Leita í fréttum mbl.is

Er nauðsynlegt að skjóta þá?

Bubbi Morthens söng fyrir nokkrum árum um hvort það væri nauðsynlegt að drepa þessar stóru skepnur og svarið er auðvitað nei, það er ekki nauðsynlegt og reyndar frekar heimskulegt. Öll rök segja okkur að á þessum tímum er það afar óhagstætt fyrir þjóðfélagið að skapa okkur enn meiri óvild en orðið er.

- Markaðir fyrir fisk eru í hættu.

- Þetta bitnar á ferðamannaiðnaðinum.

- Hvalveiðar eru ekki skynsamlegar fyrir hvalaskoðun sem hefur blómstrað á síðustu árum.

- Það er enginn markaður fyrir þetta kjöt, ekki einu sinni í Japan.

Skoðum hval en skjótum þá ekki. Sá eini sem græðir á hvaladrápi er Kristján nokkur Loftsson og félagar hans.

Ég hef auðvitað fullan skilning á því að fólk fái vinnu við að skera hval og reyndar eru þarna góðir vinir mínir þarna í forsvari eins og Þórarinn Blöndal og fleiri ljómandi myndlistarmenn. Reyndar var skemmtilegt að það voru einmitt tveir myndlistarmenn og hvalskerar, þeir Þórarinn Blöndal og Gunnar Andrésson sem voru fengnir í viðtal í sjónvarpsfréttum á ruv í gær þar sem þeir biðu eftir fyrstu hvölunum.


mbl.is Risavaxinn morgunverður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. júní 2009

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.