3.5.2007 | 12:15
Hugmyndir fyrir Sjónlistaverðlaunin
Það var ansi gaman í Ketilhúsinu í gær það sem tilkynnt var um tilnefningar til Sjónlistaverðlaunanna 2007. Það hefði gjarna mátt vera fleiri viðstaddir en það voru ekki allir sem vissu af því að til stæði að tilkynna þetta með formlegum hætti og opnu húsi í gær.
Ljómandi veitingar, óáfengur mysudrykkur frá Friðriki V og smáréttir úr héraði í hádeginu. Ráðherranir voru ekki á staðnum eins og í fyrra enda sennilega mikilvægari fundir á dagskránni hjá þeim en þeirra í stað mættu sponsorarnir.
Þetta eru fínar tilnefningar bæði fyrir hönnun og myndlist eða eins og segir á mbl.is:
Í umsögn dómnefndar um myndlistarmennina segir m.a. að Birgir Andrésson sé tilnefndur "fyrir einstakt framlag til könnunar á íslenskri menningu og sambandi sjónrænnar skynjunar og merkingu texta. List Birgis er allt í senn, hnitmiðuð, einföld og margslungin, eins og glöggt kemur fram í verkunum Blackout og Build sem voru unnin sérstaklega fyrir afar vandaða yfirlitssýningu Listasafns Íslands á verkum hans á síðasta ári. Black-out er málað í gulum litatónum á kolsvartan grunn. Verkið er eitt af textaverkum Birgis, þar sem hann málar setningar með prentletri á einlitan grunn. Black out er augljóst og beinskeytt og kallar strax fram í huga áhorfandans ákveðna tengingu við íslenska drykkjusiði, þótt merkingin taki á sig flóknari mynd við nánari skoðun. Annað nýtt verk á sýningunni er öllu margræðara við fyrstu sýn, en það er verkið Build, sem samanstendur af sundurskornum pappakössum. Hér liggur alls ekki í augum uppi að verið sé að fjalla um texta, en verkið á sér rætur í persónulegri reynslu Birgis og samskiptum hans við blinda í æsku."
Hrafnkell Sigurðsson fyrir ljósmyndaröðina Áhöfn sem sýnd var fyrst á sýnungunni Eiland í Gróttu og olíuverkin Afhafnasvæði sem sýnd voru í Gallerí Suðsuðvestur.
Úr umsögn dómnefndar
Ljósmyndaröðina Áhöfn og olíuverkin Afhafnasvæði sem varpa nýju ljósi á íslenska sjómenn og karlmennsku. Í ljósmyndaröðinni Áhöfn sem birtist fyrst á sýningunni Eiland í Gróttu síðastliðið sumar dregur Hrafnkell fram nýja og ferska sýn á skærlita íslenska sjómannastakka og þar með íslenska karlmennsku. Litsterkar og glansandi ljósmyndirnar eru nánast of fallegar og grípandi í grófleika sínum en fá aðra vídd þegar þær eru skoðaðar í samhengi við Afhafnasvæði. Síðara verkið samanstendur af kolsvörtu óræðu mynstri á pappír unnið með hjálp áhafnarinnar úr olíu úr tunnum sem voru hluti af sýningu á verkunum í Gallerí Suðsuðvestur síðastliðið haust. Saman mynda þessi tvö verk sterkar andstæður sem styrkja hvor aðra."
Og Hekla Dögg Jónsdóttir fyrir Fossinn, röð verka í skammdegissýnunginni Ljósaskipti og Fire, Fire, Fire. "Fyrir fersk, fínleg og blæbrigðarík verk unnin úr litlum efnum sem er ætlað að lýsa upp umhverfið og skerpa skilningarvitin. Fossinn, röð verka á skammdegissýningunni Ljósaskipti og Fire, Fire, Fire eru dæmi um slík verk. Fossinn er unninn fyrir samnefnda sýningu á Kjavalsstöðum fyrr á þessu ári. Hann er gerður úr fínlegum plaststöngum með útfjólubláum ljósleiðurum sem tengdir eru við víra og snúrur í sambandi við tölvuviftur sem skapa hljóðmynd fossins. Verkið er svo brothætt á að horfa að það virðist geta hrunið niður á hverri stundu og leiðir hugann að þeirri hættu sem hinir náttúrulegu fossar landsins eru í. Samt er það ekki síður birtan, útfjólubláa ljósið sem dregur að sér athygli. Birtingarmyndir birtu og ljóss í skammdeginu hafa verið Heklu hugleiknar undanfarið, ýmist í tengingu við vatn og flæði, eins og á sýningunum Foss og Ljósaskipti í Kling og Bang, eða í tengslum við eld og fljúgandi skrautelda í verkinu Fire, Fire, Fire, sem hún sýndi nýverið í Los Angeles, eftir að hafa sýnt það fyrst á Íslandi. Endurtekningin í titli verksins kallast á við flugeldaskotgleði Íslendinga um áramótin en sjálft verkið virkar eins og raunverulegir flugeldar, þar sem marglit ljósin kvikna og slökkna fyrir áhrif frá upptöku af hljóðum af raunverulegum flugeldum. "
Þetta eru flottir fulltrúar og ég er búinn fyrir mitt leiti að útnefna Bigga Andrésar verðlaunahafa að Heklu og Kela algerlega ólöstuðum.
