Leita í fréttum mbl.is

Minning um Lilju Guðmundsdóttur

Lilja_lo

Þann 1. maí 2006 lést Lilja Guðmundsdóttir aðeins 21 árs gömul eftir baráttu við krabbamein. Tónleikarnir sem Ung vinstri græn héldu á Græna hattinum voru til minningar um þessa frábæru baráttukonu og vin. Svavar Knútur sló í gegn og stuðbandið Bloodgroup frá Egilsstöðum og Færeyjum var frábær og meiriháttar skemmtileg. Takk fyrir tónleikana. Hér er grein sem ég skrifaði til minningar um Liju Guðmundsdóttur fyrir ári. 

Í dag kveðjum við unga baráttukonu, Lilju Guðmundsdóttur. Það eru ekki margar manneskjur sem hafa við fyrstu kynni eins mikil áhrif á mann og Lilja gerði. Og eftir því sem maður kynntist henni meira kom enn betur í ljós þvílkur sólargeisli hún var. Lífsgleði hennar og dugnaður er okkur öllum góð fyrirmynd. Það er erfitt að sætta sig við þá staðreynd að þegar ég hjóla niður í Hafnarstræti þá skuli hún ekki koma inn um dyrnar brosandi með kaffi í hendinni með tillögur um hvernig við getum gert hlutina betri.
Ég kynntist Lilju síðastliðið haust þegar Ung vinstri græn voru formlega stofnuð á Akureyri. Auðvitað hafði ég tekið eftir þessari ungu og glæsilegu konu í bænum því allsstaðar sem Lilja kom geislaði af henni. Lilja var komin í stjórn UVG um leið og farin að hafa jákvæð áhrif. Hún tók þátt í forvali fyrir bæjarstjíornarkosningarnar og sóttist eftir sjötta sætinu á lista vinstri grænna og hlaut auðvitað glæsilega kosningu í það sæti. Hún, ásamt félögum sínum skipulögðu tónleika, prentuðu boli, komu að stefnumótunarvinnu og mætti manna best á alla fundi. Þegar framjóðendarástefna VG var haldin í Reykjavík kom Lilja auðvitað með enda vildi hún taka þátt í baráttunni af krafti og afla sér eins mikilla upplýsinga og hægt var og auðvitað hitta félaga sína. Þannig var Lilja, góður félagi, einlæg og bjartsýn og full af baráttuvilja og krafti. Enda vissi hún hvað það var að þurfa að berjast við krabbamein og það þarf kraft og orku til. Þegar ég spurði hana hvort hún vildi ekki skrifa grein sem gæti birst í Vikudegi eða Morgunblaðinu og svo á Netinu, í Morgunpóstinum, tók hún vel í það og nokkrum dögum seinna var greinin tilbúin. Hún hafði lagt mikla vinnu í hana, farið og aflað sér upplýsinga, talað við konurnar hjá Krabbamenisfélaginu á Akureyri og komist að því að sífellt var verið að skera niður framlög til félagsins þrátt fyrir að hægt væri að sýna fram á að fjármagnið nýttist vel þeim sem á þurftu að halda.
Á föstudegi var Lilja hrókur alls fagnaðar í grilli ungra vinstri grænna fyrir utan kosningamiðstöðina okkar. Um kvöldið hittumst við öll heima hjá Stínu til að klára drög að stefnuskránni og Lilja kom með marga góða og mikilvæga punkta um menningarmál og stuðning við öryrkja. Á laugardagsmorgni var hún mætt á fund til ræða jafnrétti og femínisma og hafði þar margt gott til málanna að leggja og hlustaði á umræðurnar af áhuga. Hún hlakkaði til að að taka þátt í 1. maí og fagna Óla og Svandísi sem ætluðu að gifta sig hjá sýslumanni á þessum baráttudegi verkafólks. Um morguninn var fundur hjá Stefnu, félagi vinstri manna, og þar ætlaði Lilja auðvitað að vera. En á fundinn bárust okkur þær fréttir að hún hefði látist um nóttina. Það var verið að syngja maístörnuna og Lilja var maístjarnan okkar sem skín.
Kæra Lilja þin er sárt saknað en það er gott að vita af því að þú verður með okkur áfram í baráttunni. Fjölskyldu Lilju, vinum og öllum aðstandendum votta ég samúð mína við fráfall bjartsýnnar baráttukonu af lífi og sál.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blessuð sé minning Lilju Guðmundsdóttur, Hlynur minn.

Með beztu kveðjum / Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.5.2007 kl. 18:22

2 Smámynd: Steinarr Bjarni Guðmundsson

Lilja er stelpa sem gleymist seint. Það voru forréttindi að fá að kenna henni. Blessuð sé minning hennar.

Steinarr Bjarni Guðmundsson, 2.5.2007 kl. 22:05

3 identicon

Takk fyrir að deila greininni þinni. Lilju man ég eftir sem lítilli stelpu á Árskógssandi, þegar ég bjó tímabundið þar. Hún var hluti af stelpnahópnum á staðnum, sem eldri dóttir mín lék sér með, fjörugur og skemmtilegur hópur. Það mátti strax þá glöggt sjá lífskraftinn og glaðværðina sem einkenndi hana. Það er margt hægt að læra af fólki eins og Lilju. Minningin lifir.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 2.5.2007 kl. 22:42

4 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Blessuð sé minning hennar.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 2.5.2007 kl. 23:11

5 Smámynd: Ólafur fannberg

Blessuð sé minning hennar

Ólafur fannberg, 3.5.2007 kl. 12:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.