Leita í fréttum mbl.is

Til hamingju með baráttudag verkafólks 1. maí

lilja og kata

Þetta verður góður dagur með þéttri dagskrá. Hér fyrir norðan er Stefna, félag vinstri manna með morgunfund á Mongó með flottri dagskrá og svo er kröfuganga klukkan 13:30 frá Alþýðuhúsinu (Glitnishúsinu!) að Sjallanum þar sem Ögmundur Jónasson verður aðal ræðumaður, kaffi hjá VG í Göngugötunni og svo tónleikar á Græna hattinum hjá UVG klukkan 20 um kvöldið. Ég hlakka til. Tek Unu Móeiði með mér á fundinn hjá Stefnu og kannski kemur Lóa Aaðalheiður með í kröfugönguna en Huga vantar tvö ár uppá að komast með á tónleikana um kvöldið. Það er frítt inn.

Í Þýskalandi er þetta mikill hátíðisdagur sem byrjar reyndar kvöldið áður þar sem fólk dansar inn í maí. Kúrdarnir voru duglegastir í kröfugöngunni í hverfinu þar sem við bjuggum og voru ekkert að skafa utan af því og svo hittust allir í miðborginni þar sem tugþúsundir komu saman og krefjast bættra kjara fyrir þá lægst launuðu. Það gerum við einnig hér og ný ríkisstjórn hefur það markmið að koma fólki úr fátæktargildrunni. Þessi ríkisstjórn neitar að viðurkenna að það sé til fátækt fólk í landinu. Verkafólk: Gleðilegan baráttudag 1. maí.


mbl.is Krafan 1. maí að fátækt verði útrýmt á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

Baráttukveðjur í tilefni dagsins.

Sædís Ósk Harðardóttir, 1.5.2007 kl. 09:47

2 Smámynd: Adda bloggar

samála þér.kv í tilefni dagsins

Adda bloggar, 1.5.2007 kl. 10:08

3 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Baráttukveðjur frá suðvesturhorninu og takk fyrir öll kommentin á bloggið mitt. Við skulum: verðum: getum fellt þessa ríkisstjórn sem hefur svo margt á samviskunni þegar kemur að ójöfnuði í þessu landi.

Birgitta Jónsdóttir, 1.5.2007 kl. 10:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband