Leita í fréttum mbl.is

Sól yfir Hafnarfirði - upphafið á sigri umhverfisverndar

landverndTil hamingju Hafnarfjörður! Það munaði um hvert atkvæði í þágu skynseminnar og umhverfisverndar. Stóriðjuflokkarnir hafa beðið sinn fyrsta stóra ósigur og þann 12. maí losnum við við þá úr ríkisstjórn og kjósum nýja stjórn velferðar um umhverfisverndar. Einn flokkur sem á sæti á Alþingi stóð heill að baki þeim hafnfirðingum sem vildu ekki stækkun álvers Alcoa og það er jafnframt sá framsýnasti, nefninlega Vinstrihreyfingin grænt framboð. Áfram svona! Þetta er hægt og nú skulum við bretta upp ermar fyrir bjartari tíma því meirihluti hafnfirðinga hefur markað tímamót.
mbl.is Hafnfirðingar höfnuðu stækkun álversins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til Hamingju Húsavík / Helguvík

Vilji íbúa Hafrnarfjarðar er kýrskýr og ekkert verður af stækkun. Þar sem vitað er að á bæði  Húsavík í Reykjanesbær er gífurlega mikill stuðningur við álver er ljóst að þer munu rísa myndarleg álver innan tíðar.  Vilji íbúa ræður og þá ber að virða þeirra vilja eins og Hafnfirðinga.  Gott mál.

kær kveðja

Sveinn

Sveinn V. Ólafsson (IP-tala skráð) 1.4.2007 kl. 01:25

2 Smámynd: Hlynur Hallsson

Greini ég biturleika í skrifum þínum Sveinn? Gott að þið álbræðslusinnarnir getið glaðst yfir einhverju í þessum óförum ykkar en sjáið til stóriðjustefnunni lýkur þann 12. maí með sigri Vinstri grænna og ný og betri hagstjórn verður tekin upp sem hugsar um fólk og fyrirtæki en ekki auðhringa. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 1.4.2007 kl. 07:47

3 identicon

Það er nú alveg frábært að Hlynur sé að eigna VG eitthvað í þessu að álverið verður ekki stækkað, það er alfarið Samfylkingarinnar sem hafði kjark til þess að leyfa íbúunum að taka ákvörðun og VG komu þar ekkert nærri enda í þvílíkum minnihluta í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.

Því segi ég, takk Samfylkingin, Samfylkingin mun fá atkvæði mitt í næstu kosningum, þetta eru vinnubrögð sem mér líka.

Sigurður Jónsson (IP-tala skráð) 1.4.2007 kl. 09:03

4 identicon

Já einmitt. Er þetta ekki dæmigert fyrir VG að halda að þeir hafi fundið upp grænu stefnuna. Veit ekki betur en t.d. SUS hafi um árabil barist fyrir þessum málstað.

Annars fer mig klæja í puttana hver stefna VG er í efnahagsmálum mínus stóriðjuna.

Hvað ætla VG að gera ef til valda komast í eftirfarandi þáttum:

Verðbólguna, Íbúðalánasjóð, verðtrygginguna, stimpilgjöldin og samráð stærtu fyrirtækja landsins sbr banka, tryggingafélög og olíufélög?

Ég er grjótharður Sjálfstæðismaður en er ekki stoltur af ofangreindum málum eins og staðan er í dag.

Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 1.4.2007 kl. 10:04

5 Smámynd: Hlynur Hallsson

SUS með umhverfisstefnu! Til hamingju með það Svavar!!! Er Illugi ekki líka með á henni, múhaha... Bendi þér á vg.is þar er stefnan og svör við þínum spurningum. Batnandi mönnum er best að lifa, líka susurum :)

Og Sigurður, ég er ekkert að þakka Vg einum, það lögðust allir á eitt, en því miður ekki einn einasti bæjarfulltrúi Samfó! Bestu kveðjur

Hlynur Hallsson, 1.4.2007 kl. 10:14

6 identicon

Þetta voru góð úrslit , en sýnir líka hvað það getur munað um það að fólk skili sér í kjörstað. Munar um hvert atkvæði, gott til áminningar 12. maí.

Baráttukveðjur 

Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 1.4.2007 kl. 10:37

7 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Sigfús Sigurþórsson., 1.4.2007 kl. 13:46

8 identicon

Í þágu skunseminnar segir þú Hlynur. Því miður hefur Vinstrihreyfingin-grænt framboð tekið þátt í því og ýtt undir öfgakennda umræðu um umhverfismál. Hvaða afstöðu hefur þú til nýtingar orku í Þingeyjarsýslum, s.s. á Þeistareykjum og í Bjarnarflagi? Þú hafnar hugmyndum um álver, hvernig vilt þú nýta orkuna því nú segir í stefnu vinstri grænna "Mikil tækifæri felast í skynsamlegri nýtingu orkulinda landsins í þágu vistvænnar þróunar atvinnulífs og í góðri sátt við umhverfið." Hvaða hugmyndir leggur þú til sem styrkja atvinnulífið, eflir byggð og skapar tekjur í þjóðarbúið?
Nú vísar þú í stefnuskrá Vinstri-grænna. Sú stefna sem þar er kynnt er aðeins almenns eðlis og hvergi bent á lausnir í vandamálum samtímans.
Getur þú útskýrt hvað er græn ferðamennska? Hversu mikinn ágang ferðamanna á íslenska náttúru þolir umhvefið? "Sérstaka rækt þarf að leggja við heilsutengda ferðaþjónustu, sem grundvölluð er á hreinu lofti og heilnæmu vatni." Hvernig kyggst Vinstrihreyfining koma þessu í framkvæmd? Hverju viltu breyta í velferðarkerfinu?
Nú talar þú um að ný ríkisstjórn Vinstrihreyfingarinnar yrði velferðarstjórn, hvernig hyggist þið standa kostnað af slíku?

