Leita í fréttum mbl.is

Hvað kostar Baugsmálið okkur?

baugur illfygli

Það verður fróðlegt að fá svör frá Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins við þessum spurningum um heildarkostnað ríkisins við rannsókn og rekstur Baugsmálsins. Þetta mál verður Davíð Oddssyni og félögum til skammar svo lengi sem menn nenna að rifja upp þessi réttarhöld og lögreglurannsókn. Þetta mál er eitt dæmið um það af hverju Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekkert að gera í ríkisstjórn. Ég tek ofan af fyrir Hjálmari Árnasyni að vera vera með fulltrúum stjórnarandstöðunnar þegar dómsmálaráðherra er krafinn svara. Og svo er bara að vona að Björn Bjarnason svari einhverju en snúi ekki út úr eins og hann er vanur að gera.

Hér er fréttin af mbl.is

"Þingmenn úr fjórum þingflokkum á Alþingi hafa lagt fram fyrirspurn til dómsmálaráðherra þar sem spurt er um kostnað ríkisins við rannsókn og rekstur Baugsmálsins. Þá er m.a. einnig spurt hversu margar vinnustundir starfsmanna ríkislögreglustjóra hafi farið í málið frá júlí 2002 til dagsins í dag.
Fyrirspurnin er frá Jóhönnu Sigurðardóttur, þingmanni Samfylkingar, Hjálmari Árnasyni, þingmanni Framsóknarflokks, Kolbrúnu Halldórsdóttur þingmanni VG og Sigurjóni Þórðarsyni, þingmanni Frjálslynda flokksins.
Spurt er hver sé heildarkostnaður ríkisins við rannsókn og rekstur Baugsmálsins frá því í ágúst árið 2002 og fram til dagsins í dag eða til þess tíma á árinu 2007 sem upplýsingar liggi fyrir um og hvernig hann skiptist á eftirfarandi þætti:

    •    a. rekstur efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra,
    •    b. aðkeypta sérfræðiaðstoð og annan útlagðan kostnað efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra (þ.m.t. ferða- og uppihaldskostnað) við rannsókn og rekstur málsins,
    •    c. störf sérstaks saksóknara í Baugsmálinu, þ.m.t. kostnaður við aðstoðarmenn og aðkeypta sérfræðiþjónustu,
    •    d. kostnað sem íslenska ríkið hefur verið dæmt til þess að greiða vegna málsvarnarkostnaðar ákærðu í Baugsmálinu,
    •    e. annað, áður ótalið, sem eðlilegt er að telja hafa lent á ríkissjóði vegna málsins?


Þá er spurt hve stór hluti af starfsemi efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra á framangreindu tímabili hafi farið í Baugsmálið og hversu margar vinnustundir starfsmanna ríkislögreglustjóra."


mbl.is Spurt um kostnað við rekstur Baugsmálsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Matthíasson

Þetta þykja mér merkileg tíðindi. Nú að meta dómsmál eftir kostnaði þeirra. Má búast við viðlíka fyrirspurn um kostnað vegna olíusamráðsins? Er næst á dagskrá að setja reglur um að mál verði ekki rannsökuð nema áætlaður kostnaður sé undir ákveðnu þaki?

Er hugsanlegt að menn séu svo þjáðir af málefnafátækt að nota eigi rugl eins og þetta til að berja á ríkisstjórninni? Nú líst mér illa á þig Hlynur að hampa þessu eins og einhverju framfaraspori.

Árni Matthíasson , 20.2.2007 kl. 23:13

2 Smámynd: Hlynur Hallsson

Kæri Árni, ég held að það sé ekkert framfarapot að fá tölurnar á borðið. Manni blöskrar hvað það er eytt miklu púðri í einhverja dellu meðan önnur mál líða fyrir það að ekki eru til nægir peningar eða starfsfólk til að rannsaka. Við hljótum að vera sammála um það. Bestu rokkkveðjur,

Hlynur Hallsson, 20.2.2007 kl. 23:36

3 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Rannsóknin á kostnaðinum verður bæði tímafrek og dýr ...

Hlynur Þór Magnússon, 20.2.2007 kl. 23:51

4 Smámynd: Árni Matthíasson

Góður ...

Árni Matthíasson , 21.2.2007 kl. 00:10

5 Smámynd: Guðfinnur Sveinsson

Ég býð spenntur eftir svörum, ef að einhver verða.

Guðfinnur Sveinsson, 21.2.2007 kl. 00:56

6 Smámynd: Brosveitan - Pétur Reynisson

Þessu verður öllu lokið árið 2025  eins og þetta er að spilast núna.  Þetta er jú búið að kosta okkur einhverja tíkalla... þá á ég við mjög mjög marga tíkalla

Brosveitan - Pétur Reynisson, 21.2.2007 kl. 08:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband