Leita í fréttum mbl.is

Hægri-grænt er ekki sannfærandi

framtíðarland

Ég er afar ánægður með að meirihluti hafi verið fyrir því að Framtíðarlandið bjóði ekki fram til Alþingis. Þetta eru grasrótarsamtök og eiga að vera þverpólitísk. Náttúruverndarsinnar sem finnst þau mál skipta mestu hljóta auðvitað að kjósa Vinstri græn í vor. Sumir sem ég hef talað við og eru eldheitir umhverfisverndarsinnar segast ekki geta kosið VG vegna afstöðu til evrunnar eða eitthvað þessháttar, eða af því að þau eru hægrisinnuð. Þegar nánar er farið út í þær skilgreiningar kemur svo oft í ljós að þau eru alls ekki svo hægrisinnuð og stundum tekst mér að sannfæra fólk um að Vinstri græn séu lang skásti kosturinn. Auðvitað ekki fullkominn fyrir alla en einfaldlega það besta í stöðunni. Hægri-grænt er  bara þversögn að mínu mati. Allir umhverfsverndarflokkar í Evrópu sem fá eitthvað fylgi eru vinstrisinnaðir og hægristefna fer í eðli sínu ekki saman við umhvefisverndarstefnu. Það að ætla að búa til ný framboð um þessi mál eða um málefni aldraðra og þessháttar er ekki gáfulegt. Þannig er fólk bara að dreyfa kröftunum og það kemur stjórnarflokkunum best. Þessvegna hvet ég fólk til að sameinast um Vinstri græn, ganga í flokkinn ef þau vilja hafa áhrif og breyta einhverju og þá munum við geta fellt þessa ríkisstjórn og tekið upp betri stefnu í öllum málum. Í efnahagsstjórn, félagsmálum, atvinnumálum, evrópumálum og auðvitað umhverfismálum. Við fáum sennilega ekki hreinan meirihluta í vor þó að maður geti verið bjartsýnn en þá semjum við bara við Samfó og einhverja sem standa okkar málstað nærri. Mikilvægast er að umhverfisverndarfólk kjósi þann flokk sem hefur staðið í lappirnar í umhverfismálum, nefninlega Vinstri græn.


mbl.is Ómar Ragnarsson telur auknar líkur á framboði umhverfisverndarsinna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Ég er hægri grænn - hef skilgreint mig þannig í mörg ár ...

Hlynur Þór Magnússon, 8.2.2007 kl. 14:28

2 identicon

Vinstri grænir stóðu eftirminnilega í lappirnar nú nýlega i umhverfismálunum í Mosfellsbæ eða hitt þó og heldur

Ámundi (IP-tala skráð) 8.2.2007 kl. 14:50

3 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Það eru ákveðin álög að sumir munu aldrei kjósa til vinstri, ég skil það ekki, en þannig er það nú samt. Þess vegna sé ég tvennt jákvætt við hugsanlegt hægri grænt framboð, þrýsting á Sjálfstæðisflokkinn, ekki veitir af, og valkost fyrir hægri græna. En auðvitað er ég sammála þvíi að ef fólk vill alvöru málsvara sem er búinn að sanna sig í umhverfismálum þá er ekkert vit í öðru en að kjósa Vinstri græna, vildi að allir áttuðu sig á því. 

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 8.2.2007 kl. 16:47

4 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Ég er sammála þér Hlynur. Og það er nú ekki eins og maður sé sammála þeim flokk sem maður kýs í einu og öllu. Nema auðvitað þeir sem hafa ekki raunverulega skoðun heldur láta bara stjórnmálamenn segja sér hvað þeim á að finnast. Ég hef aldrei kosið flokk sem ég hef verið algjörlega sammála og þykir ólíklegt að ég muni nokkurn veginn gera það. Þá er bara spurningin hvaða flokkur stendur næstur þeim málum sem manni finnst mikilvægast. Eins og er eiga hægri menn ekki grænan málssvara og þeir verða því að velja á milli hvort þeir vilja kjósa hægri stefnu eða græna stefnu.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 9.2.2007 kl. 01:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.