Leita í fréttum mbl.is

Lokum Guantánamo

berlin usa

Fólk kom saman um allan heim í gær og mótmælti fangabúðum Bandaríkjanna við Gunatanámo-flóa á Kúbu. Það eru fimm ár frá því að þessar fangabúðir voru opnaðar. Amnesty Interntional stóð fyrir mótmælunum hér á Íslandi. Á síðunni þeirra er hægt að fræðast um starfsemi BNA þarna og taka þátt í því að skora á bandarísk stjórnvöld að loka fangelsinu. Þar hefur fólki verið haldið á dóms og laga í fimm ár og fólk pyntað og beitt ofbeldi. Hinn nýji aðalritari Sameinuþjóðanna Ban Ki Moon skorar á stjórnvöld að loka búðunum og hætta mannréttindabrotunum strax. Nokkrir bandarískir mannréttindafrömuðir fóru sérstaklega til Kúbu til að mótmæla fangabúðunum og á það fólk yfir höfði sér ákæru þegar þau koma aftur til Bandaríkjanna.

guantanamo


mbl.is Fangabúðunum við Guantánamo-flóa mótmælt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Davíð

Stundum notar fólk orð frasa eins og "löglegt en siðlaust" um gjörðir embættismann o.fl. en í þetta skiptið er óhætt að segja: "kolólöglegt og algjörlega siðlaust."

Bush stendur sig mjög vel í að fá allt alþjóðasamfélagið upp á móti sér og þjóð sinni í leiðinni. Hann virðist vera farinn að átta sig á því, upp á síðkastið virkar taugaveiklaður og hræddur á blaðamannafundum þegar fjallað er um málefni fangelsisins.  

Davíð, 12.1.2007 kl. 09:06

2 identicon

Góðan dag, Hlynur !

Ég sé ekki neina ástæðu, til að loka þessum ágætu búðum, nær væri að safna saman arabísku hundingjunum, sem þessa dagana murka niður saklausa hirðiingja, í Darfur í Vestur- Súdan og senda þá til Kúbu, til trúbræðra sinna, hvar þeir eru bezt geymdir, um sinn. Þið vinstri menn eigið margt skylt, með þeim skálkum Bush og Blair, þ.e. hræsnin og yfirdrepsskapurinn allsráðandi; t.d. í Mið- Austurlöndum, eða hví mega Ísraelsmenn og Palestínumenn (Filistear) ekki gera út um sín mál, án afskipta ''lýðræðissinnanna'' Bush og Blair annars vegar og svo hins vegar ýmissa ''friðelskandi'' samtaka hér á Vesturlöndum; sbr. hin kostulegu samtök Ísland-Palestína hins vegar ? Nei, Hlynur........... Gyðingarnir og Filistearnir hafa nóg af peningum, frá vinum sínum beggja megin víglínunnar, en það hafa hinir örsnauðu hirðingjar í Darfúr, og reyndar víðar um heim ekki.

Talandi um handtöku Isabellu Peron, og meintar ávirðingar hennar, á sinni tíð, hvað með dauðasveitir ýmissa vinstri manna, víða um heim, í gegnum tíðina ? Á bara að draga okkur hægri menn fyrir dómstóla, þegar réttlætinu á að fullnægja, eða hvað ?  

Að endingu Hlynur, hingað heim...... hvenær ætlið þið Vinstri grænir að losa ykkur við lýðskrumarann úr Þistilfirðinum, úr formannsstólnum og setja miklu fremur þann ágæta, og sjálfum sér samkvæma dreng; Ögmund Jónasson í hans stað ? Þá fyrst geta menn farið að taka þennan flokk ykkar alvarlegar, en verið hefir.   

Með beztu kveðjum, til Eyfirzkra og annarra norðanmanna, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason, frá Gamla Hrauni og Hvítárvöllum

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.1.2007 kl. 17:53

3 Smámynd: Hlynur Hallsson

Sæll Óskar Helgi Helgason frá Gamla Hrauni og Hvítárvöllum,
þú ert ekkert að skafa utan af hlutunum sé ég: "...sé ekki neina ástæðu, til að loka þessum ágætu búðum, nær væri að safna saman arabísku hundingjunum, sem þessa dagana murka niður saklausa hirðiingja, í Darfur í Vestur- Súdan og senda þá til Kúbu, til trúbræðra sinna, hvar þeir eru bezt geymdir, um sinn." er samt langt yfir strikið. Eiga ekki allir rétt á mannréttindum, einnig hinir meintu "vondu karlar". Þarf ekki að ákæra þá? Og dæma að afloknum réttarhöldum? Það eru hellingur af saklausum mönnum sem dúsa í Guantanamo og hafa aldrei verið svo mikið sem ákærðir! Nokkrum hefur verið sleppt enda bara venjulegir menn staddir á röngum stað á röngum tíma. Auðvitað eru morð, pyntingar, hryðjuverk og nauðganir stóralvarlegir glæpir en að beita meinta glæpamenn sömu aðferðum er ekki í samræmi við mína siðferðiskennd. Og ég vona ekki heldur þína, Óskar.
Ég á sem betur fer ekkert "...skylt, með þeim skálkum Bush og Blair" eins og þú heldur fram. Það hlýtur þú að sjá. Auðvitað á að lögsækja þá sem hafa framið mannréttindabrot og glæpi, hvort sem þeir kalla sig hægri- eða vinstrimenn, það sama á að gilda um alla. Spurningu þinni: "Á bara að draga okkur hægri menn fyrir dómstóla, þegar réttlætinu á að fullnægja, eða hvað ?" get ég því auðveldlega svarað neitandi þó að ég voni að það þurfi ekki að draga þig fyrir dómstól, nema þú hafir brotið af þér?
Og hingað heim. Steingrímur J. Sigfússon er ekki sá lýðskrumari sem þú vilt halda fram en við getum þó verið sammála um að Ögmundur Jónasson sé ljómadi, ágætur, og sjálfum sér samkvæmur maður. Gott að við getum endað þetta langa spjall þannig og bestu kveðjur í Árnesþingið, Hlynur.

Hlynur Hallsson, 14.1.2007 kl. 10:46

4 identicon

Sæll, Hlynur og þakka þér fyrir skilvísa og einarða svörun !

Auðvitað mátti ljóst vera, að við værum ekki sammála, í grundvallaratriðum heimsmálanna, en finn þó fyrir sterkri og fölskvalausri réttlætiskennd þinni, þóttist ekki viss um, að þú sætir þann skelma bekk sem  þeir eru fyrir á, Bush og Blair og þeirra nótar; þótt svo ég tæki svo almennt til orða, varðandi vinstrimenn, helzt til víðtæk ályktun mín, þar um. En......... Hlynur, varðandi Steingrím Jóhann verð ég að árétta, að ég gleymi ekki undanfara eftirlaunalaganna, fyrir jólin 2003, hver voru þau, sem stóðu þá upp á Alþingi Íslendinga og mótmæltu harðlega frumvarpinu, jú, jú, þau Ögmundur Jónasson, Grétar Mar Jónsson (varaþingmaður Magnúsar Þórs Hafsteinssonar) og Kolbrún Halldórsdóttir. Hefi ég síðan nokkrar taugar til þessa ágæta fólks, en ærið blendnar til hinna 60, þegar um svo viðamikil siðferðis spurningaleg efni er að ræða, reyndar má þarna finna hugprúða drengi innan um, eins og Sturlu frænda minn Böðvarsson, Björn Bjarnason, Kjartan Ólafsson og Einar Kr. Guðfinnsson, þótt alloft sé ég þó hugmyndafræðilega upp á kant við þá Sturlu og Björn, þá sér í lagi í einkavæðingarbröltinu og ýmisskonar ''hagræðingum''   sem óþyrmilega hafa komið illilega við okkur, á landsbyggðinni. Þar fara skoðanir okkar vafalítið víða saman Hlynur, ef að líkum lætur. Gangi þér allt í haginn, í framtíðinni, þykist vita, að þú munir ná langt með þínar hugsjónir, þar sem þú ert bara þú sjálfur, ekki leikandi 2 - 3 skjöldum, eins og allt of oft er lenzka hér, meðal okkar misvitru en yfirleitt ágætu samlanda.

Með beztu kveðjum, til Eyfirzkra, og annarra norðanmanna ,úr Árnesþingi.

Óskar Helgi Helgason, frá Gamla Hrauni og Hvítárvöllum  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.1.2007 kl. 15:23

5 Smámynd: Hlynur Hallsson

Sæll aftur Óskar. Takk fyrir þessar góðu kveðjur. Ég greiddi að sjálfsögðu atkvæði gegn þessu eftirlaunafrumvarpi Davíðs Odds enda er það skandall og svartur blettur á Þinginu. Um það erum við örugglega sammála. Bestu kveðjur og gangi þér vel,

Hlynur Hallsson, 14.1.2007 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.