Leita í fréttum mbl.is

Vatnasafn - Library of Water

vatnasafnÞað er stórksotlegt að það sé búið að opna Vatnasafn Roni Horn í Stykkishólmi. Heimasíðan er einnig frábær svo þó að maður komist ekki komist ekki strax vestur er hægt að dvelja lengi við síðurnar og allar myndirnar á síðunni www.libraryofwater.is

Roni Horn er einhver sá listamaður sem unnið hefur á einlægastan og áhugaverðastan hátt með íslenska náttúru. Hún kenndi okkur í MHÍ 1993 og svo þegar ég var að kenna við Listaháskólann kom hún og hreyfði við nemendum því hún var miður sín yfir því hvernig íslensk stjórnvöld væru að fara með landið við Kárahnjúka. Af hverju geta stjórnmálamenn ekki hlustað  oftar á listamenn í staðinn fyrir að æða áfram hugsunarlaust?

Það er glæsilegt hve fagmannlega er unnið að öllu í sambandi við Vatnasafnið af Artangel og vonandi getum við hér á Íslandi lært mikið af þessu samstarfi.


mbl.is Vatnasafnið opnað í Stykkishólmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Þarf að sjá þetta næst þegar ég kem í Hólminn. Maðurinn minn er þaðan.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 4.5.2007 kl. 12:39

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þetta verður tekið út í sumar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.5.2007 kl. 13:33

3 identicon

„Af hverju geta stjórnmálamenn ekki hlustað oftar á listamenn í staðinn fyrir að æða áfram hugsunarlaust?“

Eins og talað út úr mínu hjarta. Ég spyr hins sama reglulega í blogginu mínu enda eru þau mörg skiptin sem þessi spurning leitar á hugann

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 4.5.2007 kl. 17:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband