Leita í fréttum mbl.is

Horfið frá skerðingu stúdentsprófsins

vma

Það er afar ánægjulegt að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra sé búin að bakka endanlega með þessar skerðingarhugmyndir á stúdentsprófinu. Það er einnig ástæða til að þakka framhaldskólanemendum og kennurum fyrir málefnalega andstöðu við þessar fyrirætlanir menntamálaráðherra Sjálfstæðisflokksins. Um leið óska ég nemendum og kennurum og bara öllum til hamingju með að þetta andóf hafi borið árangur. Eins og margoft hefur verið bent á þá er hægt að taka stúdentspróf á styttri tíma en fjórum árum. Það hefur verið hægt lengi og verður þannig vonandi áfram svo þeir nemendur sem það hentar geti kláráð námið á styttri tíma, óskert en að aðrir geti klárað þetta á fjórum árum. Það er dálítið fyndið að Þorgerður Katrín skuli segja nú að: "stytting námstíma til stúdentsprófs væri ekki markmið í sjálfu sér heldur mikilvægur valkostur nemenda á fjölbreyttum námsbrautum skólakerfisins í síbreytilegu þjóðfélagi." Það hefur alltaf verið valkostur síðan fjölbrautarskólarnir urðu til fyrir áratugum! Hvar hefur menntamálaráðherra verið?


mbl.is Menntamálaráðherra: Stytting námstíma til stúdentsprófs ekki markmið í sjálfu sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Púkinn

Púkinn er sammála - samanber þessa grein.

Púkinn, 14.2.2007 kl. 17:08

2 identicon

Ekki skynsamleg niðurstaða samanber álit OECD.  Ég er hjartanlega sammála OECD í einu og öllu sem þarna kemur fram.

Sigurður J. (IP-tala skráð) 14.2.2007 kl. 19:04

3 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

Tek undir þetta hjá þér Hlynur þetta er mjög ánægjulegt og vonandi að ráðherra standi við þetta.

Sædís Ósk Harðardóttir, 14.2.2007 kl. 19:59

4 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Þetta er ánægjulegt.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 14.2.2007 kl. 23:06

5 Smámynd: Ólafur Örn Nielsen

Er ekki öllum frjálst að læra það sem þeir vilja þó svo fjöldi eininga til að fá skírteinið stúdentspróf sé lækkaður? Það eru mörg dæmi þess að fólk útskrifist jafnvel af tveimur brautum með langtum fleiri einingar en ætlast er til. Lækkun á lágmarkseiningafjölda snýst ekkert um skerðingu. Þetta snýst um val nemandans. Í núverandi kerfi er öllum steypt í sama mótið og námið er síður en svo einstaklingsmiðað.

Ef ég er 100% á því að verða lögfræðingur til hvers er þá verið að neyða mig til að læra eðlisfræði þegar ég veit fyrirfram að ég muni aldrei nota hana í neitt hagnýtt? Þegar þú ert tilneyddur að læra eitthvað sem þú hefur engan áhuga á skilar það afar litlum árangri.

Til hvers er verið að kenna efni og fjármagna kennslu í framhaldsskólum sem er svo kennt aftur í háskólum? Það eru fjöldamörg dæmi um þetta. MR er eitt þeirra. Væri ekki betra að nýta tímann frekar í að fara dýpra í námsefnið frekar en að reyna að hraðspóla yfir sem mest af efni? Magn = gæði?

"Málefnaleg andstaða" kennara var nú lítið annað en hræðsla þeirra við að ekki væri lengur þörf fyrir krafta þeirra sem kennarar. Hræðsluáróðurinn sem kennarar notuðu var reyndar nokkuð frumlegur á köflum. Sigurkarl Stefánsson, deildarstjóri í MH skrifaði grein í Morgunblaðið 22.11.05 og sagði m.a.:

,,Með styttingunni verður óhjákvæmilegt að kenna lengra fram á sumarið. Sem þýðir m.a. að ferðaþjónustan getur ekki beðið eftir að nemendur losni úr skólunum. Því myndu fleiri ráða erlend ungmenni til aðstoðar og þjónustustarfa. Þetta fólk hefur sjaldnast nema glefsu- og frasa þekkingu á Íslandi og íslenskri menningu. Ferðamenn færu því ýmiss á mis og íslenskir unglingar yrðu útundan og misstu af þroskandi reynslu við margs konar sumarstörf."

Og menn tala um að vísindatrú sé frumleg vitleysa :)

Er styttra framahaldsskólanám valkostur Hlynur? Ég veit ekki betur en að lágmarkseiningafjöldi sé 140 alls staðar. Ef einhver vill taka námið á styttri tíma verður sá hinn sami bara að gjöra svo vel að læra sama efni á styttri tíma.


Ranghugmyndir sem framhaldsskólakennarar hafa komið af stað í hræðslu sinni eru alveg út í hött. Blásaklaus almúginn sem gleypir við vitleysunni eins og Púkinn sem commentar hér að ofan veltir fyrir sér í blogg færslu hvort ráðuneytið ætli að þvinga bekkjaskólanna til að taka upp áfangakerfi í blönduðum bekkjum. Stefna stjórnvalda síðustu 16 ár hefur nú verið að minnka miðstýringu í menntakerfinu en ekki auka og ég hef enga trú á því að fara að breytast.

Ég hef fulla trú á því að ef ríkisvaldið slakar á ólinni í menntamálum enn meir munum við sjá nemendur blómstra meira en nokkurn grunar. Stytting á námi til stúdentsprófs er nemendum svo ekki sé talað um atvinnulífinu eingungöngu til hagsbóta.


Ég vísa annars til greinar sem ég skrifaði um þessi mál í Morgunblaðið 14. ágúst: http://haegri.is/greinar/nr/15/

Ólafur Örn Nielsen, 15.2.2007 kl. 01:03

6 identicon

tek undir með ólafi ... sá sem vill læra verkfræði á ekki að þurfa að taka félagsfræði, sögu eða fleiri slíka áfanga nema vilji sé fyrir hendi.

brautir á að stytta og svo sameina í lengra nám. það á að vera val

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 05:30

7 identicon

Allveg dæmigert með Vinstri Græna. Engu má breyta. Það er löngu orðið tímabært að breyta stúdentsprófinu. Æ fleirri skólar krefjast stúdentsprófs, og eins og er virkar kerfið þannig að sá sem hefur útskrifast á málabraut hefur meiri rétt til að hefja nám í vélaverkfræði heldur en sá sem er búinn með Vélskólann sem er 5 ára nám og vinnu í smiðju og við vélar í 2 ár. Hvor hefur betri undirbúning?

Nú og ég sem á þann draum að lesa sögu við háskólann. En fyrst verð ég að ströglast í gegnum þýska, franska eða spánska málfræði í tvö ár, og taka ýmsa áfanga sem ég hef ekki nokkurn áhuga á. Með tilheyrandi kostnaði og fyrirhöfn.

Einnig má nefna fólk sem hefur starfað í heilbrigðiskerfinu  jafnvel áratugum saman verður að setjast fyrst í fjölbrautarskóla í 4 ár áður en það getur hafið nám.

Er það virkilega stefna stefna Vinstri grænna að hafa allt óbreytt. Hafa fjölbrautarskólanámið nógu langt og vitlaust, og sitja síðan uppi með það að það er yfir 40% brottfall úr fjölbrautarskólunum. 

Sigurður (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 14:02

8 Smámynd: Ólafur Örn Nielsen

Það er gaman að vita af því að ég er ekki einn um þessa skoðun. 

Það er auðvelt að gagnrýna og vera á móti öllum breytingum en hafa engar lausnir.

Ólafur Örn Nielsen, 16.2.2007 kl. 13:14

9 Smámynd: Hlynur Hallsson

Ég er mjög hlynntur breytingum á skólakerfinu. Það þarf reyndar að taka það allt fyrir og það á auðvitað að vera í stöðugri þróun. Skerðing stúdentsprófsins hefði verið örfugþróun þar sem valfrelsi er skert og prófið gjaldfellt. Námið gert einsleitara og möguleikum fækkað. Það þarf að hafa samráð við nemendur, kennara og foreldra um breytingar en ekki á að taka við skipunum ofan úr ráðuneyti. Furðulegt að sjálfstæðismenn vilji alltaf meiri miðstýringu en segist svo vera talsmenn frelsis og svo framvegis. Það er ekki stefna Vinstri grænna að hafa allt óbreytt, langt því frá. Við höfum lagt fram margar góðar tillögur í menntamálum og á sumar hefur verið hlustað en því miður ekki allar. En vonandi verður breyting þar á eftir kosningar, ekki veitir af. Menntun á að vera einn helsti vaxtarbroddur okkar og þar þarf að gera gangskör, strax. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 18.2.2007 kl. 13:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.