Leita í fréttum mbl.is

Allir með strætó!

straeto3 Það eru góðar fréttir að farþegum Strætó á Akureyri heldur áfram að fjölga. 150% aukning er almennileg. Ég þekki það sjálfur að nú er mun auðveldara fyrir krakkana að tæka strætó á Skautaæfingar og í Tónlistarskólann, þarf ekkert klink og vesen. Sjálfur tek ég strætó gjarnan úr miðbænum upp á Brekku með barnavagninn þunga!)

Nú þarf bara að fjölga leiðum (bæta við leiðum sex og átta) og hafa einhverjar ferðir tíðari. Þá munu enn fleiri sleppa því að fara á bílnum í vinnu og skóla og hvert sem er. Það vantar líka strætó útá flugvöll. Skandall að ferðamenn þurfi að labba af flugvellinum og það er ekki einu sinni gangbraut, fyrir löngu kominn tími á gang og hjólabraut meðfram ströndinni við Drottningabraut.

Myndin er af vef Akureyrarbæjar og ekki örvænta, það er ekki kominn svona mikil snjór hér þrátt fyrir hretið, myndin er tekin um vetur. Áfram Strætó!


mbl.is 150% fjölgun farþega strætó á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. júlí 2009

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband