Leita í fréttum mbl.is

Friður í Kaupmannahöfn?

hörður.sveinsson

Nokkur hverfi í Kaupmannahöfn hafa verið eins og vígvöllur síðustu daga. Hver ber ábyrgð á því? Var hægt að koma í veg fyrir þessi slagsmál og ofbeldi? Var það rétt ákvörðun að senda sérsveitarmenn inn í Æskulýðshúsið? Margar spurningar sem ennþá fleiri og mismunandi svör er hægt að finna við og ekki allir á sama máli. En nú er vonandi kominn á friður, allavega í bili. Og hvað hefur þetta allt kostað? Eyðileggingin er gífurleg, skemmdir á eignum fólks og fyrirtækja og borgarinnar. 660 handteknir og hundruð slösuð. Það má segja að það sé mildi að enginn hafi látið lífið eða slasast mjög alvarlega. Hörður Sveinsson ljósmyndari á Fréttablaðinu stundar ljósmyndanám í Danmörku tók þessa mynd af vígevellinum. Fullyrðingar um að þetta séu "útlendingar" eru auðvitað bull. Flestir sem tóku þátt í óeirðunum eru danir í marga ættliði. Ungt óánægt fólk. Það er hinsvegar lenska allsstaðar að kenna "utanbæjarmönnum" um, allavega "skipulagninguna". En það er bara grunnurinn að hræðslunni við "hina". Hræðslunni við "útlendingana". Hér eru fréttir af rúv og frbl. og vísi.is


mbl.is Ungdomshuset á Norðurbrú verður jafnað við jörðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Ég hef verið að fylgjast með fréttum af þessum á http://modkraft.dk/ og get ekki annað en fyllst vanþóknun eins og svo oft áður af fréttafluttningi hérlendra miðla af þessu. Það þótti engum fréttnæmt að hópurinn sem átti að aðstoða þá sem voru handteknir í lagalegu tilliti voru handteknir og aðstoðarsíma þar sem hinir handteknu og aðstandendur þeirra gátu hringt til að fá faglega ráðgjöf lokað.

Þá þótti það ekki fréttnæmt að fólk var sett í gæsluvarðhald til margra daga án þess að það væri hægt að sanna að það hafi grýtt einu né neinu, frekar var það að myndir þóttu sína að margir þeirra sem nú dúsa í fangelsi hefðu verið að reyna að koma sér í burtu þegar allt varð brjálað. Þá þykir það ekki fréttnæmt að fullt af fólki sem hefur verið viðloðandi húsið hefur sýnt í orði og á borði að það sækist ekki eftir né hafi áhuga á að taka þátt í ofbeldinu.

Nei reynum að kenna útlendingunum um ólætin: sýnist reyndar að þar væru nú bræður okkar og systur frá Noregi og Svíþjóð en sjálfsagt að tala um þau sem útlendingaæsingaseggi í þessu tilfelli.

Það virðist ekki vera neinn áhugi að flytja fréttir, að flytja fréttir í mínum huga er að sýna heildarmynd en ekki eilífar myndir í tvívídd sem gefa manni enga hugmynd um hvað verður til þess að eitthvað gerist í heiminum.

Ég sé svo oft fréttir sem eru beinlínis rangar þar sem fréttafólk virðist vanta alla gagnrýna hugsun og nennuna til að rannsaka hlutina eitthvað frekar.

Birgitta Jónsdóttir, 4.3.2007 kl. 13:10

2 identicon

vá hvað ég er sammála ykkur... ég bý í horsens í dk, og hef fylgst smá með þessu...og bara til að bæta við, þá hefur þetta verið líka í Århus, Ålborg og kolding, og ef maður nefnir hinar þjóðirnar sem hafa verið með læti fyrir framan nokkur dönsk sendiráð í sambandi við þessa atburði, þá verður maður chockeraður, noregur, svíðþjóð, þýskaland, bretland og spánn.... það er ekki verið að segja mikið frá því, en ef maður gramsar á netinu getur maður fundið það.... svo hafa líka verið minni hlutir að geras í öðrum bæjum danmerkur... svosem í horsens þar sem brennandi hlutum hefur verið kastað í byggingu lögreglunnar í horsens, og slagsmál við lögreglu þegar lögreglan var í eftirliti og keyrði fram hjá "ungdomsskolen" í horsens, en það er það sama og "ungdomshus" bara það býr enginn þar... 

bjarni (IP-tala skráð) 4.3.2007 kl. 22:01

3 identicon

Ég er algjörlega sammála. Sérstaklega það sem Birgitta segir um vinnslu frétta. Maður þorir varla að tjá sig lengur um eitt eða neitt án þess að hafa unnið sína eigin rannsóknarvinnu. Fréttir geta verið svo einhliða og illa unnar að maður á hættu á að gera sig að fífli ef maður styðst við staðreyndir úr þeim. Því miður held ég að það sé akkúrat að gerast í sambandi við þetta mál, fullt af fólki er að tjá sig en veit í rauninni ekkert hvað það er að tala um. Kannski nægir það þeim að heyra það sem þau vilja heyra, ég veit það ekki. 

Sigurður S. Helgason (IP-tala skráð) 4.3.2007 kl. 23:03

4 Smámynd: Brosveitan - Pétur Reynisson

Það virðist vera ákveðin trend í dag á Íslandi að vera með útlendingafóbíu og fólki sama þótt harðduglegt erlent verkafólk sé að bæta fjárhag heimilanna.

Það kemst kannski friður á núna, þegar ljóst þykir að asbest er í húsinu... og því ávalt heilsuspillandi að vera á staðnum hvort eða var... 

Kaldhæðnislegt ef satt reynist. 

Brosveitan - Pétur Reynisson, 5.3.2007 kl. 11:01

5 identicon

Það kemur Cactusi á óvart að þú hafir ekki notað tækifærið og vakið athygli á bindinu þínu.

...eða því að þú viljir ekki verea með bindi.

Bið að heilsa.

Cactus.

Cactus Buffsack (IP-tala skráð) 5.3.2007 kl. 19:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband