Leita í fréttum mbl.is

Stóriðjuflokkarnir halda meirihluta með minnihluta kjósenda

gallup070405 Þær eru ansi misvísandi kannanirnar sem birtast nú daglega. Könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Stöð 2 í gær sýnir t.d. Framsóknarflokkinn í Norðausturkjördæmi með aðeins 12,3% en í könnun Capacent Gallup fyrir Moggann og RÚV í dag er Framsóknarflokknum reiknuð 19% í Norðaustri. Þarna munar miklu. Hversu mikið mark er á þessum könnunum takandi? Eru sveiflurnar svona miklar eða svara fólk bara út í hött? Merkilegast við könnun Capacent er að ríkisstjórnarflokkarnir halda eins manns meirihluta á Þingi ef úrslit kosninganna yrðu þessi og það þrátt fyrir að hafa aðeins minnihluta kjósenda á bak við sig.

könnun.naVinstri græn meiga vel við una að vera enn að mælast næst stærsti flokkurinn og að þrefalda þingmannafjölda sinn. Framsókn er föst undir 10% og Frjálslyndir og Íslandshreyfing eru rétt við 5% mörkin og aldraðir undir 1%. Samfó ennþá með 19% og Sjálfstæðisflokkurinn alltof stór. Það er verk að vinna fram að kosningum því við viljum mynda velferðarstjórn án stóriðju- og verðbólgu-, vaxtaokursflokkanna sem kenna sig við "framsókn og sjálfstæði"


mbl.is Sjálfstæðisflokkur með rúm 40% og VG með 21%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Hlynur.

Ég skil ekki svona málflutning hjá þér. Þú virðist ekki skilja að fram farastjórn sem er við stjórn hefur skilað okkar þjóð glæsilegum árangri í velferð fólks sem verður seint gleymt.

Enn ykkar hræðslu áróður líkar fólki ekki það verður þú að skilja enda er ykkar málflutningur ekki nægur fyrir mig til að geta treyst því sem þið eruð að túlka. fólkið er virkilega kvíðafullt yfir ykkar flokki varandi framkomu ykkar í garð Alcan koma síðan og betla peninga frá þeim til að geta rekið flokkinn ykkar þetta er ekki málefnalegt.

Koma síðan og kalla þessa flokka sem eru að skapa fólkinu tekjur til að geta framfleytt sér Stóriðjuflokk þessi rök þín eru ekki næg fyrir mig.

þú ert í mesta öfgaflokk sem er starfrækur er á Íslandi í dag og þitt fólk. Kjósendur sem eru að styðja ykkur vita ekki hvað mun gerast eftir kosningar. Þá mun atvinnuleysi og samdráttur bíða okkar. Til að tyggja að þið komist ekki að verða kjósendur að kjósa Sjálfstæðisflokkinn það er ekki spurningin.Þá mun hagsælt og framfarir halda áfram.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 5.4.2007 kl. 16:51

2 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Jóhann Páll gætir þú flutt rök fyrir því að kalla VG öfgaflokk?

Þá á ég við málefnaleg rök sem eru byggð á einhverju öðru en hræðsluáróðri.

Birgitta Jónsdóttir, 5.4.2007 kl. 17:03

3 Smámynd: Karl Tómasson

Því miður virðast öll rök gegn Vinstri grænum alltaf þurfa að fara í þennan hræðsluáróðursstíl. Það segir meira en mörg orð um VG.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 5.4.2007 kl. 19:34

4 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Mig langar að svara Birgittu Jónsdóttur sem er að biðja mig um málefnalegum rökum fyrir því að ég kalli Vinstri græna öfgaflokk.

1. Afturhald sinnar ofstoppa sinnar sem sést víða hvert sem þeir fara og framkvæma.

Það er sama hvað gott er gert í þessu þjóðfélagi þá eru þið alltaf á móti svona er þetta því miður.

Fyrir utan skal ég benda þér á sérstaklega á Guðríði Lilju Grétarsdóttir sem þú mættir skoða mjög vel því líkt bull sem þar kemur fram nær ekki nokkru tali.

Þessi kona sem er að bjóða sig fram til Alþingis er með blogg svara ekki neinu sem lagt er til hennar er ekki málefnalegt að hennar hálfu fyrir utan það sem hún segir sem ég hreinlega skil ekki.

Þessi flokkur er ekki marktækur fyrir mig er nú í dauðarteigjunum og spurning hvernær hann leggst af.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 6.4.2007 kl. 00:21

5 Smámynd: Hlynur Hallsson

Þetta geðvonskusvar Jóhanns Páls er dæmigert fyrir "rök" andstæðinga Vinstri grænna. Gamla lífseiga lumman sem ættuð er frá spunameisturum Framsóknarflokksins: "þið eru alltaf á móti öllu!". Vinstri græn eru upp til hópa bjartsýnt og víðsýnt fólk sem vill raunverulegar framfarir á öllum sviðum. Guðfríður Lilja er gott dæmi um þau sem hafa komið til liðs við okkur á síðustu mánuðum og árum. Ungt fólk með jákvæða lífssýn og hugsjónir og tilbúið að leggja sig fram við að skapa betra þjóðfélag. Það að segja að Vinstri græn séu í "dauðateigjunum" er bara fyndið og dæmir sig sjálft. Við erum að mælast með 20-26% í öllum könnunum og það er þreföldun á fylgi! Það er því eitthvað við bjálkann í auganu á Jóhanni Páli sem er að athuga eða bara geðvonskuna. En ég tek því ekki illa og er vanur svona nöldri og læt það ekki hafa áhrif á mig. Bestu kveðjur öll,

Hlynur Hallsson, 6.4.2007 kl. 12:27

6 Smámynd: Örvar Þór Kristjánsson

Veit um marga sem ætla að kjósa Sjálfstæðismenn í vor einungis af hræðslu við að VG komist til valda.  Þetta eru ekki harðir hægri menn, síður en svo.  Bara fólk sem hefur blöskrað öfgarnar og tvískinnunginn hjá VG.  T.d að biðja Alcan um aur, það er með ólíkindum.  Stopp stefnan.  Boð og bönn.  Fólk hræðist þetta og ekki síst þegar kannanir sýna VG með allt að 27% fylgi. 

Hlynur þér finnst Sjálfstæðisflokkurinn allt of stór.  Mér finnst VG vera að mælast allt of stórir, 10% væri eðlilegt.  Sjáum hvað setur í vor en gæti fólk í alvöru hugsað sér Ögmund sem fjármálaráðherra?  Steingrím forsætisráðherra?  Kjósið frekar Ómar segi ég

Örvar Þór Kristjánsson, 6.4.2007 kl. 15:50

7 Smámynd: Hlynur Hallsson

Bíddu nú við Örvar. 58% vilja stóriðjustopp og meira að segja stór hluti þeirra sem segjast ætla að kjósa íhaldið. Ég mæli með því að fólk kjósi frekar Ómar en Sjálfstæðisflokkinn :) Vinstri græn eru hófsemdarfólk án öfga. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 6.4.2007 kl. 16:18

8 Smámynd: Hlynur Hallsson

Hversu margir kjósa íhaldið af "hræðslu"? Er það gott upplegg fyrir flokk að láta kjósa sig af hræðslu við t.d. Vinstri græn? Hræðsluáróðurinn hefur samt lengi dugað íhaldinu vel sbr. kommagrýluna osfrv. Það var reynt að halda uppi hræsluáróðri fyrir stækkun álvers Alcan en hann virkaði sem betur fer ekki alveg. Fólk veit betur og kýs velferðarstjórn í vor gg þassvegna X-V. Bestu kveðjur aftur,

Hlynur Hallsson, 6.4.2007 kl. 16:23

9 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Hlynur ég virði það við þig þú svarar.

Enn að ég sé að nöldra og er með geðvonsku í garð Vinstri Græna það er ekki rétt hjá þér þetta er öfgaflokkur við það stend ég svo það sé á hreinu.

Þú talar um hræðslu áróður og velferðastjórn það verður ekki gert með stefnu Vinstri Græna því miður.

Jóhann Páll Símonarson

Jóhann Páll Símonarson, 6.4.2007 kl. 17:16

10 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Mætti biðja um að færa umræðurnar upp á hærra plan?

mosi

alias

Guðjón Sigþór Jensson, 13.4.2007 kl. 14:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband