Leita í fréttum mbl.is

Sýningin art PARK(ing) Day í Artíma

coverparkingday2012.jpg

Verið velkomin á sýninguna art PARK(ing) Day í Artíma Gallerí, Skúlagötu 28 (innangengt af Nýló).

Sýningin er tileinkuð viðburðinum art PARK(ing) Day sem haldinn var á Óðinstorgi 21. september. Fjölmargir listamenn tóku þátt í því að umbreyta bílastæðinu í sýningarrými en verkin og sjónræn skrásetning á viðburðinum verða nú til sýnis í Artíma Gallerí. Með sýningunni er ákveðnum hring lokað þar sem myndlist sem var gert að standast veður og vinda í almenningsrými, er færð aftur inn í hið örugga sýningarrými. Spurningin um hvort að listin nái betur til almennings í almenningsrýminu eða sýningarrýminu vaknar í kjölfarið.
Heiðurinn að fyrstu framkvæmd PARK(ing) Day og útbreiðslu á hönnunarstofan Rebar í San Fransisco.  www.rebargroup.org.“ en deginum er fagnað um allan heim. Á þessum degi er bílastæðum breytt í almenningsrými og garða en markmiðið er að glæða stæðin lífi, fagna hinu óvænta og skapa umræðu um borgarlandslagið.

Listamenn:
Árni Þór Árnason, Björk Viggósdóttir, Dagbjört Drífa Thorlacius, Davíð Örn Halldórsson, Gjörningaþríeykið (Þórey Jónsdóttir, Harpa Dögg Kjartansdóttir & Kristjana Rós Guðjohnsen), Margrét M. Norðdahl, Hugsteypan (Þórdís Jóhannesdóttir & Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir), Hlynur Hallsson, Ingvar Högni Ragnarsson, Ingimar Einarsson, Irene Ósk Bermudez og Rakel Jónsdóttir, Klara Þórhallsdóttir, Nicolas Kunysz, Ólöf Björg Björnsdóttir, Ragnhildur Jóhanns, Þorvaldur Jónsson og Þórunn Inga Gísladóttir.

Sýningin stendur til og með 4. Nóvember og verður opin þriðjudaga til föstudaga frá kl. 13-17 og laugardaga og sunnudaga frá kl. 12-17.

Sýningarstjóri er Berglind Helgadóttir
Verkefnastjóri art PARK(ing) Day viðburðarins er Harpa Dögg Kjartansdóttir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband