Leita í fréttum mbl.is

Alcan tilbúið til að gera allt

bladid  logo  

Merkileg sinnaskipti hjá Alcan. Um daginn vildu þeir ekki einu sinni tala við starfsmennina sem fyrirtækið sagði upp, en nú nú er búið að semja, eða allavega leggja fram frábært tilboð um starfslok! Og þessi setning er best: "Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Alcan, segir ljóst að tíma fyrirtækisins sé betur varið á næstunni í annað en að standa í málaferlum." Það var einmitt það. Ímyndarstríðið heldur áfram og þá er ekki gott að hafa málaferli vegna umdeildra uppsagna hangandi yfir sér. Betra að verja tímanum í að villa um fyrir Hafnfirðingum ýmist með gjöfum eða hótunum. Starfsmennirnir fyrrverandi eru heppnir að það á að kjósa um álverið, annars hefði Alcan aldrei viljað semja við þá. En það hljóta allir að sjá í gegnum þetta. Alcan getur ekki breyst í einhver góðmenni á einni nóttu með endalausar gjafir og smjaður. Hafnfirðingar fatta alveg hvað er í gangi og hljóta að hafna þessari stækkun.


mbl.is Samið við þrjá starfsmenn Alcan sem sagt var upp störfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er skelfilegt að Alcan skuli hafa rétt fram sáttarhönd og leitt leiðindamál til lykta þannig að allir sem að því koma ganga sáttir frá borði.  Alveg skelfilegt.

Kveðja Tryggvi L. Skjaldarson

Starfsmaður Alcan á Íslandi   

Tryggvi L.Skjaldarson (IP-tala skráð) 12.1.2007 kl. 17:43

2 Smámynd: Hlynur Hallsson

Kæri óskráði Tryggvi starfsmaður Alcan,

það er ekkert skelfilegt við það að starfsmennirnir fengu bætur, það er þvert á móti mjög gott. Bara sorgleg staðreynd að fyrirtækið sem þú vinnur hjá hefði aldrei samið við þessa fyrrverandi starfsfélaga þína nema vegna þess að Alcan vill ekki lenda enn og aftur í neikvæðum fréttum á þessum síðustu og verstu tímum fyrirtækisins (sem hótar að loka sjoppunni ef Hafnfirðingar samþykkja ekki stækkun!)

Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 12.1.2007 kl. 21:27

3 identicon

Sæll aftur Hlynur.

Það má vel vera að fyrirtækið hefði undir öðrum kringumstæðum látið reyna á málið fyrir dómi.  Það má lesa mikla óvild í garð Alcan í bloggi þínu.  Ég skora á þig að benda á hvar eða hvenær Alcan hótaði að loka ef ekki yrði stækkað í Straumsvík.   Hér fylgir ágæt lesning fyrir þig:

Verður álverinu lokað ef ekki kemur til stækkunar?

Með stækkun álversins verður samkeppnishæfni þess tryggð til lengri framtíðar. Engar áætlanir eru uppi um lokun álverins ef ekki kemur til stækkunar, enda gengur verksmiðjan vel og árangurinn er góður, bæði á tæknilegum mælikvörðum og í umhverfismálum. Hins vegar er ljóst að líftími verksmiðjunnar styttist umtalsvert ef hún verður ekki stækkuð þótt óljóst sé hversu mikið.

Flutningur á verksmiðjunni er heldur ekki raunhæfur möguleiki, enda kostnaður og fyrirhöfn við slíkt líklega meiri en að reisa nýja verksmiðju frá grunni – það þyrfti jú að byggja nýtt undir starfsemina og rífa byggingar o.fl. á núverandi stað með tilheyrandi kostnaði. Þá er ólíklegt að jafngóður staður finndist í nágrenninu, enda þarf að huga að ýmsu þegar álveri er valinn staður, t.d. góðri hafnaraðstöðu og góðu aðgengi að vatni, svo eitthvað sé nefnt.

