Leita í fréttum mbl.is

"Listaverkaþjófar" skila ESB fána

Seint í kvöld var dyrabjöllunni hringt en þegar ég ætlaði að opna var enginn sjáanlegur. Út úr póstkassanum stóð hinsvegar böggull vafinn inn í álpappír og bréf stílað á mig:

bref.jpg

Ótrúlega skemmtilegt bréf og ESB fáni var inn í álpappírnum. Mér er því ljúft og skylt að svara spurningunum sem beint er til mín og einnig birti ég hér fréttatilkynningu sem birtist á bloggsíðu Myndlistarfélagsins fyrir nokkrum dögum og reyndar hafði álíka tilkynning birst á síðunni um miðjan maí þegar sýningin opnaði formlega:

"Sýning Hlyns Hallssonar í Gallerí Víð8ttu601 sett upp aftur og framlengd

esb_hlynur.jpg

Gallerí Víð8tta601

Hlynur Hallsson

Landnám - Ansiedlung - Settlement

16.05. - 23.08. 2009

Verkið sem Hlynur Hallsson setti upp í Gallerí Víð8ttu hefur verið stolið í tvígang en vegna þrjósku listamannsins og sýningarstjóranna hefur það verið sett upp í þriðja skipti og sýningin verið framlengd um mánuð.

Litla Skerið í Tjörninni sem myndaðist þegar Drottningarbraut var lögð árið nítjánhundruð sjötíu og eitthvað er ónumið land. Tunglið var það einnig einu sinni og Norðurpóllinn og Suðurpóllinn líka. Hver verður fyrstur til að stíga á þetta Sker litið persónulegt skref en um leið stórt skref fyrir mannkynið? Ekki Bandaríki Norður Ameríku heldur auðvitað Evrópusambandið. Hið nýja heimsveldi er mætt á staðinn. Þar hefur verið settur upp fáni ESB, sannkallaður landnemafáni.

Hlynur Hallsson er fæddur á Akureyri 1968. Hann stundaði myndlistarnám á Akureyri, í Reykjavík, Hannover, Hamborg og í Düsseldorf. Hann hefur verið iðinn við að setja upp sýningar og síðastliðið haust setti hann upp nokkurskonar yfirlitssýningu á verkum sínum í Nýlistasafninu og í A-sal Hafnarhúss Listasafns Reykjavíkur ásamt verslunum, veitingastöðum og þjónustufyrirtækjum í Miðborginni setti hann upp verkið ÚT/INN.
Hlynur hlaut verðlaun Kunstverein Hannover 1997, verðlaun ungra myndlistarmanna í Neðra-Saxlandi 2001 og verðlaun Sparda Bank árið 2006. Hann hefur hlotið starfslaun myndlistarmanna og var bæjarlistarmaður Akureyrar árið 2005. Hlynur vinnur með aðstæður, texta, innsetningar, ljósmyndir, gjörninga og hvað eina, allt eftir því sem hentar í hverju tilfelli. Hversdagslegir atburðir eins og sundferðir, snjóhúsbygging eða verslunarleiðangur geta verið efniviður í verkum hans en einnig landmæri, samskipti fólks og viðhorf okkar. Nánari upplýsingar um Hlyn og verk hans er að finna á heimsíðunni www.hallsson.de

Anna Bryndís Sigurðardóttir og Þorsteinn Gíslason hafa starfrækt Gallerí Víð8ttu601 frá árinu 2007. Sýningarnar í Hólmanum í tjörninni í Innbænum á Akureyri munu halda áfram fram á næsta ár og þá taka aðrir sýningarstaðir við.

Sýningin hjá Gallerí Víð8ttu601 hefur verið framlengd til 23. ágúst 2009 og vonandi fær fáninn að vera í friði svo lengi. Nánari upplýsingar um Gallerí Við8ttu601 veita Anna Bryndís Sigurðardóttir og Þorsteinn Gíslason í 435 0033 eða 8461314 og í tölvupósti: vid8tta(hjá)simnet.is
Nánari upplýsingar um verkið veitir Hlynur í síma 6594744 og í tölvupósti: hlynur(hjá)gmx.net"

---

Svarið við fyrstu spurningunni er:

Tilgangur verksins er að vekja upp umræðu, setja hlutina í annað samhengi, vekja upp spurningar og viðbrögð.

Svarið við spurningu tvö:

Ég er hvorki að gera lítið úr Evrópusambandinu né að sýna því stuðning með þessu verki en auðvitað getur hver og einn túlkað þennan "landnema" fána á Skerinu í Tjörninni á sinn hátt.

Og svarið við þriðju og síðustu spurningunni:

Ég ætla ekki að setja upp fleiri pólitísk verk eða verk yfirleitt á Skerinu. Sýningunni lýkur 22. ágúst 2009 en á Akureyrarvöku, viku seinna opnar Haraldur Jónsson nýja sýningu sem er jafnframt síðasta sýningin á vegum Gallerís Víð8ttu601 á þessum stað en ég veit að sýningarstjórarnir eru að leita að nýjum stað fyrir áframhaldandi sýningar. Næstu pólitísku verk sem ég set upp eru spreyverk og textaverk á samsýningu um hrunið sem heitir "Lífróður" og verður opnuð í Hafnarborg í Hafnarfirð þann 29. ágúst 2009.

Svo að lokum vil ég þakka drengjunum kærlega fyrir bréfið og fánann og hvet þá til dáða í framtíðinni en hvet þá einnig til að koma fram undir nafni þó að ég hafi auðvitað fullan skilning á því ef þeir vilja ekki gera það.

Skilti sem einnig var við tjörnina með titli verksins og hluta textans sem einnig er hér að ofan úr fréttatilkynningunni var stolið fyrir nokkrum vikum. Vonandi hringir einhver dyrabjöllunni hjá mér og skilar því eða enn betra væri að koma því bara aftur fyrir þar sem það var, við Tjörnina.

Þá eru bara tveir ESB fánar eftir að koma í leitirnar.

Tengill á frétt í Sjónvarpinu.


mbl.is „Getum lifað án Evrópu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. júlí 2009

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31