Leita í fréttum mbl.is

Steingrímur klikkar ekki

steingrímurMaður er nú kannski ekki alveg hlutlaus en þegar langt er liðið á umræður um "stefnuræðu" Gers H. Haarde þá getur maður ekki annað en verið ánægður með þrjár frábærar ræður sem bera auðvitað af. Steingrímur kom strax á eftir Geir og tók Samfylkinguna í bakaríið og þessa ríkisstjórn yfirleitt. Þetta voru orð í tíma töluð eftir að reynt hefur verið að klína því á Steingrím að það hafi verið hann sem "klúðraði" því að hér yrði mynduð vinstristjórn. Auðvitað var það Samfylkingin með Ingibjörgu og Össur svo á hælum hennar, sem klikkaði. Samfó er jú í stjórn með íhaldinu og gaf aldrei kost á stjórn með Vg og Framsókn. Sorgleg staðreynd sem sumir innan Samfylkingarinnar eiga erfitt með að sætta sig við

Hinar tvær frábæru ræðurnar komu frá glæsilegum nýliðum á Þingi: Katrínu Jakobsdóttur og Guðfríði Lilju Grétarsdóttur. Til hamingju með þessar upphafsræður sem lofa svo sannarlega góðu


mbl.is Steingrímur J. Sigfússon: Samfylkingin gafst upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Ég var alveg hissa á Steingrími að nota þessa ræðu fyrir biturð sína. Ég átti von á góðri stjórnarandstöðuræðu, hann er búin að lesa þessa rullu yfir í fjölmiðlum allt frá því að umræður ríkisstjórnarflokkanna hófust. Því var kjörið tækifæri til að ræða málefni og gagnrýna ríkisstjórnina í stað þessarar ræðu sem hefur engan tilgang annan en að sannfæra eigin flokksmenn um að svona hafi sannleikurinn verið þó svo að það sé margbúið að sýna fram á annað. Vonandi nær formaðurinn taki á sér og fer að ræða pólitík sem skiptir máli.

Katrín Jakobsdóttir var hinsvegar frábær í sinni ræðu þar fer greinilega gríðarlega efnilegur þingmaður, hún var markviss, gagnrýni en jafnframt kímin í ræðu sinni. Þarna eigið þið greinilega gríðarlega öflugan mann. Guðfríður Lilja var góð en Katrín bar af ræðunum ykkar í kvöld.

Lára Stefánsdóttir, 31.5.2007 kl. 22:13

2 Smámynd: Hlynur Hallsson

Var Lilja ekki eins góð af því að hún gagnrýndi Samfó? :) Ég veit að þetta er erfitt fyrir ykkur. Bestu kveðjur kæra Lára,

Hlynur Hallsson, 31.5.2007 kl. 22:25

3 Smámynd: Hlynur Hallsson

Já, við Jón Kristófer erum kannski ekki alveg hlutlausir en það var gaman að hlusta á þessar ræður í kvöld. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 31.5.2007 kl. 22:26

4 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Mér fannst Katrín betri en Guðríður, báðar gagnrýndu Samfylkinguna sem mér finnst sjálfsagt enda hlutverk stjórnarandstöðu að gagnrýna og þær gerðu það báðar vel. Ég velti fyrir mér af hverju mér fannst Katrín betri fyrst þú spyrð, því það er rétt þær voru báðar góðar, kannski vegna þess að hún var léttari en jafnframt markviss og kraftmikil í gagnrýninni. En allavega hún vakti sérstaka athygli mína og mér fannst hún flott.

Ég tek undir með þér Jón Kristófer, ég hef sjaldan heyrt Guðna jafn góðan og í ræðu sinni í dag. Hann fær greinilega að tala núna eins og hugur hans býður og þar nýtur hann sín vel. Ég held að hann verði afar skemmtilegur stjórnarandstöðuþingmaður. 

Lára Stefánsdóttir, 31.5.2007 kl. 22:31

5 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Já blessaður vertu Sveinn, við varaþingmennirnir erum alltaf bestir, sjáðu bara okkur Hlyn og Guðfríði Lilju. Ekki spurning;-)

Lára Stefánsdóttir, 31.5.2007 kl. 22:43

6 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Mér finnst alveg sjálfsagt, Lára góð, að þið í Samfylkingunni hirðið hinn ,,gríðarlega efnilega þingmann" Katrínu Jakobs yfir til ykkar. Katrín er svona eins og Samfylkingin, hvorki fugl né fiskur í pólitískum skilningi.

Jóhannes Ragnarsson, 31.5.2007 kl. 22:57

7 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Jón Kristófer ég held að það sé tími til kominn að gera rammaáætlun um náttúruvernd og því verki beri að sinna strax en ekki vera að dunda við það. Eins og þú veist sjálfur manna best - og stundum betur en ég - þá fjallar umhverfisvernd ekki um álver eða ekki álver. Þar eru margir aðrir þættir og bentu þínir flokksfélagar á það í ágætum ræðum s.s. sjálfbærni og margt fleira.

Jóhannes, já takk, það væri fínt að hafa Katrínu;-)

Lára Stefánsdóttir, 31.5.2007 kl. 23:00

8 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Er í skýjunum yfir frammistöðu vinstri grænna í kvöld. Minni kvíði yfir því að vera enn í stjórnarandstöðu og mikil baráttugleði, þannig leið mér í kvöld. 

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 31.5.2007 kl. 23:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband