Leita í fréttum mbl.is

Krossfestur súkkulaði Jesú

cosimo.cavallaroMyndlistin getur greinilega ýtt við fólki enn í dag og gjarnan eru það fréttir af vettvangi myndlistar í Bandaríkjunum þar sem einhverjar sýningar eru bannaðar sem komast í fréttirnar. Þannig var það með verk myndlistarmannsins Cosimo Cavallaro af súkkulaði líkneski af hangandi manni sem auðvitað er tilvísun í hann Jesú hangandi á krossinum. Í frétt á mbl.is segir: "Í New York varð sýningarhús að hætta við að sýna styttu af Jesús úr súkkulaði, sem ber nafnið My Sweet Lord. Er þar leikur að orðum, þar sem titillinn getur bæði útlagst sem „Minn ljúfi herra“ eða „Minn sæti herra“. Höfundur verksins, Cosimo Cavallaro, sagði laugardaginn síðastliðinn að honum hefðu borist hótanir vegna verksins. Á hinn bóginn hefðu þúsundir tölvupósta borist honum frá fólki sem vildi veita honum stuðning með einum eða öðrum hætti."

Og svo er það myndlistarneminn David Cordero sem heldur betur hefur slegið í gegn með verkinu "Blessing". Þetta er víst stytta úr pappamassa af bandaríska öldungadeildarþingmanninum og forsetaframbjóðandanum Barak Obama, í kufli með bláan geislabaug. Obama er sallarólegur yfir verkinu en talskona Obama, Jen Psaki, segist halda að listamaðurinn hafi ekki ætlað að móðga neinn með verkinu. Obama sé ekki hrifinn af þeirri list yfirleitt sem feli í sér móðgun í garð trúarbragða. Þar höfum við það á föstudaginn langa.


mbl.is Umdeild pappastytta af Barak Obama í kufli með geislabaug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Valdimar Ólafsson

Oft sterkt að segja bannað sbr. skrif að ofan ".... myndlistar í Bandaríkjunum þar sem einhverjar sýningar eru bannaðar sem komast í fréttirnar."

Fréttatilkynningin hljóðar svona:

"NEW YORK: A Manhattan art gallery cancelled its Easter-season exhibit of a life-size chocolate sculpture of a naked Jesus after an outcry by Roman Catholics."

Nýlega stóðu íslenskir "kaþólikkar" allra flokka fyrir bannfæringu vegna hóps útlendinga er vildu heimsækja landið.

Þetta er ekki til eftirbreytni og ég er hissa á Bandaríkjamönnum að herma svona eftir okkur íslendingum en hvorugt var bannað en nógu slæmt.

kær kveðja

Sveinn

Sveinn Valdimar Ólafsson, 6.4.2007 kl. 23:13

2 Smámynd: Tryggvi H.

Die skulptur vor der skulptur

skemmtilegt thegar list hefur sma "bite", sja a heimasidu Callavaro; www.cosimocavallaro.com, hann fekk hotelherbergi lanad undir ost-sculpture/installation, braeddi ymsar tegundir osts i orbylgjuofni og þakkti hotelherbergid,

-

medvitadur um afskiptasemi; thu verdur ad slokkva a thessari "GattinTv" her til hlidar, skuggalega surt "autoplay"

-

Tryggvi H., 7.4.2007 kl. 10:26

3 Smámynd: Hlynur Hallsson

Takk fyrir ábendinguna Sveinn, ég tók full djúpt í árinni að segja "...bannað sýningar". Sama gildir um klámráðstefnuna, það var engum bannað að koma til landsins. Og Tryggvi, ég tók þig á orðinu og felldi Gáttina út, en ef fólk vill kíkja á sjónvarpið hans Péturs þá er hægt að klikka á tengilinn í vinstri dálkinum. (Þetta fór aldrei sjálfkrafa í gang í minni tölvu en skil vel að það sé full mikið fyrir þá sem ekki vilja horfa á Gátttina að hún spilist sjálfkrafa af stað í tölvunni þeirra.) Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 7.4.2007 kl. 14:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.