Leita í fréttum mbl.is

Fjölbreytni og skapandi starf

landsfundurvg.Steingrímur og Katrín Jakobsdóttir voru endurkjörin fomaður og varaformaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Í hópinn bætast þær Sóley Tómasdóttir, bloggfélagi, sem var kjörin nýr ritari flokksins og Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir bæjarfulltrúi í Hafnarfirði sem var kjörin nýr gjaldkeri VG. Þær voru sjálfkjörnar við mikil fagnaðarlæti.

Fullt var út úr dyrum á málþingi  um nýsköpun í atvinnumálum sem haldið var í tengslum við Landsfundinn á Grand Hóteli áðan. Þetta var frábært málþing og frummælendur eru svo sannarlega á sömu línu og Vinstri græn að mörgu leiti. Hér er frétt af vg.is
 
"Málþingið bar yfirskriftina „Ótæmandi möguleikar: Íslenskt atvinnulíf á tímamótum.“ Frummælendur koma úr ýmsum áttum, Eva Sigurbjörnsdóttir, hótelstýra á Hótel Djúpavík í Árneshreppi, fjallaði um úrræðaleysi stjórnvalda í byggðamálum og samgöngumálum. Eva kallaði eftir stuðningi við atvinnurekstur á landsbyggðinni í stað stöðugrar mismununar og lýsti því hvernig mismunandi aðgengi að fjármagni getur hamlað skapandi uppbyggingu atvinnu í dreifðari byggðum landsins. Guðbjörg Glóð Logadóttir, framkvæmdastjóri og eigandi Fylgifiska, lýsti því hvernig hún fann sig knúna til að bregðast við og blása til sóknar fyrir íslenska fiskvinnslu með það að markmiði að halda virðisaukanum af fiskvinnslunni í landinu. Jón Ágúst Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Marorku og formaður stjórnar Samtaka sprotafyrirtækja, byrjaði á að lýsa frumkvöðlum sem “skrítnum skrúfum” sem eiga það sameiginlegt að elta drauma sína í allar mögulegar og ómögulegar áttir. Hann sagði áríðandi að styðja við sprotafyrirtækin og efla fjárfestingu samfélagsins í þeim í því skyni að tryggja rekstur þeirra fyrstu rekstrarárin áður en almennir fjárfestar, með óþolinmóðara fjármagn, koma að þeim. Svanborg R. Jónsdóttir, sérfræðingur í nýsköpunarfræðslu, fjallaði um mikilvægi þess að efla nýsköpunarfræðslu í menntakerfinu og leggja áherslu á að kenna börnum að horfa gagnrýnum og greinandi augum á umhverfi sitt í því skyni að koma auga á tækifæri og lausnir. Allir fundarmenn tóku undir það að sköpunarkrafturinn væri lykilatriði í mótun íslensks atvinnulífs og fjallaði Svafa Grönfeldt um mögulega framtíð Íslands. Hún sagði mikilvægast að efla alþjóðlega og þverfaglega hugsun í skólakerfinu öllu og leggja áherslu á aukna samskiptafærni og sköpunarkraft í atvinnulífinu og samfélaginu öllu.  Hún sagði samfélagsgerðina skipta sköpum um það hvort Íslendingar vildu búa hér á landi eftir fimmtíu ár og tóku fundamenn undir það að framtíðarsamfélagið væri samfélag þátttöku þar sem allir eru hreyfiafl."

Það var mikill samhljómur í málfutningi frummmælenda og þeirra fjölmörgu sem tóku þátt í umræðum. Svandís Svavarsdóttir borgarfulltrúi og Ásbjörn Björgvinsson forstöðumaður Hvalasafnsins á Húsavík og bæjarfulltrúi stóðu sig frábærlega sem fundarstjórar.

mbl.is Steingrímur endurkjörinn formaður og Katrín varaformaður VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Nikulásson

Sóley á aldeilis eftir að sópa atkvæðunum... hmm... eitthvað!

Haukur Nikulásson, 24.2.2007 kl. 22:05

2 Smámynd: Haukur Kristinsson

Sóley er harðasti feministi sem ég veit um, svo hún þurrkar út þessu venjulega fólki sem aðhyllist jafnaðarstefnu, vonandi tekur sjálfstæðisflokkurinn þessa feminista ekki með sér í stjórn næst. held það verði vinstri grænir án þáttöku feminista kellinga

Haukur Kristinsson, 24.2.2007 kl. 22:58

3 Smámynd: Hlynur Hallsson

Sóley er frábær jafnréttissinni og auðvitað femínsti. Við munum saman sópa fylgi að Vinstri grænum. Vonandi verður d-listinn ekki í stjórn næst... og þarnæst. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 25.2.2007 kl. 03:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.