Leita í fréttum mbl.is

Þrumuræða Ögmundar á Akureyri

ögmundurÖgmundur Jónasson flutti þrumuræðu í dag í troðfullum Sjallanum á Akureyri. "Þetta er einhver sú besta ræða sem flutt hefur verið" sagði einn félagi minn þegar við gengum út í sólina eftir þennan frábæra fund. Mætingin í 1. maí gönguna á Akureyri hefur ekki verið svona góð í mörg ár og það var kominn tími til. Niðurlagið í ræðu Ögmundar var: "Ég á að gæta bróður miíns og ég á að gæta systur minnar. Það eru skilaboðin 1. maí. Þann dag minnir verkalýðshreyfingin á mátt samkenndar og samstöðu.
Og þegar við segjum að það eigi að verja trúnaðarmann stéttarfélags vestur á Snæfellsnesi sem sagt var upp störfum - þá gerum við það ekki bara fyrir viðkomandi einstakling – konu sem var rekin vegna skoðana sinna - heldur gerðum við það fyrir alla trúnaðarmenn og alla hina sem ekki eru túnaðarmenn og njóta góðs af starfi þeirra sem standa í baráttu fyrir réttlæti og mannréttindum.
Og þegar við verjum erlendu verkamennina við Kárahnjúka þá gerum við það fyrir alla verkamenn – svo allir menn geti gengið uppréttir og hnarreistir.
Allir menn.
Nær og fjær.
Á þetta viljum við minna á baráttudegi verkalýðsins, hinn fyrsta maí.
Sterk verkalýðshreyfing er frjáls verkalýðshreyfing.
Og frjáls verkalýðshreyfing eru frjálsir menn.
Til hamingju með daginn."

mbl.is Almannahagsmunir ráði för
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Hallsson

Nei, nú er tækifæri til að breyta. Við getum kosið um réttlæti og hafnað ójöfnuði þann 12. maí, með því að kjósa Vinstri græn. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 1.5.2007 kl. 16:50

2 Smámynd: Herbert Guðmundsson

Ég spyr nú bara: Er eitthvað eftir af Ögmundi eftir þessa þrumu? Sástu hann á eftir?

Herbert Guðmundsson, 1.5.2007 kl. 17:46

3 identicon

Sæll Hlynur , ég kýs að vísu hinn vinstri flokkinn, en er að vona að menn beri gæfu til þess að vinna saman eftir kosningar , því nóg er að gera við að taka til.

S + V

kv. 

Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 1.5.2007 kl. 17:51

4 Smámynd: halkatla

ummmm Ögmundur er æði

halkatla, 1.5.2007 kl. 18:17

5 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Ögmundur er magnaður ræðumaður. 

Kristín M. Jóhannsdóttir, 1.5.2007 kl. 22:04

6 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Gallin við Ögmund er, að hann þekkir ekki þær leiðir sem færar eru til hagsbóta fyrir launþega.

Hann langar en kann ekki.

Svo mu um afar marga ,,vindtri menn" .  Hann festist of illa í aukaatriðunum en sleppir aðalatriðunum.

Eina færa leiðin er leið gamla Sjálfstæðisflokksins.

Hún er þjóðholl og affarasæl ÖLUM landsmönnum

Íslandi allt!!

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 2.5.2007 kl. 10:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband