Leita í fréttum mbl.is

Kjartan Ólafsson í stríð við Sturlu?

 kjartan sturla

vegur.jpg 

Þetta er nú eitthvað einkennilegt. Ætlar Kjartan sem aldrei heyrist neitt í, að fara í stríð við Sturlu sem aldrei kemur neinu til leiðar?

Sjáiði þessa brosmildu samflokksmenn fyrir ykkur í stríði? Og það rétt fyrir kosningar! Ég spái því að þetta stríð verði jafn broslegt og þessir fornkappar Smile.


mbl.is Þingmaður krefst tvöföldunar Suðurlandsvegar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll, Hlynur !!!

Ekki............... ekki gera grín, að þeim Sturlu frænda mínum; og Kjartani............... alls ekki Hlynur!!! Þessir ágætu drengir eru manna líklegastir til athafna, fái þeir ráðrúm til, Kjartan mun, áður eða eftir; að hann hefir lagt Sturlu til foldar, leggja til atlögu við Kjalveg, úr Biskupstungum yfirum til frænda minna, Húnvetninga og Skagfirðinga;;; og þar með stutt, til ykkar eyfirzkra. Mætti ég fá einhverju ráðið, um landsstjórnina; sæti Sturla, að minnsta kosti til ársins 2027, í samgönguráðuneytinu !!!, sjáðu til Hlynur, STURLA REYNIR, ÞÓ OFT SÉ VIÐ RAMMAN REIP, AÐ DRAGA, AÐ ÖNGLA FÉ TIL ÝMISSA VEGABÓTA, ALLVÍÐA UM LAND !!!!!!!!!!! 

Hlynur ! Þú talar um fornkappa;; jú, jú, það má vel vera, og engin skömm að !!! Kjartan talaði, reyndar svo lengi, í hádeginu í gær (19. jan.) um ríkisútvarpsfrumvarpið, að mér var hætt að lítast á blikuna, miðað við þau mínútubrot, sem hann hafði oft áður tóm til.

Hvað finnst þér þá, um þau Guðjón Hjörleifsson og Sigurrósu Þorgrímsdóttur ?????????????? Hvað skyldi sá dagur heita, þegar þau uppgötva tilvist ræðustólsins, á Alþingi?????? Hlynur ! Viltu gera mér þann greiða, að kanna, hvort þú sjáir bregða fyrir bókstafnum zzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzz, þegar þú kemur að stólum þeirra Guðjóns og Sigurrósar ? Vænt þætti mér um það, hefðir þú tök á því. sama sem herlög

Góða helgi !

Með kveðju /

Óskar Helgi 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.1.2007 kl. 00:16

2 Smámynd: Hlynur Hallsson

Sæll Óskar Helgi, síðast þegar ég sá Guðjón og Sigurrósu voru þau vakandi og brostu meira að segja og hlustuðu af athygli á það sem aðrir þingmenn voru að segja úr ræðustólnum. En þau hafa sennilaga bara engu við að bæta. Ég skil vel að þér sé hlýtt til Sturlu og Kjartans og þessvegna skulum við vona að þeir séu ekki á leiðinni í stríð. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 20.1.2007 kl. 07:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband