Leita í fréttum mbl.is

Já takk, rólegri akstur í Gilinu yrði til mikilla bóta

Mér líst mjög vel á hugmyndir um að gera Listagilið á Akureyri að einstefnuakstursgötu. Það myndi gera götuna og mannlífið í Gilinu enn blómlegra og ánægjulegra. Veitingastaðirnir hefðu meira pláss fyrir útiborð og ekki yrði eins hættulegt fyrir alla þá sem eru fótgangandi að fara milli staða yfir götuna. Það mætti skoða í leiðinni að hafa Oddeyrargötu einnig einstefnugötu. Undantekningu ætti að gera fyrir Strætó.

Það eru ekki bara íbúar sem hafa kvartað yfir hávaða í bílum og mótorhjólum sem spyrna upp Gilið með bensínið í botni heldur einnig tónleikagestir og auðvitað gestir veitingahúsa. Gilið er stór vinnustaður listamanna, þar eru sjö sýningarstaðir, Listasafn, Myndlistarskóli, fimm veitingastaðir og kaffihús, tónleikasalir, vinnustofur og íbúðir svo eitthvað sé upptalið.

Það má vel draga úr bílaumferð og hægja á henni. Nýju hraðahindranirnar hafa þegar sannað gildi sitt og nú er að taka næstu skref.


mbl.is Einstefna í Gilinu?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. júní 2009

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.