Hjálmar Bogi (IP-tala skráð) 1.4.2007 kl. 14:20

9 Smámynd: Guðmundur Þór Magnússon

Ég vona að jafn sólríkt verði yfir höfðum ykkar þegar allt það góða fólk sem byggir afkomu sína af álverinu fær uppsagnarbréfin eftir áratug eða svo.

Guðmundur Þór Magnússon, 1.4.2007 kl. 14:34

10 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Stórsigur?

Sigurinn var stór en munurinn ekki. Heldur var mjótt á munum. Færri atkvæði en skildu hjá Bush-Gore.

Hélt nú reyndar að andstaðan væri meiri en þetta, miðað við greinarnar í blöðum og andstöðu við virkjanir frá síðasta ári.

Miðað við að and-álistar eru meira "hot" á málefninu en álbræðslusinnar þykir mér benda til að megi athuga hvort raunverulegur meirihluti geti verið álveri í vil. Það breytir auðvitað engu með þessar kosningar.

Allavega miðað við ýkjurnar frá Kárahnjúkaumræðunni þykir mér and-virkjunarsinnar hafa gjaldfellt sig. Viðtalið við Ameríska stíflusérfræðinginn var það sem gerði útslagið hjá mér.

Samt er nú líklegat að ég kjósi VG. Fyrst það eru engir Sósíal-Marxistaflokkar á landinu. So there. ;-)

Ólafur Þórðarson, 1.4.2007 kl. 17:08

11 identicon

Sæll Hlynur
Það vottar ekki fyrir örðu en fögnuðu yfir því að nú rísa álver í Helguvík og á Húsavík þar sem íbúalýðræðið er það sem koma skal. Ef niðurstaða íbua er ásættanleg í einu sveitarfélagi þá hlýtur hún að vera þaðí öðrum líka. Svo ég er sáttur og vil umfram alklt að vilji íbúa ráði ekki vilji aðkomumanna.
Hvernig er annars veðrið þarna á Akureyri - sól og 25 gráðu hiti eins og alla aðra daga?

kær kveðja
Sveinn

Sveinn V. Ólafsson (IP-tala skráð) 1.4.2007 kl. 17:53

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég óska okkur öllum til hamingju!

Takk fyrir pistil.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.4.2007 kl. 22:14

13 Smámynd: Hallgrímur Egilsson

Sæll Hlynur... Þú talar um að stóriðjuflokkarnir hafi tapað og með Vinstri-græna í ríkisstjórn þá komi fram "stjórn velferðar um umhverfisverndar". Mér er spurn, áttu von á að VG fái 32 þingsæti eftir kosningarnar... Ef ekki, hverjir verða þá með ykkur í stjórn? Líklegast verða 3 stórir flokkar á þingi (Samfylking, Sjálfstæði og VG með um 80%) Hinir þrír verða örflokkar og munu berjast um molana í stjórnarmyndunarviðræðum. Tveir stóru flokkanna hafa ekkert á móti stóriðju og ekki heldur tveir af þessum litlu.

Hvaða stóriðjuflokk viltu fá með þér í ríkisstjórn?

Ætlið þið að segja Nei við álveri á Húsavík? Eða á Reykjanesi... og koma stjórnarsamstarfinu í uppnám?

Hallgrímur Egilsson, 2.4.2007 kl. 12:13

14 Smámynd: Hlynur Hallsson

Svarið er einfalt Hallgrímur: Samfó. Þó að þau séu nú ekki fullkomin þá eru þau skást á eftir Vg af þeim sem eiga nú sæti á þingi. Ef Vg og Samfó dugar ekki, þá duga Ómar og félagar vonandi (þau eru jú ekki stóriðjuflokkur!)

Síðasta sort er að hafa Sjálfstæðisflokkinn eða B-deildina (Framsóknarflokkinn) áfram í stjórn. Ekkert álver á Húsavík eða Reykjanesi takk, hvað þá Þorlákshöfn (er ekki nóg að setja upp álvinnslugarð þar?) Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 2.4.2007 kl. 14:04

15 Smámynd: Hlynur Hallsson

Já og Sveinn. Það er skýjað, 7 stiga hiti og logn á Akureyri núna. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 2.4.2007 kl. 14:06

16 identicon

Ég vinn í álverinu í Straumsvík og kaus VG síðast en ég er búinn að taka þá ákvörðun að þið fáið mitt atkvæði ekki aftur. Mér blöskraði mjög framkoma margra ,,umhverfissinna" sem töluðu niður til okkar sem vinnum þarna og voru mjög ómálefnalegir í ræðu sem riti. Nú er ég orðinn pólitískur flóttamaður sem veit ekkert hvert hann á að flýja.
Bestu kveðjur,
Gunnar.

Gunnar (IP-tala skráð) 3.4.2007 kl. 01:40

17 Smámynd: Hlynur Hallsson

Sæll Gunnar. ég skil vel að þér finnist á þig hallað. En ég veit ekki um neinn umhverfissinna sem talaði niður til starfsfólks Alcan. Nema ef til vill þeirra sem bulluðu eins og gert var á síðu "Rauða ljónsins". Þar var reynt að persónugera þessa baráttu eins og umhverfissinar hefðu eitthvað á móti starfsfólkinu en svo er ekki. Kosningin snérist um framtíðasrsýn með risaálveri eða óbreyttu álveri. Alcan verður áfram í Hafnarfirði. Bestu kveðjur og gangi þér vel,

Hlynur Hallsson, 3.4.2007 kl. 07:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.