Fyrir hönnun eru þrjú fyrirtæki tilnefnd; Nikita (Heiða Birgisdóttir) fyrir snjóbrettafatnað, Studio Granda (Margrét Harðardóttir og Steve Christer) fyrir viðbyggingu við Vogaskóla í Reykjavík og íbúðarhús á Hofi á Höfðaströnd og Össur fyrir gervifótinn Proprio Foot.
Á heimasíðu Akureyarbæjar er nánar sagt frá Sjónlistaverðlaununum
Annars er ég með frábæra hugmynd til að hafa aðeins meira fútt í þessum verðlaunum (og til að það séu meiri líkur á að maður verði einhverntíma tilnefndur!) Það er að hafa þetta eins og á Eddunni og Grímunni, tónlistarverðlaununum og öllum þessum verðlaunum. Það eru gerðar ca. þrjár kvikmyndir á ári hérlendis en samt eru veitt verðlaun í helling af flokkum svo allir fái eitthvað og sumir margar Eddur! Í myndlistinni væri hægt að veita fleiri verðlaun eins og:
Fyrir bestu sýninguna á Íslandi
Fyrir bestu sýninguna erlendis
Fyrir bestu einkasýninguna
Fyrir bestu þátttökuna í samsýningu
Fyrir skemmtilegustu sýninguna
Fyrir bestu sýningarskrána
Fyrir besta gjörninginn
Fyrir besta málverkið
Fyrir besta hljóðverkið
Fyrir besta skúlptúrinn
Fyrir besta grafíkverkið
og svo mætti lengi telja og auðvitað einnig:
Fyrir bestu sýningarstjórnina
Fyrir besta safnstjórann
Fyrir bestu fjölmiðlaumfjöllunina
og svo framvegis og framvegis... Ég sé að þetta getur orðið heil verðlaunanótt með lengri sjónvarpsútsendingu en Óskarinn fyrir westan. Er ekki bara að stökkva á þetta?
Sex tilnefningar til Sjónlistaverðlaunanna 2007 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkar: Dægurmál, Kvikmyndir, Matur og drykkur, Sjónvarp, Stjórnmál og samfélag, Tónlist, Vefurinn | Breytt 5.5.2007 kl. 08:47 | Facebook
Tenglar
Myndlist
MYNDLIST
- heimasíðan mín
- galerie kuckei+kuckei
- myndlistarfélagið
- veggverk
- nýlistasafnið
- listasafnið á akureyri
- listasafn reykjavikur
- listasafn íslands
- safn
- umm
- icelandic art center
- sím
- listaháskólinn
- myndlistaskólinn á ak
Umhverfisvernd
- náttúruverndarsamtökin
- framtíðarlandið
- landvernd
- náttúran.is
- sól á suðurnesjum
- saving iceland
- greenpeace
Íslenskir fjölmiðlar
- akureyri.net
- vikudagur
- N4
- landpósturinn
- austurglugginn
- skarpur
- bæjarins besta
- gúttó
- kaffið.is
- mbl.is
- visir.is
- dv.is
- ríkisútvarpið
- bændablaðið
- fréttatiminn
- jonas.is
Erlendir fjölmiðlar
- berliner zeitung
- spiegel
- süddeutsche zeitung
- die zeit
- die tageszeitung
- the new york times
- aftenposten
- svenska dagbladet
- politiken
- information
- guardian
- bbc
Skoðaðu þetta
Heimasíðurnar mínar
Vinstri græn
Vinstri græn
- davíð stefánsson
- stefán pálsson
- kristín halldórsdóttir
- sóley tómasdóttir
- kristín tómasdóttir
- steinunn þóra árnad.
- jóhann björnsson
- álfheiður ingadóttir
- paul f. nikolov
- mireya samper
- g. lilja grétarsdóttir
- gestur svavarsson
- auður lilja erlingsdóttir
- andrea ólafsdóttir
- björn valur gíslason
- katrín jakobsdóttir
- bjarkey gunnarsdóttir
- silja bára ómarsdóttir
- gerast félagi í vg
- árni þór sigurðsson
- svandís svavarsdóttir
- kolbrún halldórsdóttir
- ögmundur jónasson
- vg.is
- uvg
Nýjustu færslur
- osloBIENNALEN First Edition 20192024
- ALLTSAMAN DAS GANZE ALL OF IT
- THE FOUNTAIN MÉMOIRE
- HRINA / BOUT í Listasafni Reykjavíkur / Reykjavík Art Museum
- BLATT BLAÐ númer 62 er komið út
- STINGUR Í AUGUN í Verksmiðjunni á Hjalteyri
- Þetta er það - Das ist es - This is it
- Gullkistan: 20 ára
- 100 Kápur á Frakkastíg
- MENN / MEN í Hafnarborg 28. mars - 10. maí 2015
- COLLABORATION_7 Munich - Mostar - Belgrade
- Hlynur Hallsson opnar í Geimdósinni
- ALÞÝÐUSÝNING Í ALÞÝÐUHÚSINU Á SIGLUFIRÐI OPNAR 8. MARS 2014
- Fresh Winds in Garður
- BLATT BLAÐ #61 er komið út
Síður
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Greinar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Eldri færslur
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir
- Agnar Freyr Helgason
- Agný
- Aldís Gunnarsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Jónsson
- Andrés Rúnar Ingason
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Anna Lilja
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Anna Pála Sverrisdóttir
- Anna Þorbjörg Jónasdóttir
- Ari Matthíasson
- Arinbjörn Kúld
- arnar valgeirsson
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Atli Fannar Bjarkason
- Auðun Gíslason
- Árni Árnason
- Árni "Gamli" Einarsson
- Árni Gunnarsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ása Richardsdóttir
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Ásta Möller
- Ásta Rut Björnsdóttir og Snorri Kristjánsson
- Ásta Svavarsdóttir
- Baldur Gautur Baldursson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Bandalag atvinnuleikhópa - SL
- Barði Bárðarson
- Berglind Steinsdóttir
- Bergur Sigurðsson
- Bergur Thorberg
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Bergþóra Jónsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Björgvin R. Leifsson
- Björn Ingi Hrafnsson
- Bleika Eldingin
- BookIceland
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Brynjar Davíðsson
- Dagbjört Hákonardóttir
- Davíð
- Dofri Hermannsson
- DÓNAS
- Edda Agnarsdóttir
- Egill Bjarnason
- Egill Helgason
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Ólafsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Elfar Logi Hannesson
- Elín Sigurðardóttir
- Ellý Ármannsdóttir
- E.R Gunnlaugs
- erlahlyns.blogspot.com
- ESB og almannahagur
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Eyþór Ingi Jónsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Forvitna blaðakonan
- FreedomFries
- Friðrik Dagur Arnarson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Fríða Eyland
- Gammur drils
- Gaukur Úlfarsson
- Geiri glaði
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gísli Aðalsteinsson
- Gísli Tryggvason
- Goggi
- gudni.is
- Guðbergur Egill Eyjólfsson
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðfinnur Sveinsson
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Helmut Kerchner
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Auðunsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Örn Jónsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Guðrún Olga Clausen
- Guðrún Una Jónsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gunnar Björnsson
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Gunnhildur Hauksdóttir
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- halkatla
- Halla Gunnarsdóttir
- Halldór Baldursson
- Halldór Kristinn Haraldsson
- Halldór Sigurðsson
- Hannibal Garcia Lorca
- Haraldur Bjarnason
- Haraldur Davíðsson
- Haukur Már Helgason
- Haukur Nikulásson
- Haukur Vilhjálmsson
- Heidi Strand
- Heiða
- Helgi Guðmundsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Már Barðason
- Helgi Seljan
- Helgi Vilberg
- Hildur Sif Kristborgardóttir
- Hilmar Björgvinsson
- Hilmar Dúi Björgvinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hinrik Þór Svavarsson
- Hjalti Már Björnsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlekkur
- Hlédís
- Hlynur Sigurðsson
- Hlynur Snæbjörnsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Hrafn Jökulsson
- Hreiðar Eiríksson
- hreinsamviska
- Hrólfur Guðmundsson
- Ibba Sig.
- Indriði Haukur Þorláksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Ingimar Björn Davíðsson
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- íd
- Ísleifur Egill Hjaltason
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jens Guð
- Johann Trast Palmason
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jóhann Björnsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Jónas Viðar
- Jón Bjarnason
- Jón Hafsteinn Ragnarsson
- Jón Hrói Finnsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jón Þór Ólafsson
- Jórunn Sigurbergsdóttir
- Júlíus Garðar Júlíusson
- Júlíus Sigurþórsson
- Karl Tómasson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Ketilás
- Killer Joe
- Kjartan Jónsson
- Kolbrún Kolbeinsdóttir
- Kolgrima
- kona
- Konráð Ragnarsson
- Kristbergur O Pétursson
- Kristín Ástgeirsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Kristján B. Jónasson
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Kristján Pétursson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Krummi
- Landvernd
- Laufey Ólafsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Linda Rós Jóhannsdóttir
- Listasumar á Akureyri
- LKS - hvunndagshetja
- Logi Már Einarsson
- Magnús Bergsson
- Magnús Geir Guðmundsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Margrét Lóa Jónsdóttir
- Marinó Már Marinósson
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morten Lange
- Myndlistarfélagið
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur fannberg
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Paul Nikolov
- Páll Helgi Hannesson
- Páll Ingi Kvaran
- Páll Thayer
- Pálmi Freyr Óskarsson
- Pálmi Guðmundsson
- Pálmi Gunnarsson
- Pétur Björgvin
- Pétur Þorleifsson
- Pollurinn
- Ragnar Bjarnason
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Ransu
- Rauður vettvangur
- Róbert Björnsson
- Rúnar Haukur Ingimarsson
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sara Dögg
- SeeingRed
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigmar Guðmundsson
- Sigrún Dóra
- Sigtryggur Magnason
- Sigurður Á. Friðþjófsson
- Sigurður G. Tómasson
- Sigurður Hólm Gunnarsson
- Sigurður Hrellir
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigurjón M. Egilsson
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sól á Suðurnesjum
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Sólveig Klara Káradóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Jón Hafstein
- Stefán Stefánsson
- Stefán Þórsson
- Steinarr Bjarni Guðmundsson
- Steindór Grétar Jónsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Stjórnmál
- Svansson
- Svanur Jóhannesson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- SVB
- Sveinn Arnarsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Sveinn Ólafsson
- Sverrir Páll Erlendsson
- Sverrir Þorleifsson
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sævar Már Sævarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Sölvi Breiðfjörð
- Thelma Ásdísardóttir
- Theódór Norðkvist
- Tinna Eik Rakelardóttir
- Tíðarandinn.is
- Torfusamtökin
- Toshiki Toma
- TómasHa
- Trúnó
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Tryggvi H.
- Ugla Egilsdóttir
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Úrsúla Jünemann
- Valgeir Bjarnason
- Valgeir Skagfjörð
- Valgerður Halldórsdóttir
- Varðhundar frelsisins
- Varmársamtökin
- Vefritid
- Vér Morðingjar
- Vésteinn Valgarðsson
- Viðar Eggertsson
- Vika símenntunar
- Vilberg Helgason
- Vinir Tíbets
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þórbergur Torfason
- Þórdís tinna
- Þór Gíslason
- Þór Jóhannesson
- Þórólfur S. Finnsson
- Þór Saari
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Öll lífsins gæði?
Athugasemdir
Góðar hugmyndir sem þú setur fram um verðlaun og viðurkenningar. Það tókst vel til með sjónlistaverðlaunin í fyrra og vonandi verður svo í framtíðinni. Því miður missti ég af kynningunni í Ketilhúsin í gær, hafði ekki hugmynd um að til stæði að kynna tilnefningar til sjónlistaverðlauna. Það ætti ekki að kosta aðstandendur sjónlistaverðlaunanna mikið að kynna betur svona viðburði, þó ekki væri nema setja inn tilkynningu á vef Akureyrarbæjar eða senda tölvupóst á áhugafólk í bænum ekki bara fá útvalda :)
Helgi Vilberg, 3.5.2007 kl. 13:32
Frábærar hugmyndir!
Ragga (IP-tala skráð) 3.5.2007 kl. 14:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.