Leita í fréttum mbl.is

Samstaða um Ríkisútvarpið

ruv

 

 

Af gefnu tilefni er rétt að birta hér sameiginlega yfirlýsingu stjórnarandstöðuflokkana um Ríkisútvarpið. Við viljum öflugt almannaútvarp en ekki ohf.

Sameiginleg yfirlýsing Samfylkingarinnar, Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og Frjálslynda flokksins um Ríkisútvarpið 22. janúar 2007

Samstaða um Ríkisútvarpið – traust og sjálfstætt almannaútvarp

Stjórnarandstöðuflokkarnir á alþingi, Samfylkingin, Vinstrihreyfingin-grænt framboð og Frjálslyndi flokkurinn, hafa lagt áherslu á það í umræðum um RÚV-frumvarpið að ná þurfi víðtækri sátt í samfélaginu um þær framtíðarbreytingar sem gerðar verði. Stjórnarandstaðan vill með því tryggja að hér verði ríkisútvarp ekki ríkisstjórnarútvarp.

Ríkisstjórnarflokkarnir, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, hafa kosið að afgreiða frumvarp um Ríkisútvarpið í miklum ágreiningi við stjórnarandstöðuna. Forystumenn þessara flokka hafa hafnað öllum sáttaboðum.

Ríkisstjórnin hefur með þessu kosið að setja pólitíska hagsmuni sína ofar velferð Ríkisútvarpsins og ljóst er að nýrrar ríkisstjórnar bíður það verkefni að taka málefni Ríkisútvarpsins til endurskoðunar með það í huga að skapa um þau sátt til frambúðar. Samfylkingin, Vinstrihreyfingin-grænt framboð og Frjálslyndi flokkurinn eru sammála um þessi markmið við slíka endurskoðun:

* Ríkisútvarpið verður ekki hlutafélag, en fundnar leiðir til aukinnar skilvirkni og svigrúms í rekstri með nýjum lagaramma sem tryggir sjálfstæði og fagleg viðhorf við dagskrárákvarðanir og ráðningarmál.

* Ríkisútvarpið verður almannaútvarp, með skýrt afmarkað hlutverk og vel skilgreindar starfsreglur. Ríkisútvarpið tryggir fjölbreytni í ljósvakafjölmiðlun á Íslandi. Það annast vandaðan fréttaflutning, framleiðslu og miðlun menningarefnis af margvíslegu tagi, er vettvangur lýðræðislegrar umræðu og hefur víðtækt fræðsluhlutverk. Í sjónvarpi er innlent efni í öndvegi með þátttöku íslenskra framleiðenda. áhersla er lögð á efni fyrir börn og unglinga í öllu starfi Ríkisútvarpsins.

* Stjórn Ríkisútvarpsins verður rekstrarstjórn. Hún verður þannig skipuð að sem breiðust samstaða myndist en störf hennar mótist ekki af ríkisstjórnarmeirihluta hverju sinni. Dagskrárákvarðanir allar eru í höndum starfsmanna. Akademía eða hlustendaþing er með í ráðum við meiriháttar rekstrarákvarðanir og mótun dagskrárstefnu til langs tíma.

* Ríkisútvarpið verður sjálfstætt, óháð stjórnmála- og viðskiptahagsmunum. Starfsmenn þess eiga að búa við ritstjórnarlegt sjálfstæði sem m.a. tryggir faglega umfjöllun um menn og málefni á vettvangi stjórnmála og atvinnulífs. Skýr aðgreining verður mörkuð í dagskrá Ríkisútvarpsins milli dagskrárgerðar og auglýsinga, og settar verða reglur um kostun sem taka mið af þessu.

* Ríkisútvarpið verður fjármagnað annars vegar með ríkisframlagi og sérstökum tekjum en hins vegar með auglýsingatekjum. Tryggt verður að auglýsingatekjur hafa ekki áhrif á dagskrárframboð Ríkisútvarpsins og rýra ekki um of svigrúm annarra ljósvakamiðla á þeim markaði.

* Málefni starfsmanna hjá Ríkisútvarpinu fylgja meginreglum og hefðum á opinberum vinnumarkaði og eru gædd þeim sveigjanleik sem fjölmiðill þarf á að halda. Við mótun nýs lagaramma verður farið yfir réttindi og skyldur starfsmanna ásamt starfsmönnum og samtökum þeirra með þetta markmið í huga.


mbl.is Umfjöllun um RÚV-frumvarp lauk skyndilega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Ég tek undir þetta.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 23.1.2007 kl. 17:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband