Leita í fréttum mbl.is

Útskriftarsýning nemenda Myndlistaskólans á Akureyri opnar í dag, laugardag klukkan 14

mynd_list

Þrítugasta og þriðja starfsári Myndlistaskólans á Akureyri lýkur með veglegri sýningu á verkum nemenda í húsnæði skólans að Kaupvangsstræti 16. Sýnd verða verk nemenda fornámsdeildar, listhönnunar- og fagurlistadeildar. Þar gefur að líta sýnishorn af því helsta sem nemendur hafa verið að fást við í myndlist og hönnun á þessu skólaári.

Eftirtaldir nemendur útskrifast úr sérnámsdeildum skólans: Aðalbjörg Kristjánsdóttir, Ása Ólafsdóttir, Charlotta Þorgils, Sigurlín Margrét Grétarsdóttir, Steinn Kristjánsson, Steinunn Ásta Eiríksdóttir, Sveinbjörg Ásgeirsdóttir, Berglind Gunnarsdóttir, Hjalti Jónsson, María Hafsteinsdóttir og Petra Sæunn Heimisdóttir.

Einnig verða sýnd verk eftir nemendur sem voru á barna- og unglinganámskeiðum á vorönn. Allir eru hjartanlega velkomnir í Myndlistaskólann á Akureyri um helgina. Sýningin verður opin kl. 14 til 18 laugardaginn 19. maí og sunnudaginn 20. maí.

Hér er svo glæsileg heimasíða skólans. Þar má meðal annars fá allar upplýsingar um skólann, umsóknarblöð og sjá útskriftarverk Eyrúnar Eyjólfsdóttur frá því í fyrra sem var svo tilnefnt til Eddu verðlaunanna 2007.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Hefði verið gaman að sjá þetta.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 21.5.2007 kl. 21:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.