Leita í fréttum mbl.is

Hækkum laun kennara

kennararjpg

Það er ótrúlegt að kennarar þurfi alltaf að sækja augljósar kjarabætur sínar með aðgerðum. Getum við ekki borgað þeim sómasamleg laun? Kennarastarfið er eitt það mikilvægasta í þjóðfélaginu og við krefjumst mikils af kennurum. En launin sem í boði eru eru bara ekki uppá marga fiska. Framhaldsskólakennarar fengu kjarabætur fyrir mörgum árum en þær eru étnar upp af verðbólgu og það sama má segja um laun grunnskólakennara. Laun kennara í leikskólum eru fyrir neðan allar hellur. Það á ekki að þurfa að fara í verkföll til að það sé samið við kennara um kjarabætur. Ríki og sveitarfélög eiga á sjá sóma sinn í því að borga almennilega fyrir þessi störf. Það segir heilmikið um þjóðfélagið sem við búum í hvernig farið hefur verið með kennara. Semjum við grunnskólakennara strax! Það hlýtur að vera krafa okkar foreldra.


mbl.is Kennarar mótmæla launum sínum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Auðvitað á að borga kennurum mannssæmandi laun.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 13.2.2007 kl. 17:10

2 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Hvað hefur gerst á undangengnum misserum síðan kennarar sömdu síðast um fínar kjarabætur sem gerir það að verkum að þeir þurfa sértækar aðgerðir til að fá kjör sín bætt umfram aðrar stéttir í landinu? Ég þekki aðeins til kennara sem mér sýnist að hafi það bara alveg þokkalegt. Víst eru þeirra störf mikilvæg og allt það, en nefnið mér einhver störf í þjóðfélaginu sem eru það ekki.

Gísli Sigurðsson, 13.2.2007 kl. 17:42

3 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Mæltu manna heilastur, Hlynur. Og hvernig í veröldinni má það vera að menn tala ekki um hlutskipti kennara hvarvetna þar sem tveir eða fleiri koma saman? Þetta skiptir alla máli.

Berglind Steinsdóttir, 13.2.2007 kl. 18:10

4 identicon

Sem kennari þakka ég þér fyrir jákvæðni í okkar garð.  Það er mjög mikilvægt fyrir mína  stétt að fá foreldra í lið með okkur, ekki veitir af.  Því sem foreldri hlýtur það að vera mikilvægt að hafa gott samstarf milli kennara og foreldra, en því miður virðumst við ekki hafa of marga foreldra í liði með okkur.

Ragna Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 18:53

5 Smámynd: Magnús Þór Jónsson

Gott hjá þér Hlynur!

Ef einhverjir eiga að vera með í baráttu fyrir bættum launum kennara eru það foreldrar.

Næst þegar þú ert á þinginu, skaltu endilega reyna að fá yfirmann menntamála til að svara því hvers vegna grunnskólar landsins fengu ekkert af símasölupeningnum.  Ekki veitti nú af því......

Magnús Þór Jónsson, 13.2.2007 kl. 21:27

6 Smámynd: Guðfinnur Sveinsson

Gæti ekki verið meira sammála þér, þetta er fyrir neðan allar hellur að allir fari í baklás á nokkra ára fresti þegar kjarasamningar renna út og yfirvöld eru svo svifasein að málið fer til ríkissáttasemjara.

Hver heldur að það sé auðveldari vinna að vera kennari en viðskiptafræðingur? Ég veit það sjálfur að ég er erfiður nemandi og það að þeir sem hafa þurft að kenna mér á minni skólagöngu fái ekki sómasamleg laun fyrir það er skandall!

Hækkum launin í eitt skipti fyrir öll og gerum það almennilega! 

Guðfinnur Sveinsson, 14.2.2007 kl. 01:39

7 Smámynd: Gísli Aðalsteinsson

Ég er alveg sammála því að laun kennara þurfa að hækka því þau eru allt of lág. Hins vegar er það þannig að kostnaður sveitarfélaga á hvern grunnskólanemanda er hár. Laun kennara munu ekki verða mannsæmandi fyrr en settar verða almennar reglur sem heimilar kennurum að starfrækja sjálfstæða skóla sem geta keppt við skóla sveitarfélagann og þeir verða fjármagnaðir með sama hætti. Það að mennta börn er er ein af þeim atvinnugreinum hér á landi sem enn er algerlega í sovéskum stíl.

Gísli Aðalsteinsson , 14.2.2007 kl. 09:10

8 identicon

Mér þekki nokkra kennara og sé nú ekki betur en þeir hafi ágæt laun

og mættu þeir líka meta það að hafa gott frí á launum og það á þeim

tíma þegar allir vilja helst vera í fríi.Kennarar hafa fengið launahækkanir langt umfram almenning í landinu á undanförnum árum og ættu að meta það og kunna sér hóf í kröfunum.Einnig mættu þeir hafa það í huga að það erum við hin samborgarar þeirra í sveitarfélögunum sem þurfum að standa undir þeirra hækkunum meðhiminháum og síhækkandi gjöldum.

Guðmundur Harðarson (IP-tala skráð) 14.2.2007 kl. 10:52

9 identicon

Þessi stutti pistill þinn segir allt sem segja þarf.

Er ekki kominn tími á það að foreldrar þessa lands taki sig saman og þrýsti á sveitarfélögin og ríkið ?

Það sem þú skrifar liggur svo beint við en samt gerist EKKERT

Það mætti draga þá ályktun að yfirvöldum menntamála sé alveg sama.  Ekki minnka kröfurnar á kennarastéttina þó svo að launin séu ekki í nokkru samræmi við þær.  Menntun KOSTAR PENINGA, punktur !

Íslendingar eru svo fyndnir. Kvarta yfir háu matarverði og svo framvegis en keyra samt flestir á jeppum´á bílalánum sem eru fokdýr og gúlpa í sig eldsneyti og menga jörðina ! Það er augljóst að forgangsröðunin hér er eitthvað brengluð og það  líður einnig menntakerfið fyrir.

Hvernig viljum við nota peningana okkar ?

Margrét Einarsdóttir Long (IP-tala skráð) 14.2.2007 kl. 16:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband