Leita í fréttum mbl.is

Besti kosturinn í stöðunni

ny-vgstjorn

Það eru blendnar tilfinningar sem maður ber í brjósti eftir þessar kosningar. Vissulega er maður glaður yfir því að Vinstri græn eru ótvíræðir sigurvegarar og bæta við sig 4 þingmönnum. Ég hefði samt viljað að Lilja hefði einnig komst á þing og orðið 10 þingmaður VG. Það að ríkisstjórnin slefist til að halda meirihluta þingmanna með langt undir helmingi atkvæða er náttúrulega skandall.  En það verður bara að bíta í þetta súra epli enda eru súr epli holl fyrir mann.

Það er vissulega besti kosturinn í stöðunni að Vinstri græn myndi minnihlutastjórn með Samfylkingunni og með stuðningi Framsóknar. Ég er afar bjartsýnn að eðlisfari en verð samt að segja að mér finnst frekar ósennilegt að Framsókn sé í stuði til að gera þetta góðverk fyrir þjóðfélagið. Ég vona samt að Framsókn gangi ekki á baka orða sinna og hangi áfram í stjórn með íhaldinu. Valgerður, Jón og Guðni lýstu öll yfir fyrir kosningar að það kæmi ekki til greina yrðu úrslitin eins og þau svo urðu: Afhroð Framsóknarflokksins. 

Vinstri græn koma tvíefld út úr þessum kosningum og það er gott veganesti inn í framtíðina.


mbl.is Hafa áhuga á myndun minnihlutastjórnar í skjóli Framsóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snæþór Sigurbjörn Halldórsson

Bíðum við, er stjórnarandstaðan með meirihluta atkvæða á bak við sig? S + V + F eru samkvæmt mínum útreikningum með 48,5%. Er það meirihluti atkvæða.  Ég reyndar notaði bara microsoft calculator, hann er þá væntanlega hliðhollur núverandi ríkisstjórn.

Snæþór Sigurbjörn Halldórsson, 14.5.2007 kl. 13:21

2 Smámynd: Guðmundur Björn

Hlynur!

Er það besti kosturinn í stöðunni fyrir ykkur umhverfisfasistanna eða fyrir þjóðina?

Guðmundur Björn, 14.5.2007 kl. 13:24

3 Smámynd: Villi Asgeirsson

Snæþór, ekki gleyma xI. Þau tilheyra ekki stjórninni. Það að ósanngjörn kosningalög hafi útilokað Ómar og félaga þýðir ekki að atkvæðin sem "féllu dauð" tilheyri ríkisstjórninni.

Hvað svo sem verður, er það alveg ljóst að núverandi ríkisstjórn á ekki rétt á sér.

Villi Asgeirsson, 14.5.2007 kl. 13:39

4 Smámynd: Snæþór Sigurbjörn Halldórsson

Ég veit ekki til þess að Íslandshreyfingin hafi til þessa tilheyrt hvorki andstöðunni né stjórninni.

Snæþór Sigurbjörn Halldórsson, 14.5.2007 kl. 14:04

5 Smámynd: Ólafur Örn Nielsen

Villi, 

núverandi stjórn hélt velli. Hún fékk meirihluta þingsæta. Hvað áttu við með að hún eigi ekki rétt á sér?

Ólafur Örn Nielsen, 14.5.2007 kl. 15:41

6 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Til hamingju með glæsilega útkomu VG, var sérstaklega ánægður með að sjá Atla Gíslasson fara inn, maður hefði samt viljað sjá útkomuna aðeins betri og stjórnar risaeðluna falla með látum...kemur næst

Georg P Sveinbjörnsson, 14.5.2007 kl. 18:44

7 Smámynd: Hinrik Már Ásgeirsson

Þó vinstri grænir hafi bætt við sig fylgi þá eru þeir ekki sigurvegarar kosninganna... come on... sjálfstæðiflokkar er með flest atkvæði og hlýtur að teljast sigurvegari og samfylking í öðru sæti...

Nema Hlynur mæli þetta allt í aukningu milli kosninga... Ef íslandshreyfingin hefði fengið einn mann þá hefðu þeir þar með bætt við sig 100% og verið sannkallaðir sigurvegarar kosninganna...

Hinrik Már Ásgeirsson, 18.5.2007 kl. 13:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband