Leita í fréttum mbl.is

Bílar bannaðir

hjól

Flott hjá ítölum að vekja athygli á mengunarmálum og minnka mengun í miðborg Rómar með því að banna bílaumferð í borginni í dag. Íbúar og ferðamenn þurftu því að ganga og fara um á reiðhjólum en ókeypis var á öll söfn í borginni í tilefni dagsins, en lestum og leigubifreiðum fjölgað svo allir kæmust leiðar sinnar. Hér er á jákæðan hátt vakin athygli á þessum málum. Í miðborgum Stokkhólms og Lundúna er bílaumferð takmörkuð og það er bara af illri nauðsyn en hefur heppnast ótrúlega vel.

rómÞað er kominn tími til að menn fari að huga að bættum almenningssamgöngum í Reykjavík og sem betur fer virðist vera stemmning fyrir því núna. Fjölga strætóleiðum og hafa þær tíðari og sér akreinar fyrir hraðstrætó. Fjölga og bæta hjólreiða- og göngustíga. Þannig er hægt að draga úr bílaumferð og afsanna klisjuna um að við séum einhver "bílaþjóð". Hvenær urðum við það annars? Viljum við að Reykjavík verði einhver Los Angeles mislægra-gatnamótaborg eða eins og evrópskar borgir? Það er ekki of seint að snúa þessari öfugþróun við en fer að verða það.


mbl.is Bílaumferð bönnuð í miðborg Rómar í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Skondið að þú skulir nefna þetta. Ég bý í borginni og fer margra minna ferða á hjóli allan ársins hring. Á meðan R listinn var við völd varð ég ekki vör við þetta sjónarmið því miður. Mér eru hins vegar minnisstæð ummæli flokkssystur þinnar Kolbrúnar í útvarpsþætti, hún vildi nefninlega helst að fólk hætti að nota bíla en í sama þætti talaði hún um hvað hún hlakkaði til að fá nýja skodan sinn afhentan. Það skyldi þó ekki vera að ykkar hugmyndir væru þær að "við" séum á bílum en "þið" ekki, þ.e frá ykkur séð.

Þóra Guðmundsdóttir, 18.2.2007 kl. 15:58

2 Smámynd: Hlynur Hallsson

Kæra Þórey, ég hjóla eins og ég get hér á Akureyri og þegar ég kem til borgarinnar ferðast ég með strætó eða geng bara allar styttri leiðir (2-3 kílómetra). Umhverfisvernd byrjar hjá okkur sjálfum. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 18.2.2007 kl. 16:20

3 Smámynd: Hlynur Hallsson

Ég meinti Þóra :)

Hlynur Hallsson, 18.2.2007 kl. 16:20

4 Smámynd: Ingibjörg Stefánsdóttir

Það virðist vera erfitt að breyta gömlum venjum, leggja bílnum og fara að hjóla eða labba. Nú eða að taka strætó. Og ekki gerir núverandi yfirstjórn Strætó BS, það auðveldara.

Ingibjörg Stefánsdóttir, 18.2.2007 kl. 16:56

5 Smámynd: Eygló Þóra Harðardóttir

Af hverju vantar inn í upptalningu þína að hafa frítt í strætó?

Allar hinar tillögurnar sem þú minnist á hafa ekki virkað, sérstaklega vel þegar Björk var við stjórn hjá Strætó.  Þá átti að fjölga leiðum/betrumbæta leiðarkerfið og hjólreiða/göngustígar eru nú um alla Rvk-borg.  Hins vegar virðist aðferð Sjálfstæðismannanna á Akureyri og Reykjanesbæ vera eina leiðin sem virkar, að fólk þurfi ekki að borga fyrir almenningssamgöngur.

Eygló Þóra Harðardóttir, 18.2.2007 kl. 17:01

6 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Sá einhvertíman mynd í þýska sjónvarpinu um einhverja eyju þar sem engir bílar eru leyfðir. Þar hlýtur að vera gott að vera gestur þar. 

Jórunn Sigurbergsdóttir , 18.2.2007 kl. 17:30

7 identicon

Sæll Hlynur. Já það er margt sem þarf að athuga í mengunarmálunum í henni Reykjavík. Bendi á tillögu VG í borgarstjórn sem nú er búið að vísa til frekari umfjöllunar til Umhverfisráðs borgarinnar. Þetta er tillaga um loftslagsráð og er inni á síðu vg.is. Þar er ný hugsun á ferð, að skoða umhverfismál, skipulags og samgöngumál með gleraugum sem nýja loftslagsskýrslan neyðir okkur til að setja upp ef ekki á illa að fara. Vonandi átta fulltrúar allra flokka sig á því að í þessu felast tækifæri og einhver von.

Friðrik D. Arnarson (IP-tala skráð) 18.2.2007 kl. 18:36

8 Smámynd: Morten Lange

Frábær færsla, Hlynur,  og fín umræða hér. Mín athugasemd varð svo löng að ég varð að skrifa  hana in ná mínum blog.  

Annars eru fæstir í raun að tala um  að menn hætta algjörlega að aka bíl.  Það er ekki þannig að til sé einn "ríkislausn", og allra öruggast er að aðallausnin sé ekki vetnisvæðing, að banna nagladekk eða að "leysa málin" með því að ekki byggja nálægt 
verstu umferðaræðir.

Vandamálin tengd umferðina eru miklu stærri og fjölbreyttari en sem svo.  Eins og kom frám á ráðstefnu um sjálfbærar samgöngur á Akureyri fyrir 8 dögum, þarf að byrja að miða þéttbyli við fólk en ekki við bíla.

Morten Lange, 18.2.2007 kl. 19:33

9 Smámynd: Hlynur Hallsson

Takk fyrir þessar fínu ábendingar og ég mæli með því að þið lesið einnig síðuna hjá Morten og Ingibjörgu um þessi mál. Eygló, mér finnst þú full neikvæð út í það sem reynt hefur verið og eins og Slembinn hefur bent á þá er fyrst og fremst við slappa ríkisstjórn að sakast yfir því að okkur hefur ekki miðað betur í átt til umhverfisvænni ferðamáta. Meirihlutar sjálstæðisflokksins í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur hafa einnig staðaið á bremsunni þegar bæta hefur átt þjónustuna hjá strætó. Farþegum hefur fjölgað um 60% í strætó á Akureyri eftir að það varð frítt og það er mjög jákvætt. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 18.2.2007 kl. 21:56

10 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Ég vil hafa litlar sætar lestir í gömlu miðborg Reykjavíkur, til dæmis rafmagnslestir, og banna bílaumferð þar nema þeirra sem eru að afhenda vörur. Þá gæti maður maður bara parkerað bílnum á þartilgerðum bílastæðum, og hoppað svo í og úr lestum um allt svæðið. Þær yrðu að vera á max 10 mínútna fresti svo þetta myndi virka. Og vel upphitaðar :) Já og í skrautlegum litum.

gerður rósa gunnarsdóttir, 19.2.2007 kl. 10:54

11 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Hkynur til að fyrirbyggja misskilning þá vil ég benda þér á að við hér á mínu heimili erum mikið hjólafólk. Til dæmis þá hjólar maðurinn minn allt að 50 kílómetra á viku allan ársins hring. Hér í borginni er okkur gangandi og hjólandi ætlaðir sömu mjóu stígarnir og það getur hreinlega skapað stórhættu eins og t.d. í Fossvogsdalnum þar sem mikið er um gangandi fólk og fólk í hjólastólum. Þetta er sérstaklega hættulegt á sumrin. 

Nú á veturna þá er ekki hugsað um að moka og halda hálkufríu. Þó svo maður sé á nagladekkjum (þau svínvirka á reiðhjólum) þá þarf að hreinsa snjó svo ekki myndist hreinlega jöklar.

Strætó hefur því miður ekki verið raunhæfur kostur í okkar tilfelli. En það væri hægt að bæta úr því ef vilji væri fyri hendi.

Þóra Guðmundsdóttir, 19.2.2007 kl. 16:22

12 Smámynd: Heiða

Það væri svo innilega til bóta að hafa strætó ókeypis, og einnig þyrftu stór fyrirtæki að hvetja fólk til að nota strætó og/eða hljól til að koma sér í og úr vinnu. Það verður með einhverju móti að sporna gegn þessari miklu og þungu umferð einkabíla sem er í Reykjavík. Það liggur við að borgin sé bara að verða ónýt. Það er ekkert hægt að skjótast neitt á milli borgarhluta lengur, eins og hægt var fyrir ekki lengur en ca. 5 árum. Ef strætóferðir yrðu bara teknar inn í fjárlög, þá fyrst myndi fólk fara að hugsa sig um, og reikna út hversu mikinn pening það myndi spara við að selja bara bílinn. Ég legg til að strætó verði ókeypis til reynslu í eitt ár, og fylgst með því hver viðbrögð yrðu. Að sjálfsögðu þarf svo að bæta hljólastíga um borgina svo hægt verði að nýta reiðhjól að fullu sem samgöngutæki.

Heiða, 20.2.2007 kl. 12:59

13 Smámynd: Hlynur Hallsson

Tek undir með Gerði, Þóru og Heiðu og takk fyrir myndirnar Anna. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 20.2.2007 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband