Leita í fréttum mbl.is

Af hverju gefur Alcan ekki upp kostnaðinn?

logo top_logo_alcoa

Þá er það komið fram að Sól í Straumi setti 3,5 millur í heildarkostnað við kosningabaráttuna. Nú væri fróðlegt að fá samanburðartölur frá Alcan. En, nei þar á bæ verða ekki gefna upp neinar tölur. Af hverju ekki? Spyr sá sem ekki veit (tilvitnun í bloggara sem er hættur.) Það væri nú einnig gaman að fá að vita hvað Alcoa hefur sett í auglýsingar til fá fólk til starfa! Sá kostnaður nemur sennilega nokkrum hundruðum milljóna en hvert starf í álbræðslu er nú hvort sem er svo dýrt að það skiptir Alcoa ekki öllu máli. Ég hætti að telja þegar ég var kominn uppí 50 heilsíðuauglýsingar til að fá 7 rafvirkja til starfa hjá Alcoa. Já, dýr verður Hafliði ALLUR.


mbl.is Kostnaður Sólar í Straumi um 3,5 milljón króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: erlahlyns.blogspot.com

Ég man ekki eftir annarri eins auglýsingaherferð til þess eins að fá fólk til að vinna hjá sér. 

erlahlyns.blogspot.com, 3.4.2007 kl. 14:13

2 identicon

 

Jú, það væri kannski fróðlegt en hví ætti fyrirtækið að gefa það upp, hvað græðir það á því?  Einnig væri fróðlegt að vita hvað öfgasamtökin Framtíðarlandið hafa eytt miklu og hverjir standa á bakvið það - skollaleikur í lýðræðislegri umræðu er frekar ógeðfeldur.   

Sigurður J. (IP-tala skráð) 3.4.2007 kl. 14:23

3 Smámynd: Hlynur Hallsson

Auðvitað á Framtíðarlandið einnig að upplýsa hvaða upphæðir fóru í auglýsingar og kynningarefni. Framtíðarlandið eru hins vegar ekki nein öfgasamtök. Öfgakennd er hinsvegar stóriðjustefna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem brátt sér sem betur fer fyrir endann á. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 3.4.2007 kl. 14:40

4 Smámynd: Örvar Þór Kristjánsson

Auðvitað eyddu Alcan peningum í þetta.  Þeir voru að berjast fyrir tilverurétti sínum.  Vildu fá að stækka fyrirtæki sem hefur ekkert annað en gott gert fyrir íslenskt efnahagslíf.  Virða ber niðurstöðu en getur þú sagt mér Hlynur hvort þú viljir sjá Álverið loka í nánustu framtíð? 

Örvar Þór Kristjánsson, 3.4.2007 kl. 15:46

5 Smámynd: Hlynur Hallsson

Nei, Örvar ég vil ekki að álverið loki. Það var ekki verið að kjósa um það. Ég vona að starfsmennirnir haldi störfum sínum eins lengi og þeir vilja. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 3.4.2007 kl. 16:06

6 identicon

Fyrirgefðu Hlynur, en það er mín skoðun að samtök eins og Framtíðarlandið sem stillir hlutum upp samkvæmt tvíundarkerfi, séu öfgafull.   Vinnubrögð þeirra eru líka keimlík öðrum slíkum samtökum, eins og t.d. Greenpeace, þó svo að þau hafi ekki ennþá orðið uppvís af ofbeldi eftir því sem ég best veit.   Ég skil hins vegar vel að þetta sé ekki þín skoðun, enda vill engin líta á sig sem öfgamann, jafnvel þó að hann sé það skv. almennri skoðun  - það kalla allavega fáir sig "extreme" hitt eða þetta þó almannaskoðun segi að svo sé.

Sigurður J. (IP-tala skráð) 3.4.2007 kl. 18:54

7 identicon

Sæll Hlynur

Sól í Straumi er aðeins einn lítill angi á stærri skepnu.
Að horfa framhjá Vg sem m.a. auglýstu grimmt á kjördag. Forustu Samfylkingar, Framtíðarlandinu, leikritinu um Draumalandið, Kompás þæættinum "hlutlausa" um álverið, fjölmiðlum yfirhöfuð sem létu óátalið að starfsfólk þeirra og viðmælendur rangtúlkuðu, snéru útúr og hreinlega sögðu ósatt svo vikum saman, án þess að Alcan ætti minnstu möguleika á að koma leiðréttingum á framfæri, er svolítið skondið.
Verða þessir þættir í aðdraganda íbúakosningar í Hafnarfirði verðlagður?


Alcan lagði uppúr því að koma réttum upplýsingum á framfæri, enda hafði komið fram í skoðanakönnun að 70% íbúa óskuðu eftir meiri upplýsingum. Enginn hefur getað sýnt fram á annað. Gífuryrði um hræðsluáróður, mengun og lítinn fjárhagslegan ávinning buldu á Hafnfirðingum. Allt saman tómt bull. Hafnfirðingar kusu yfir sig dýrasta Hafnarfjarðarbrandara sögunnar og margir fagna.


Alcan skuldar hvorki þér eða nokkrum öðrum upplýsingar um kostnað. Alcan átti allan tímann við ofurefli að etja og kostnaðurinn aðeins brot af því sem hægt væri að verðleggja skítmoksturinn sem var í gangi gegn Fyrirtækinu. Pétur Óskarsson stóð sig vel við að sannfæra Hafnfirðinga og aðra landsmenn að hann væri Rauðhetta litla og Alcan stóri vondi úlfurinn.


Auðvitað munt þú og aðrir sem beittu sér gegn stækkun í Straumsvík keppast um að segja að þið hafið ekkert verið að meina það sem þið tókuð virkan þátt í að gera. Þú getur verið rólegur því það eru fyrst og fremst Hafnfirðingar sem munu blæða. Þú berð enga ábyrgð.


Kveðja Tryggvi L. Skjaldarson

Tryggvi L. Skjaldarson (IP-tala skráð) 3.4.2007 kl. 20:31

8 Smámynd: Hlynur Hallsson

Kæri Sigurður J., "öfgar" eru skilgreiningaratriði. Fyrir mér getur þú verið öfgamaður þó að einhverjum öðrum finnist svo ekki vera og svo framveigis. Ein leiðrétting samt: Greenpeace beita aldrei ofbeldi. En þú skilgreinir ef til vill ofbeldi á annan hátt? Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 3.4.2007 kl. 20:37

9 identicon

Mér ofbýður málflutningur þinn Hlynur og er þér til vansa. Því ætti Alcan að upplýsa hve miklum fjármunum var eytt í að upplýsa Hafnfirðinga um stöðu mála. Hafnfirðingar vildu upplýsingar um stöðu mála og fengu þær hjá Alcan. Sól í straumi varði fjármunum í áróður gegn álverinu og því er ekki hægt að bera þetta saman.
Það er rétt sem fram hefur komið að mun fleiri aðilar en Sól í straumi vörðu fjármunum í áróður gegn þessari umræddu deiliskipulagstillögu. Framtíðarlandið hefur verið nefnt og vil ég lýsa andúð minni á þeim samtökum sem stillir íslensku þjóðinni upp að vegg og spyr ertu græn eða grá. Þetta er ekki spurning um að finnst þetta vera öfgar þetta eru öfgar og um leið ábyrgðarleysi algjört og lýðskrum. Ef þú mála svarta mynd er hún svört, það fer enginn að þræta fyrir það að hún sé hvít
Hefur þú spurt sjálfan þig hvað bankarnir auglýsa til að næla sér í viðskiptavini, hvað bílaumboð verja miklum fjármunum í kostnað vegna auglýsinga? Það gera allir og meðal annars þú. Myndirnar selja sig ekki sjálfar, hefur þú reiknað hvað auglýsingakostnaður sé á hverja selda mynd? Hveru miklum fjármunum verja lítil sveitarfélög í auglýsingakostnað til að fá menntað fólk til vinnu?
Ertu að segja það hér að þú vilt ekki að álverið í Straumsvík loki? Þú og þinn flokkur berst hatramlega að loka öllum slíkum verksmiðjum, s.s. Grundartanga. En enginn hefur sagt hvað á að koma í staðinn nema það eru nefndar hugmyndir t.d. um ferðamennsku.

Hjálmar Bogi (IP-tala skráð) 3.4.2007 kl. 21:23

10 Smámynd: Hlynur Hallsson

Já og Tryggvi, við berum öll ábyrgð. Líka á umhverfinu. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 3.4.2007 kl. 21:43

11 identicon

Að sjálfsögðu eru öfgar skilgreiningaratriði og eins og ég sagði áður þá myndir þú sjálfsagt aldrei viðurkenna að þú sért öfgamaður þó svo að flestir líti á ykkur í Vg þannig, t.d. hvað umhverfismál varðar og STOPP stefnu í atvinnuuppbyggingu landsmanna, sem nýtir grænu orkuna okkar.   

Ekki alveg rétt hjá þér með Greenpeace, þó svo að það standi í stofnskrá þeirra að þeir beiti ekki ofbeldi, þá hafa félagsmenn samtakana oft orðið uppvísir af slíku, t.d. nýleg dæmi í USA, þar sem þeir hafa framið skemmdarverk á uppskeru genabreyttra jurta og á jeppum á bílasölum.  

ES: Hér linkur á ágætt blogg um Greenpeace: http://mccrappy.com/?p=812

Sigurður J. (IP-tala skráð) 4.4.2007 kl. 03:29

12 Smámynd: Hlynur Hallsson

Sæll enn og aftur Sigurður. Við höfum ekki sömu skoðanir eða viðhorf og það verður bara að hafa það. Þó að þú vitnir í einhvern "McCrappy" bloggara þínu máli til "stuðnings" þá er það nú bara annað viðhorf og enginn sannleikur. Öllu þínu tali um "flestir" og svo framveigis vísa ég heim til föðurhúsanna. Enn ein leiðréttig samt: Vinstri græn vilja ekki stopp stefnu í atvinnuuppbyggingu heldur stöðva frekari stóriðjuframkvæmdir. Á þessu tvennu er stór munur sem jafnvel þú hlýtur að átta þig á. Nema þú viljir bara ekki átta þig á hlutunum. Svo hef ég meira en nóg að gera og ef þú vilt verða einhver pennavinur minn þá skal ég skoða málið en get ekki lofað að leiðrétta allt sem rennur uppúr þér.) Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 4.4.2007 kl. 07:34

13 identicon

Sæll  Hlynur

Sól í Efstleiti var margra tuga milljóna virði fyrir Sól í Straumi, m.a. hafði RÚV fannst þeim ekkert fréttnæm skrif talsmanna Sólar í Straumi um að það væri algjör óþarfi fyrir eldri borgara að kjósa um stækkun þeirra væri ekki framtíðin.

Ingi A. (IP-tala skráð) 4.4.2007 kl. 10:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.