Leita í fréttum mbl.is

Samgönguáætlun frestað vegna þenslu

vegir

Loksins er búið að tosa þessa samgönguáætlun út úr stjórnarflokkunum. Það verður spennandi að fylgjast með umræðum um þetta plagg næstu vikurnar. Allt það sem vantar í áætlunina og svo framvegis. Milljarðar og milljarðar, maður dettur eiginlega úr sambandi við raunveruleikann við að lesa þetta yfirlit. Allt lítur út eins og smotterí í samanburði við þessar upphæðir, nema náttúrulega framlög BNA til hermála sem toppa auðvitað allt! En svo er aldrei að vita hvað þessi samgönguáætlun heldur. Þessi ríkisstjórn fór auðvitað létt með það strax eftir síðustu kosningar að fresta framkvæmdum og skera niður um nokkra milljarða, aðallega í vegagerð á Vestfjörðum og á Norðurlandi, vegna þenslu sem allt í einu datt inn um bréfalúguna hjá ráðherrunum. En sem betur fer verða þessir ráðherrar komnir í frí eða allavega stjórnarandstöðu eftir nokkra mánuði.


mbl.is Rúmir 380 milljarðar til vegagerðar á næstu 11 árum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Svan Halldórsson

Ennþá er Björn Ingi samur við sig.

Fyrst er það spillingin með Óskar Bergsson þar sem hann setti vin og samflokksmann beggja megin borðs við eftirlit á fjármunum okkar borgarbúa. Og síðan setur hann bróður sinn sem stjórnarmann í Reykjanesfólksvangi.

Ég segi það enn og aftur, Björn Ingi Hrafnsson er spilltasti stjórnmálamaður Íslands og líklegast íslandssögunnar.

Sigurður Svan Halldórsson, 12.2.2007 kl. 19:30

2 identicon

Hlynur, og þið öll; komið þið sæl !

Í haust ??? Helga Vala! Reit greinarstúf í Mbl., hver birtist þann 7. I. s.l., hvar ég krafði Sturlu frænda minn þess, að Óshlíðargangna-framkvæmdir hæfust, Í VOR Helga Vala!!! Nógsamlega hafa Vestfirzkir frændur mínir setið hjá garði, í vegaúrbótum, alla áratugina, frá lýðveldisstofnun hefir Suð- vesturland borið mest úr býtum, í þeim efnum sem víðar. Muni ég rétt, hefi ég komið að því, áður í vetur;í orðræðu við Hlyn, hér á síðu hans, að ákjósanlegast sé, og til þjóðarheilla, að Sturla sitji, sem allra lengst í ráðuneyti sínu, er mér þá fjandans sama hverjir mynda næstu ríkisstjórn; Snæfellingurinn knái mun gera eins gott úr sjóðum til vegagerðar, séu honum útvegaðir fjármunirnir. Hlynur leiðréttir mig þá, sé þetta misminni mitt.

Helga Vala, og þið öll ! Alltaf skulu fylgja bögglar skammrifi nokkru, þ.e. .......................... ég hefi ykkur mörg, hver á vinstri væng stjórnmálanna, margfaldlega grunuð um, að vilja fylgja, að óbreyttu óþarfa úthaldi á ofvöxnu utanríkisráðuneyti (heimskuleg friðargæzla okkar úti í heimi - sendiráð í tugavís + sendiherrar) mont þjóðhöfðingja embætti að Bessastöðum, svo fátt eitt sé talið.

Hversu munaði ekki Sturlu frænda minn, um þá fjármuni, hverjir spöruðust við niðurlag ofangreindra fígúru þátta Íslendinga ? ÞAÐ KOSTAR MINNA, AÐ VERA MAÐUR, EN FÍGÚRA !!! Reynið að koma stærstum hluta hinna hégómagjörnu í skilning um það.

Með beztu kveðjum, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason, frá Gamla Hrauni og Hvítárvöllum   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 12.2.2007 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.