Leita í fréttum mbl.is

Hugmyndir fyrir Sjónlistaverðlaunin

Sjonlist2007_2mai

Það var ansi gaman í Ketilhúsinu í gær það sem tilkynnt var um tilnefningar til Sjónlistaverðlaunanna 2007. Það hefði gjarna mátt vera fleiri viðstaddir en það voru ekki allir sem vissu af því að til stæði að tilkynna þetta með formlegum hætti og opnu húsi í gær.

Ljómandi veitingar, óáfengur mysudrykkur frá Friðriki V og smáréttir úr héraði í hádeginu. Ráðherranir voru ekki á staðnum eins og í fyrra enda sennilega mikilvægari fundir á dagskránni hjá þeim en þeirra í stað mættu sponsorarnir.

Þetta eru fínar tilnefningar bæði fyrir hönnun og myndlist eða eins og segir á mbl.is:

 biggiÍ umsögn dómnefndar um myndlistarmennina segir m.a. að Birgir Andrésson sé tilnefndur "fyrir einstakt framlag til könnunar á íslenskri menningu og sambandi sjónrænnar skynjunar og merkingu texta. List Birgis er allt í senn, hnitmiðuð, einföld og margslungin, eins og glöggt kemur fram í verkunum Black–out og Build sem voru unnin sérstaklega fyrir afar vandaða yfirlitssýningu Listasafns Íslands á verkum hans á síðasta ári. Black-out er málað í gulum litatónum á kolsvartan grunn. Verkið er eitt af textaverkum Birgis, þar sem hann málar setningar með prentletri á einlitan grunn. Black – out er augljóst og beinskeytt og kallar strax fram í huga áhorfandans ákveðna tengingu við íslenska drykkjusiði, þótt merkingin taki á sig flóknari mynd við nánari skoðun. Annað nýtt verk á sýningunni er öllu margræðara við fyrstu sýn, en það er verkið Build, sem samanstendur af sundurskornum pappakössum. Hér liggur alls ekki í augum uppi að verið sé að fjalla um texta, en verkið á sér rætur í persónulegri reynslu Birgis og samskiptum hans við blinda í æsku."

 keliHrafnkell Sigurðsson fyrir ljósmyndaröðina Áhöfn sem sýnd var fyrst á sýnungunni Eiland í Gróttu og olíuverkin Afhafnasvæði sem sýnd voru í Gallerí Suðsuðvestur.
Úr umsögn dómnefndar
Ljósmyndaröðina Áhöfn og olíuverkin Afhafnasvæði sem varpa nýju ljósi á íslenska sjómenn og karlmennsku. Í ljósmyndaröðinni Áhöfn sem birtist fyrst á sýningunni Eiland í Gróttu síðastliðið sumar dregur Hrafnkell fram nýja og ferska sýn á skærlita íslenska sjómannastakka og þar með íslenska karlmennsku. Litsterkar og glansandi ljósmyndirnar eru nánast „of fallegar“ og grípandi í grófleika sínum en fá aðra vídd þegar þær eru skoðaðar í samhengi við Afhafnasvæði. Síðara verkið samanstendur af kolsvörtu óræðu mynstri á pappír unnið með hjálp áhafnarinnar úr olíu úr tunnum sem voru hluti af sýningu á verkunum í Gallerí Suðsuðvestur síðastliðið haust. Saman mynda þessi tvö verk sterkar andstæður sem styrkja hvor aðra."

 heklaOg Hekla Dögg Jónsdóttir fyrir Fossinn, röð verka í skammdegissýnunginni Ljósaskipti og Fire, Fire, Fire. "Fyrir fersk, fínleg og blæbrigðarík verk unnin úr „litlum efnum“ sem er ætlað að lýsa upp umhverfið og skerpa skilningarvitin. Fossinn, röð verka á skammdegissýningunni Ljósaskipti og Fire, Fire, Fire eru dæmi um slík verk. Fossinn er unninn fyrir samnefnda sýningu á Kjavalsstöðum fyrr á þessu ári. Hann er gerður úr fínlegum  plaststöngum með útfjólubláum ljósleiðurum sem tengdir eru við víra og snúrur í sambandi við tölvuviftur sem skapa hljóðmynd fossins. Verkið er svo brothætt á að horfa að það virðist geta hrunið niður á hverri stundu og leiðir hugann að þeirri hættu sem hinir náttúrulegu  fossar landsins eru í. Samt er það ekki síður birtan, útfjólubláa ljósið sem dregur að sér athygli. Birtingarmyndir birtu og ljóss í skammdeginu hafa verið Heklu hugleiknar undanfarið, ýmist í tengingu við vatn og flæði, eins og á sýningunum Foss og Ljósaskipti í Kling og Bang, eða í tengslum við eld og fljúgandi skrautelda í verkinu Fire, Fire, Fire, sem hún sýndi nýverið í Los Angeles, eftir að hafa sýnt það fyrst á Íslandi. Endurtekningin í titli verksins kallast á við flugeldaskotgleði Íslendinga um áramótin en sjálft verkið virkar eins og raunverulegir flugeldar, þar sem marglit ljósin kvikna og slökkna fyrir áhrif frá upptöku af hljóðum af raunverulegum flugeldum. " 

Þetta eru flottir fulltrúar og ég er búinn fyrir mitt leiti að útnefna Bigga Andrésar verðlaunahafa að Heklu og Kela algerlega ólöstuðum.

Fyrir hönnun eru þrjú fyrirtæki tilnefnd; Nikita (Heiða Birgisdóttir) fyrir snjóbrettafatnað, Studio Granda (Margrét Harðardóttir og Steve Christer) fyrir viðbyggingu við Vogaskóla í Reykjavík og íbúðarhús á Hofi á Höfðaströnd og Össur fyrir gervifótinn Proprio Foot. 

Á heimasíðu Akureyarbæjar er nánar sagt frá Sjónlistaverðlaununum  

Annars  er ég með frábæra hugmynd til að hafa aðeins meira fútt í þessum verðlaunum (og til að það séu meiri líkur á að maður verði einhverntíma tilnefndur!)  Það er að hafa þetta eins og á Eddunni og Grímunni, tónlistarverðlaununum og öllum þessum verðlaunum. Það eru gerðar ca. þrjár kvikmyndir á ári hérlendis en samt eru veitt verðlaun í helling af flokkum svo allir fái eitthvað og sumir margar Eddur! Í myndlistinni væri hægt að veita fleiri verðlaun eins og:

Fyrir bestu sýninguna á Íslandi

Fyrir bestu sýninguna erlendis

Fyrir bestu einkasýninguna

Fyrir bestu þátttökuna í samsýningu

Fyrir skemmtilegustu sýninguna

Fyrir bestu sýningarskrána

Fyrir besta gjörninginn

Fyrir besta málverkið

Fyrir besta hljóðverkið

Fyrir besta skúlptúrinn

Fyrir besta grafíkverkið

og svo mætti lengi telja og auðvitað einnig:

Fyrir bestu sýningarstjórnina

Fyrir besta safnstjórann

Fyrir bestu fjölmiðlaumfjöllunina

og svo framvegis og framvegis... Ég sé að þetta getur orðið heil verðlaunanótt með lengri sjónvarpsútsendingu en Óskarinn fyrir westan. Er ekki bara að stökkva á þetta?


mbl.is Sex tilnefningar til Sjónlistaverðlaunanna 2007
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Vilberg

Góðar hugmyndir sem þú setur fram um verðlaun og viðurkenningar. Það tókst vel til með sjónlistaverðlaunin í fyrra og vonandi verður svo í framtíðinni. Því miður missti ég af kynningunni í Ketilhúsin í gær, hafði ekki hugmynd um að til stæði að kynna tilnefningar til sjónlistaverðlauna. Það ætti ekki að kosta aðstandendur sjónlistaverðlaunanna mikið að kynna betur svona viðburði, þó ekki væri nema setja inn tilkynningu á vef Akureyrarbæjar eða senda tölvupóst á áhugafólk í bænum ekki bara fá útvalda :)

Helgi Vilberg, 3.5.2007 kl. 13:32

2 identicon

Frábærar hugmyndir!

Ragga (IP-tala skráð) 3.5.2007 kl. 14:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband