Leita í fréttum mbl.is

Skýrsla stjórnar SÍM fyrir árið 2009

greenlogo.gif Hér er skýrsla Sambands íslenskra myndlistarmanna sem gerð var fyrir aðalfund Bandalags íslenskra listamanna sem haldinn var í Iðnó þann 9. janúar síðastliðinn. Hún var birt á vef BÍL og ég birti hana einnig hér til upplýsingar.

 

SÍM er hagsmuna- og stéttarfélag myndlistarmanna. Aðild að sambandinu eiga Félag íslenskra myndlistarmanna, Myndhöggvarafélagið í Reykjavík, Félagið íslensk grafík, Leirlistafélagið, Textílfélagið, Félag íslenskra samtímaljósmyndara, Myndlistarfélagið og félagar með einstaklingsaðild. Félagsmenn sem greiða félagsgjöld eru 685.
Á aðalfundi SÍM sem haldinn var 26. maí 2009 var kosin stjórn SÍM: Áslaug Thorlacius formaður, Katrín Elvarsdóttir varaformaður, Birta Guðjónsdóttir ritari, Finnbogi Pétursson gjaldkeri og Þuríður Sigurðardóttir meðstjórnandi. Varamenn: Hulda Stefánsdóttir og Ingirafn Steinarsson.

Áslaug Thorlacius sagði af sér formennsku og Finnbogi Pétursson baðst einnig lausnar frá stjórnarstörfum haustið 2009. Á aukaaðalfundi sem haldinn var 15. september 2009 var Hlynur Hallsson kosinn formaður og Ingirafn Steinarsson tók sæti Finnboga í stjórn.

Ingibjörg Gunnlaugsdóttir er framkvæmdastjóri félagsins en auk hennar vinnur Kristín Kristjánsdóttir á skrifstofu SÍM í fullu starfi. Kristín er nú í fæðingarorlofi og leysir Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir hana af. Ennfremur hafa aðrir unnið tímabundið á skrifstofunni við afleysingar eða í sérverkefnum.

SÍM er til húsa í SÍM-húsinu, Hafnarstræti 16 sem Reykjavíkurborg hefur lagt félaginu til. Nú stendur hinsvegar til að Reykjavíkurborg fari að innheimta leigu fyrir húsnæðið.

SÍM er m.a. aðili að Myndstefi – Myndhöfundasjóði Íslands og Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar . SÍM er í samstarfi við Borgarbókasafnið í Reykjavík um rekstur Artóteks í aðalsafni safnsins við Tryggvagötu. Félagið á aðild að, Íslensku sjónlistaverðlaununum ásamt Hönnunarmiðstöð Íslands og Akureyrarbæ og Sjónlistamiðstöðinni á Korpúlfsstöðum ásamt Hönnunarmiðstöð Íslands.

Á alþjóðavettvangi starfar SÍM aðallega með BIN, norrænum samtökum myndlistarmanna og IAA, alþjóðlegum samtökum myndlistarmanna og Áslaug Thorlacius gjaldkeri Evrópudeildar IAA.

SÍM veitir Alþingi og opinberum aðilum ýmsa þjónustu. Félagið tilnefnir fulltrúa í ýmsar stjórnir og ráð, annast alþjóðasamskipti fyrir hönd íslenskra myndlistarmanna og veitir umsagnir og er til ráðgjafar í tengslum við lagasetningu og aðrar stjórnsýsluaðgerðir. Félagið veitir einnig sveitarfélögum, stofnunum og fyrirtækjum sérfræðiþjónustu við undirbúning og framkvæmd samkeppna um listskreytingar. Þegar unnið er eftir samkeppnisreglum SÍM tilnefnir SÍM fulltrúa í valnefndir og dómnefndir og leggur keppninni til trúnaðarmann, auk þess sem félagið fer yfir keppnislýsingar.

SÍM rekur Listskreytingasjóð ríkisins og UMM.IS upplýsingavef um myndlist og myndlistarmenn, Mugg – dvalarsjóð og Ferðasjóð Muggs. SÍM hýsir jafnframt skrifstofur Myndstefs og Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar í Hafnarstræti 16.  SÍM er aðili að Listahátíð í Reykjavík.

SÍM hefur staðið fyrir degi myndlistarinnar í byrjun maí nokkur undanfarin ár. Hugmyndin er að fá myndlistarmenn um land allt til að opna vinnustofur sínar fyrir almenningi og vekja þannig athygli á vinnu myndlistarmanna og efla samskipti við áhugasaman almenning. Stefnt er að því að dagur myndlistarinnar verði í samvinnu við skóla, gallerí og söfn og mun stærri dagur í framtíðinni og hann verðu fluttur á fyrsta laugardag í október og verður því 2. október 2010.

Félagsmaður mánaðarins er dagskrá sem á sér stað í sal SÍM-hússins, en þar er félagsmaður með litla sýningu eða kynningu á verkum sínum í hverjum mánuði.  Einnig eru haldnar gestastundir þar sem erlendir gestir SÍM kynna sig og sín verk fyrir félagsmönnum og öðrum áhugamönnum um myndlist í formi fyrirlestra, lítilla sýninga eða gjörninga.

SÍM rekur 3 gestaherbergi í Hafnarstræti 16 en þau eru hagkvæmur kostur fyrir listamenn, sýningarstjóra, gagnrýnendur og aðra sem koma til borgarinnar í erindum sem tengjast myndlist. Þjónustan stendur öllum stofnunum og fyrirtækjum sem starfa við og í kringum myndlist til boða.

Skrifstofa félagsins rekur einnig Sjónlistamiðstöðina á Korpúlfsstöðum fyrir hönd Rekstrarfélags Korpúlfsstaða sem Hönnunarmiðstöð Íslands á aðild að. Á Korpúlfsstöðum eru um 40 vinnustofur fyrir myndlistarmenn og hönnuði og útibú frá Myndlistarskólanum í Reykjavík. Þar hafa verið útbúin stór verkstæði fyrir leir og textíl, sem rekin eru af Leirlistarfélaginu og Textílfélaginu.

SÍM rekur jafnframt listamannahúsið Seljaveg 32 en þar eru um 50 innlendir listamenn með vinnuaðstöðu og fyrirhugað er að taka í notkun nýja vinnustofumiðstöð í Garðabæ á næstu mánuðum.

Undanfarin ár hefur mikill kraftur farið í uppbyggingu SIM-RES, Alþjóðlegrar gestavinnustofumiðstöðvar sem félagið rekur á Seljavegi og á Korpúlfsstöðum og nú hefur SIM-RES 15 herbergi til ráðstöfunar. Á síðasta ári dvöldu hátt í 200 erlendir listamenn í gestavinnustofum SÍM í einn mánuð eða lengur. Herbergin eru í fullri nýtingu mestan hluta árs og gott betur því oft er tvímennt í herbergjunum.

SIM-RES er hluti af gestavinnustofuneti KulturKontaktNord árin 2008-2010 en fyrir tilstilli KKNord getur SÍM boðið um 10 norrænum listamönnum og listamönnum frá baltnesku löndunum til 1-2 mánaða dvalar sér að kostnaðarlausu.

Akureyri, 6. janúar 2010
Hlynur Hallsson, formaður Sambands íslenskra myndlistarmanna


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband