Leita í fréttum mbl.is

Skipulagsmál í ólestri á Akureyri

sundlaug

Sundfélagið Óðinn er eitt öflugasta íþróttafélagið á Akureyri og var nýlega valið fyrirmyndarfélag ÍSÍ. Félagið barðist af krafti gegn því að skipulagi við Akureyrarsundlaug væri skyndilega breytt þannig að leyft yrði að stækka enn eina líkamsræktarstöðina í bænum. Og það á kostnað sundlaugargarðsins sem er afar vinsæll meðal barna og foreldra sem og ferðafólks. Um 1400 bæjarbúar skrifuðu undir mótmælin og eru þetta einhver fjölmennustu mótmæli sem borist hafa bæjarstjórninni. En hvað gerir meirihluti Sjáflstæðisflokks og SamfylkyngarHunsar réttmætar ábendingar og kröfur íbúanna!
Fyrrverandi bæjastjóri, Kristján Þór Júlísson var líka búinn að semja við líkamsræktareigandann Sigurð Gestsson nokkrum dögum fyrir kosningar í vor. Hann sagði bara engum frá því. Fréttir herma að Samfylkingin hafi átt erfitt með að kyngja þessu máli og einn bæjarfulltrúi þeirra hafi kallað inn varamann til að samþykkja breytinguna fyrir sig.
Sundfélagið Óðinn benti á ótal málefnaleg rök gegn því að skipulaginu væri breytt og hægt er að sjá það hér. Og hér er einnig ályktun stjórnarinnar þar sem meirihlutinn í bæjarsjórn er harðlega gagnrýndur.

sigurður.gestsson
Nú á að byggja húsið sem verið er að hanna með hraði og taka það í notkun í árslok! Furðuleg er einnig fullyrðing vaxtarræktarmannsins í Mogganum í dag: "Sigurður kveðst ósáttur við gagnrýni sem fram hefur komið, m.a. í bæjarstjórn, að einkaaðila sé færð svo dýrmæt lóð. "Ég er ekki hver sem er í bænum; mér finnst ég hafa unnið mér rétt umfram aðra. Ég hef verið með íþróttafélögin í bænum meira og minna inni á gafli hjá mér í 20 ár – að mestu leyti endurgjaldslaust – og mér finnst að forráðamenn þeirra hefðu átt að styðja mig í þessu máli. Þeir hafa þagað þunnu hljóði og ég er mjög ósáttur við þá," sagði Sigurður í gær. "
Þetta eru enn eitt skipulagsslysið hér í bænum og svo á ekki einu sinni að fara eftir vilja fólksins sem kom fram á glæsilega íbúaþinginu Akureyri í öndvegi. Samfylkingin hefur sannað sig sem hækja Sjálfstæðisflokksins á Akureyri.


mbl.is Stefnir að því að taka heilsuræktarhúsið í notkun fyrir árslok
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Ef ég skil rétt þá minnkar sundlaugargarðurinn. Það finnst mér synd. 

Jórunn Sigurbergsdóttir , 13.1.2007 kl. 11:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.