bankarnir mættu ekki stofna "útibú" í öðrum löndum heldur ættu að stofna þar sjálfstæða banka, en það var ekki gert og við munum lengi súpa seyðið af því, þökk sé Davíð Oddssyni og vinum hans í FLokknum.


mbl.is Skert lífskjör og kaupmáttur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. desember 2009

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband