Leita í fréttum mbl.is

HRINA / BOUT í Listasafni Reykjavíkur / Reykjavík Art Museum

hrina.png

HRINA – leikur, gjörningur, skráning og frásögn
Hrina er viðamikið sýningarverkefni þar sem tekinn verður til sýninga stór hluti þeirra kviku myndverka sem til eru í safneign Listasafns Reykjavíkur. Titill sýningarinnar vísar til þess að verkin verða sýnd í fjórum hrinum og stendur hver þeirra yfir í um það bil einn mánuð. Hrinurnar hafa hver sitt þema sem byggir á nálgun og viðfangsefnum listamannanna. Þemun eru leikur, gjörningur, skráning og frásögn.

Fyrsta hrinan ber yfirskriftina LEIKUR. Í henni verða verk eftir listamennina Egil Sæbjörnsson, Erró, Sigrúnu Harðardóttur, Sirru Sigrúnu Sigurðardóttur og Steinu. Tæknilega einkennast verkin meðal annars af tilraunakenndri nálgun við miðilinn og rannsókn á þeim möguleikum sem felast í tækninni. Í þessari hrinu verður sýnt verkið Tokyo Four eftir Steinu. Steina skipar mikilvægan sess í framvindu vídeólistar enda virkur þátttakandi í hinni alþjóðlegu myndlistarsenu við upphafs- og mótunarár miðilsins, seint á sjöunda áratugnum. 

Alls eru verk eftir 22 listamenn á sýningunni. 

Næsta hrina, GJÖRNINGUR, hefst þann 9. febrúar. Þar verða sýnd verk eftir Ásdísi Sif Gunnarsdóttur, Ásmund Ásmundsson, Doddu Maggý, Erling Klingenberg, Gjörningaklúbbinn og Magnús Pálsson. 

Þriðja hrinan er SKRÁNING og hefst 9. mars. Þar eiga verk Finnur Arnar Arnarson, Hlynur Hallsson, Hlynur Helgason, Jeanette Castioni, Libia og Ólafur, Ósk Vilhjálmsdóttir og Ráðhildur Ingadóttir. 

Fjórða og síðasta hrinan er FRÁSÖGN og hefst 6. apríl. Þar verða sýnd verk eftir Bjargeyju Ólafsdóttur, Gabríelu Friðriksdóttur, Sigurð Guðjónsson og Þorvald Þorsteinsson.  

Samhliða sýningunni verður viðamikil dagskrá í Hafnarhúsinu með samtölum við listamenn og fyrirlestrum um vídeólist og nýmiðla og snertifleti við safneignir og varðveislu til framtíðar. Mikilvægur þáttur í sýningunni lýtur að innra starfi safnsins en á sýningartímabilinu verður unnið að hugmyndalegri og tæknilegri greiningu verkanna og skráningu þeirra.   

Ólöf Kristín Sigurðardóttir, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, segir söfn samtímans standa frammi fyrir bæði hugmyndafræðilegum og praktískum spurningum þegar þau takast á við varðveislu nýmiðla samhliða örri tæknþróun. Má til dæmis uppfæra verk á nýtt form? Má færa af VHS-spólu yfir á stafrænt form, eða verður safnið að varðveita gömul vídeótæki og túbusjónvörp? Í hverju liggur kjarni verkanna í hugum listamannanna sem unnu þau? Má uppfæra verk endalaust þannig að hægt sé að sýna þau með bestu tækni hvers tíma? Í þessu samhengi er líka áhugavert að velta því fyrir sér hvernig tungumálið, íslenskan, tekur utan um tæknina og birtingarmynd listaverkanna. Talað er um vídeóverk eða myndbandsverk þrátt fyrir að fæst verkanna séu á því formi nú og vídeóið löngu úrelt. 

///

BOUT – play, performance, record and tale
BOUT is an extensive project where a large part of the animated works in the Reykjavík Art Museum collection will be put on show. The title refers to the works being exhibited in four different bouts, each one lasting around four weeks. Each bout has its own theme which is based on the approach and subjects of the artists. The themes in question are play, performance, documentation and storytelling. 

The first theme is called PLAY. It holds works by artists such as Egill Sæbjörnsson, Erró, Sigrún Harðardóttir, Sirra Sigrún Sigurðardóttir and Steina. Their art work is technically characterised for example by an experimental approach to the media and research of the possibilities which technology brings. This bout includes the work Tokyo Four by Steina Vasulka who plays an important part in the development of video art, as an active participant in the international art scene during the birth and formation years of the media, late in the sixties. 

A total of 22 art works will be on show during the exhibition.

The next bout, PERFORMANCE, starts on February 9th. It includes works by Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Ásmundur Ásmundsson, Dodda Maggý, Erling Klingenberg, The Icelandic Love Corporation and Magnús Pálsson.

The third bout is RECORD and starts on March 9th. Artists involved are Finnur Arnar Arnarson, Hlynur Hallsson, Hlynur Helgason, Jeanette Castioni, Libia and Ólafur, Ósk Vilhjálmsdóttir and Ráðhildur Ingadóttir. 

The fourth and last bout is TALE and it starts on April 6th. The works are by Bjargey Ólafsdóttir, Gabríela Friðriksdóttir, Sigurður Guðjónsson and Þorvaldur Þorsteinsson.

During the exhibition an extensive program will run in Hafnarhús with conversations with the artists and lectures on video art and New Media and its contact points with museum collections and registration. An important part of the exhibition concerns the inner workings of the museum, but during the exhibition there will be work ongoing on an ideological and technical analysis of the works as well as their registration. 

Ólöf Kristín Sigurðardóttir, Director at Reykjavík Art Museum, claims that modern day art museums face both ideological and practical questions when dealing with the preservation of New Media in a fast developing technical world. Is it for example okay to upgrade an art work into a new format? Is it okay to transfer from VHS to digital, or must the museum also keep old VHS-players and tube televisions? Wherein lies the essence of the art works in the minds of the artists who made them? Is it alright to constantly upgrade art work so it can be exhibited with the best available technology at any given time? It is also interesting to consider how the language, Icelandic, embraces the technology and the manifestation of the art works. We still call it video work although very few art works are made in such a way anymore and the VHS itself is long outdated. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband