Leita í fréttum mbl.is

Góður dagur til að kjósa Vinstri græn

graentflurlogo

Í dag höfum við tækifæri til að gera upp við ríkisstjórn ójöfnuðar og ólaga og snúa við blaðinu með því að kjósa Vinstrihreyfinguna grænt framboð. Flokkinn sem hefur staðið í lappirnar í umhverfismálum, jafnréttismálum, velferðarmálum og utanríkismálum.  Hér eru nokkrar góðar ástæður fyrir því að skipta um ríkisstjórn og gera daginn að V degi:

Lýðræði!

-Tryggjum að tiltekinn hluti þjóðarinnar geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um umdeild mál.

- Eflum grasrótarsamtök og tryggjum aðkomu almennings og frjálsra félagasamtaka að lýðræðislegri ákvarðanatöku.

Samfélag fyrir alla!

- Burt með komugjöld og sjúklingaskatta.

- Tryggjum almenningi lægra orkuverð og nýtum hlut ríkisins í Landsvirkjun í þágu skynsamlegrar orkunýtingar. Afturköllum lög um einkaeign á vatni og tryggjum að aðgangur að vatni verði áfram hluti af grunnréttindum okkar, líkt og andrúmsloftið.

Græn framtíð!

- Stöðvum frekari stóriðjuframkvæmdir og ákveðum hvaða svæði við ætlum að vernda til framtíðar.

- Stofnum loftslagsráð sem vinnur markvisst gegn losun gróðurhúsalofttegunda, m.a. með vistvænum samgöngum og fræðslu um umhverfismál.

Kvenfrelsi!

- Afnemum launaleynd strax og eflum Jafnréttisstofu.

- Vinnum að því að tryggja a.m.k. 40% hlut kvenna á þingi og í sveitarstjórnum, t.d. með því að hvetja til að fléttulistum verði beitt.



Ég ætla að mæta snemma á kjörstað (er að leggja af stað) og kjósa X - V


mbl.is Búið að opna kjörstaði um allt land
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

....það er með ólíkindum hvað gulir blýantar eru áhirfamiklir á þessum degi.

Benedikt Halldórsson, 12.5.2007 kl. 17:21

2 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Hynur: Gaman að hitta þig í Akureyrarakademíunni í dag

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 12.5.2007 kl. 19:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.