hér er linkurinn http://www.alcan.is/?PageID=213

Kveðja Tryggvi L. Skjaldarson

Tryggvi L. Skjaldarson (IP-tala skráð) 13.1.2007 kl. 18:44

4 Smámynd: Hlynur Hallsson

"Annað hvort að leggja upp laupana eða stækka" eru orð Rannveigar Rist. Hlustaðu sjálfur Tryggvi, á forstjórann þinn á morgunvakt Ríkisútvarpsins http://dagskra.ruv.is/streaming/ras1/?file=4304422/6 frá því á mánudag. "Lífsspursmál fyrir okkur" segir hún. Bestu kveðjur og gangi þér vel,

Hlynur Hallsson, 13.1.2007 kl. 19:31

5 identicon

Sæll en aftur Hlynur

Ég held að þú ættir að hlusta aftur á viðtalið við Rannveigu.  Þú ferð ekki rétt með.  Svo ég skora aftur á þig að benda á hvar og hvenær Alcan hótaði að loka ef ekki yrði stækkað í Straumsvík.

Kveðja Tryggvi L. Skjaldarson

Tryggvi L. Skjaldarson (IP-tala skráð) 13.1.2007 kl. 20:15

6 Smámynd: Hlynur Hallsson

Sæll enn og aftur Tryggvi,

ég held að þú ættir að hlusta aftur og betur og ég var að benda á þá staði þar sem Rannveig segir þetta berum orðum. Ég nenni hinsvegar ekki að vera með hártoganir við fólk sem vill ekki hlusta eða vill bara skilja það sem þeim hentar hverju sinni. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 13.1.2007 kl. 21:55

7 identicon

Sæll Hlynur.

Ég hlustaði aftur, svona til öryggis.  Og vil endilega að þú áttir þig á um hvað er verið að tala.  Ef ekki verður stækkað, þá verður örugglega reynt að reka álverið áfram eins lengi og mögulegt er kannski  10-15 ár, hver veit, hugsanlega lengur og  hugsanlega skemur.  Það er engin hótun í því að benda á staðreyndir. Hlustaðu á rökin.  Kemur það ekki fyrir marga að vilja skilja bara það sem þeim hentar hverju sinni? 

Kveðja Tryggvi L. Skjaldarson   

Tryggvi L.Skjaldarson (IP-tala skráð) 13.1.2007 kl. 23:43

8 Smámynd: Hlynur Hallsson

Sæll enn og aftur Tryggvi. Gott að þessum misskilningi er eitt. Við getum vrið sammála um að álverið verði þá rekið í 10-15 ár áfram og svo lokað? Er það ekki? Ég kalla það hótun um lokun en þú ekki og þar greinir okkur á. Ég hef aldrei sagt að Rannveig hefði hótað að loka álverinu strax, bara eftir nokkur ár (10-15). Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 14.1.2007 kl. 01:13

9 identicon

Sæll Hlynur.

Ert þú ekki Alþingismaður?

Kynntu þér málin þegar fyrirtæki fá ekki að nútímavæðast og verða undir í samkeppni.  Er það hótun að ræða  á opin hátt um sannleikann.

Kveðja SPARKI.

SPARKI (IP-tala skráð) 14.1.2007 kl. 01:40

10 Smámynd: Hlynur Hallsson

Sæll óskráði Sparki, ég fer fram á það að fólk skrifi undir fullu nafni á síðuna mína og vona að þú virðir það næst. Annars er ég nú "bara" varaþingmaður, en kynni mér málin alltaf eins vel og ég get og þetta mál hef ég kynnt mér mjög vel eins og þú ættir að sjá af skrifum mínum. Það er ekki hótun "...að ræða á opin hátt um sannleikann.", en það fer reynar eftir því hvernig það er gert. Alveg eins og með mismunandi túlkun á "mútum" sbr. boð Hjörleifs Hallgríms um 2 milljóna framlag í hússjóð Framsóknar á Akureyri ef hann yrði kosinn í ákveðið sæti hjá flokknum. Hann lítur ekki á það sem mútur en það gera flestir aðrir. Sama má segja um orð Rannveigar og hvernig hún kemur þessum "sannleika" til skila. Viltu svo í framtíðinni skrifa undir fullu nafni, annars þurrka ég athugasemdir út. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 14.1.2007 kl. 05:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband