Leita í fréttum mbl.is

Björn Bjarna veit ekki svarið!

björn 

Það var kostulegt að hlusta á útúrsnúninga Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra við spurningu Steingríms Sigfússonar í fyrirspurnatíma á Alþingi áðan.

Steingrímur lagði fram fyrirspurn um umfang og eðli og tímasetningar á öryggis- eða leyniþjónustustarfsemi hjá lögreglu og fleiri aðilum á Íslandi.

Björn Bjarnason sagði að hann geti ekki svarað einhverju til sem hann veit ekki. Það hvarflaði hinsvegar ekki að honum að leita svara við spurningunni hjá einhverjum sem veit eitthvað um málið úr því að Björn sjálfur vill ekkert kannast við það. Svo segir á mbl.is:

"Steingrímur sagðist gera kröfu um að dómsmálaráðherra útvegi þessar upplýsingar enda ef þær séu til þá er þær að finna í stofnunum á vegum ráðuneytisins, að sögn Steingríms. Segir hann að ráðherrar eigi að afla þeirra upplýsinga sem þeir eru beðnir um í fyrirspurnartíma á Alþingi. Sagðist Steingrímur mótmæla því stjórnarskrárvarinn réttur hans sem alþingismanns sé lítilsvirtur með þessum hætti.

Svaraði Björn því til að stjórnarskráin krefðist þess ekki af mönnum að þeir svari spurningum sem þeir viti ekki svarið við."

Nú er það spurningin: Veit Björn ekki svarið eða vill hann ekki svara?


mbl.is Steingrímur krefur ráðherra svara um starfsemi öryggisþjónustu á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Steingrímur ætti kannski að spyrja næst, hver það sé fyrir hönd Dómsmálaráðuneytis sem beri ábyrgð á slíku og eigi þar með að geta veitt umbeðnar upplýsingar. Ef Björn þykist ekki vita svarið við því þá er hann varla starfi sínu vaxinn sem ráðherra fyrst hann veit svo lítið um eigið ráðuneyti.

Guðmundur Ásgeirsson, 24.1.2007 kl. 16:37

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það mætti hugsanlega kanna það á fjárlögum hversu miklu fé er varið til slíkrar starfsemi. Ef það er hinsvegar hvergi gefið upp, þá er það væntanlega brot á lögum um fjárreiður ríkissins, sem þyrfti þá að rannsaka sérstaklega. Einnig mætti hugsa sér að Ríkisendurskoðun gerði úttekt á þessum málaflokki, þó að slík úttekt myndi fyrst og fremst horfa á fjárhagslegar stærðir þá gæti það samt gefið vísbendingu um umfangið. Svo er auðvitað full þörf á því áður en lengra er haldið í slíkri umræðu, að Alþingi taki afstöðu til þess hvort og hvernig við ætlum að standa að því að rannsaka og verja öryggishagsmuni landsins. Einnig með hvaða hætti við munum haga samskiptum við erlendar leyniþjónustur og gegnum hvaða embætti slík samskipti fari. Það getur varla talist ásættanlegt að sýsli í Keflavík þykist erlendis vera í forsvari fyrir íslenska leyniþjónustu, sem enginn hér heima vill svo kannast við að sé til nema í besta falli sem skáldaður snobbtitill. Það hlýtur að vera brot á einhverjum lögum að villa þannig á sér heimildir í opinberu starfi, hinsvegar ef slík þjónusta er raunverulega starfrækt án vitundar alþingis, þá hljóta það að teljast vera landráð! Heiðarlegast væri auðvitað að setja á fót opinbera og viðurkennda þjóðaröryggisstofnun, sem bæri alfarið ábyrgð á slíkum málum og væri með sína stjórnunarhætti og fjárhagsbókhald uppi á borðinu, jafnvel þó það sem fram færi í daglegum rekstri væri nauðsynlega leyndarmál. Þannig er það a.m.k. í þeim ríkjum sem við berum okkur gjarnan saman við. Stofnanir á borð við CIA, NSA, MI5, o.fl. eru opinberar njósnastofnanir, þekktar sem slíkar og gefnar upp á fjárlögum sinna ríkja. Þar að auki hvíla á þeim strangar opinberar eftirlitsskyldur, jafnvel þó að mikil leynd ríki yfir starfsfólki þeirra og einstökum verkefnum. Í USA hafa þeir t.d. farið þá leið við fjárlagagerð að hafa fjárveitingarlið sem heitir einfaldlega "black-ops", og undir þann lið fellur öll sú leyniþjónustustarfsemi sem þykir of viðkvæm til þess að birta megi nákvæmari sundurliðun opinberlega. Þannig er a.m.k. hægt að gera sér einhverja grein fyrir umfanginu, t.d. sem hlutfalli af vergri þjóðarframleiðslu.

Guðmundur Ásgeirsson, 24.1.2007 kl. 17:17

3 Smámynd: Rúnar Haukur Ingimarsson

Er ekki bara málið að fá leyniþjónustuna í að kanna umfang öryggisþjónustu á Íslandi ?

En ég vildi nú samt að þingmenn færu nú að snúa sér að mikilvægari málum td hvernig glæpamenn hafa gengið lausir á vegum Byrgisins um göturnar og koma sér saman um að einhverjir verði að sæta ábyrgð

Rúnar Haukur Ingimarsson, 24.1.2007 kl. 18:07

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Leyniþjónustan er vafalaust með svörin á hreinu en....hún er jú einu sinni Leyni-þjónusra.

Jón Steinar Ragnarsson, 24.1.2007 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband