Leita í fréttum mbl.is

Hlynur Hallsson opnar í Geimdósinni

8_mars_brot.jpg

HLYNUR HALLSSON
SALT

6. - 7. júní 2014
Opnun föstudaginn 6. júní kl. 21

Geimdósin
Kaupvangsstræti 12 (gengið inn að aftan)
600 Akureyri

Hlynur Hallsson opnar sýninguna SALT í Geimdósinni, Kaupvangsstræti 12 á Akureyri, föstudagskvöldið 6. júní kl. 21. Hlynur setur upp verk út frá ljóði Heklu Bjartar Helgadóttur, ljóðskálds og sýningarstjóra Geimdósarinnar. Sýningin er í röð af sýningum sem haldnar hafa verið í Geimósinni af nokkrum myndlistamönnum sem vinna þar með ljóð Heklu. Hlynur gaf á síðasta ári út bókverkið STAFRÓFIÐ og verkið sem hann gerir nú er unnið út frá þessu stafrófi.

Hlynur hefur verið nokkuð iðinn við að setja upp sýningar og hann tók þátt í samsýningum í firstlines gallery og Halle50 í München á síðasta ári og síðasta einkasýning hans var ALÞÝÐUSÝNING Í ALÞÝÐUHÚSINU í Kompunni í Alþýðuhúsinu á Siglufirði í mars á þessu ári.  

Nánari upplýsingar um Hlyn og verk hans er að finna á heimasíðunni hallsson.de og einnig á bloggsíðunni hlynur.is

Sýningin er einnig opin laugardaginn 7. júní kl. 15-17.

Nánari upplýsingar um Geimdósina er að finna á https://www.facebook.com/geimdosin

 

S a l t


Allt er hafið:
sær
andi
saltið
Þúsundir rauðra landakorta
djöfulriðinna heimsríkja
með sundurskornar slagæðar. 
Í milljónum blóðhúsa
aftökur ferfætlinga
sakleysingja
endanna á milli daglegs brauðs.
Afbökun náttúruvalsins
landseyðingar
barnsserðingar
linnulausrar klámvæðingar.
Allt salt yfir vinstri öxl!
Allt er þetta hafið
hafið fyrir löngu.
Upp úr sænum reis andi
með dýrmætt salt.
Salt sem gat nært
salt sem gat sært 
salt sem fór í sárin
í staðinn fyrir grautinn
Allt salt yfir vinstri öxl!
Því slagur blóðsins
býr í æðunum
en ekki á spjótunum.
 
Allt hef ég hafið
hafið upp á nýtt. 
Eftir höggþungar óöldur
við hjarðlendi heiðingjanna
strandaði hugsjón mín. 
Allt salt yfir vinstri öxl! 
Og megi kveðja mín berast
með brimsleggju, salti
til þeirra sem leita mín
 

Hekla Björt Helgadóttir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband