Leita í fréttum mbl.is

Stjórnin fallin, VG og Samfó jafn stór

þingmenn Ný könnun Fréttablaðsins ítrekar enn og aftur að ríkisstjórnin er kolfallin. Að vísu lækkar Samfó aðeins en Framsókn hækkar aftur en samt er núverandi stjórnarandstaða með 34 þingmenn á móti 29. Við erum hársbreidd frá glæsilegri vinstri-velferðar-ríkisstjórn. Stefnum að því saman. Hér er forsíðufréttin öll:

"
Samfylking og VG jafnstór

Um 24 prósent segjast nú myndu kjósa hvern flokk fyrir sig, Samfylkingu og Vinstri græn. Tæp 37 prósent styðja Sjálfstæðisflokkinn. Framsóknarflokkurinn mælist nú tvöfallt stærri en í síðustu könnun og segjast nú tæp níu prósent myndu kjósa flokkinn. Rúm sex prósent segjast myndu kjósa Frjálslynda flokkinn.
 Skoðanakönnun Í annarri skoðanakönnun Fréttablaðsins í röð segjast rúm 23 prósent myndu kjósa Vinstri græn, væri boðað til kosninga nú.

Skoðanakönnun Í annarri skoðanakönnun Fréttablaðsins í röð segjast rúm 23 prósent myndu kjósa Vinstri græn, væri boðað til kosninga nú. Myndi flokkurinn samkvæmt því fá 15 þingmenn kjörna, 10 fleiri en flokkurinn hefur nú. Í síðstu kosningum hlaut flokkurinn 8,8 prósent atkvæða. "Við erum mjög ánægð með þetta og það er magnað að við skulum vera að fá nánast sömu mælingu aftur. Það sýnir að þetta er engin bóla hvað okkur varðar," segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs.

Fylgi Samfylkingar mælist nú 24,0 prósent og myndi flokkurinn jafnframt fá 15 þingmenn kjörna, fjórum færri en flokkurinn hefur nú en 30,9 prósent kjósenda veittu flokknum atkvæði sitt í síðustu kosningum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segist telja að niðurstöðurnar séu innan skekkjumarka, en er sannfærð um að Samfylking sé í sókn og eigi mikið inni hjá þeim sem enn eru óákveðnir. Nú sögðust tæp 34 prósent, af þeim 800 sem hringt var í, enn vera óákveðin.

forsíða.fblTvöfalt fleiri segjast nú myndu kjósa Framsóknarflokkinn en í síðustu könnun blaðsins, eða 8,8 prósent. Samkvæmt því myndu framsóknarþingmennirnir verða fimm, sex færri en sitja nú á þingi fyrir flokkinn en hann hlaut 17,7 prósent atkvæða í síðustu kosningum. Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, segir niðurstöðuna vera í samræmi við tilfinningu sína um að flokkurinn sé í sókn. "Jafnframt er ljóst að meginverkefnin eru fram undan og við erum að sækja í miklu meira fylgi en þarna kemur fram."

Alls 36,8 prósent segjast myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, sem fengi samkvæmt því 24 þingmenn. Flokkurinn hefur nú 23 þingmenn. Þetta er nánast sama fylgi og í síðustu könnun blaðsins en flokkurinn hlaut 33,7 prósent atkvæða í kosningunum 2003. "Ég er mjög sátt við okkar hlut í þessu og það er augljóst að við erum á þessu róli," segir Arnbjörg Sveinsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.

Frjálslyndir missa fylgi frá síðustu könnun blaðsins þegar 7,3 prósent sögðust myndu kjósa Frjálslynda. Nú segjast 6,1 prósent myndi kjósa þá, en flokkurinn hlaut 7,4 prósent atkvæða í síðustu kosningum. Þingmenn flokksins yrðu fjórir samkvæmt því, einum færri en sitja nú á þingi fyrir flokkinn. "Frjálslyndi flokkurinn á eftir að kynna sína framboðslista, þannig að ég reikna með að þetta muni breytast eitthvað þá," segir Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins. "En þetta er ekkert óviðunandi niðurstaða í sjálfu sér."


mbl.is Fylgi VG og Samfylkingar mælist álíka mikið í nýrri könnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Sigurþórsson

Ekki gleyma að 55,3% tóku afstöðu til spurningarinnar, 33,8% sögðust óákveðnir, 5,1% ætluðu að skila auðu eða kjósa ekki og 5,9% neituðu að gefa upp svar sitt.

Júlíus Sigurþórsson, 25.2.2007 kl. 09:55

2 Smámynd: Hlynur Hallsson

Sæll Júlli, ég gleymi því ekki. Þetta er bara könnun og ekki kosningaúrslit. Capacent kannanir eru "bara" með 60% svarhlutfalli. Takk samt fyrir ítrekunina og bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 25.2.2007 kl. 10:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.