Leita í fréttum mbl.is

Raunveruleikaþáttur og Sigurður Kári Kristjánsson

429546A Það létti víst mörgum hollendingum í gær þegar í ljós kom að "raunveruleikaþátturinn" um nýrnargjafa var ekki allur þar sem hann var séður. "Raunveruleikaþáttur um dauðvona konu sem átti að ákveða hver fengi úr henni annað nýrað reyndist þegar til kom vera gabb. Þegar þátturinn fór í loftið í kvöld greindi kynnirinn frá því að umrædd kona væri í rauninni leikkona, og væri alls ekki að deyja af völdum heilaæxlis, eins og látið hafði verið í veðri vaka.
Allt hafi þetta verið til þess gert að þrýsta á hollensk stjórnvöld að gera umbætur á líffæragjafakerfinu í landinu og vekja athygli almennings á brýnni þörf fyrir líffæragjafir.
Sjúklingarnir þrír sem áttu að „keppa“ um nýrað úr gjafanum eru í raun sjúklingar sem þurfa á líffæraígræðslum að halda, en þeir tóku þátt í gabbinu.
Sjónvarpsstöðin hefur verið gagnrýnd harðlega undanfarna daga fyrir að þátturinn væri smekklaus og siðlaus."

Það hefur tekist vel að vekja athygli á líffæragjöfum og nauðsynlegum endurbótum sem þarf að gera á kerfinu. 

sigurður.káriSigurður Kári Kristjánsson ræðst á hinn nýja og glæsilega þingmann Atla Gíslason. SKK gerir þetta í vandræðalegum pistli á bloggsíðunni sinni. SKK segir meðal annars: "Fram til þessa hafa alþingismenn séð sóma sinn í því að virða þessar hefðir (innsk. mæta í messu), hvaða álit sem þeir hafa haft á þeirri persónu sem gegnir embætti forseti, hvort sem þeir eru hlynntir eða andsnúnir ríkisstjórninni eða standa innan eða utan þjóðkirkjunnar.  Atli Gíslason ákvað hins vegar að gera það ekki." Í fyrsta lagi er þetta ekki rétt hjá Sigurði Kára. Það eru sem betur fer mörg dæmi um þingmenn sem sáu ekki ástæðu til að mæta í messu við setningu þings. Atli Gíslason á heiður skilinn fyrir að sýna samstöðu með samkynhneigðum og styðja þá í baráttunni um að prestar megi gefa þá saman í hjónaband.

Það myndi heyrast hljóð úr frjálshyggjuhorni ef þingmenn í Tyrklandi mættu allir í moskuna áður en þing væri sett þar í landi! 

Tímarnir breytast sem betur fer og sumar "hefðir" eiga ekki lengur við. Það á ekki að halda í hefðir hefðanna vegna. Jafnvel Sigurður Kári hlýtur að fatta það. 

SKK heldur því svo fram að Atli Gíslason hafi ekki mætt í messuna "til að vekja athygli á sjálfum sér" Þetta er brandari eins og reyndar málflutningur og pistill Sigurðar Kára í heild sinni.

Niðurlaginu í löngum pistli eyðir Sigurður Kári í skítkast í mig vegna þess að ég vildi ekki vera með bindi í þingsal. Það er merkilegt að sjálfskipaðir varðhundar frelsisins skuli vilja segja öðru fólki hvað það á að gera og hvernig það eigi að vera allt í nafni "hefðanna". Sigurður Kári er búinn að stimpla sig endanlega út. 


mbl.is „Raunveruleikaþáttur“ um nýrnagjafa reyndist gabb
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmgeir Guðmundsson

Athyglisverð finnst mér notkun þín á feitletrun. Þetta minnir jafvel svolítið á Jóhannes Birkiland.

Hólmgeir Guðmundsson, 2.6.2007 kl. 15:28

2 Smámynd: LKS - hvunndagshetja

Feitletranir eru góðar við syfju. En kannski eru lesendur þínir ekkert sybbnir? Það getur verið dáldið fyndið að "hlusta" á sjálfa sig lesa í hljóði og hnykkja "í huganum" á feitletruðum orðum . Annars vildi ég bara segja: heyr, heyr! innilega sammála að vera ekki að halda í heiðri einhverjum hefðum sem ekki hafa verið endurskoðaðar grundigt.

LKS - hvunndagshetja, 2.6.2007 kl. 17:50

3 Smámynd: Örvar Þór Kristjánsson

"Það er merkilegt að sjálfskipaðir varðhundar frelsisins skuli vilja segja öðru fólki hvað það á að gera og hvernig það eigi að vera"

Kemur þetta ekki úr hörðustu átt?? Veit ekki annað en að flokkurinn þinn vilji hugsa fyrir almúgann og ákveða allt það siðferði og þær reglur sem við eigum að lifa eftir. Siðferðispostular og öfgafólk. 

Hann Sigurður Kári hitti bara naglann á höfuðið.  Þú átt bara virða reglur og þær hefðir sem eru í gildi eða bara sleppa þessu ( halda þig kannski við myndlistina?).  Þarft ekki að segja mér að það sé svo erfitt að setja á sig bindi við og við.  Ef þess er krafist í vinnunni þinni!  Nei sýnir þennan endemis fíflaskap sem einkennir því miður allt of margar fígúrur innan VG.  Alveg einstakur stjórnmálaflokkur.  Kemur það ykkur á óvart að enginn flokkur vilji samstarf við ykkur og vilji hleypa ykkur til valda?

Örvar Þór Kristjánsson, 2.6.2007 kl. 18:10

4 Smámynd: Róbert Björnsson

Sigurður Kári gerir sig að fífli í þessum pistli sínum.  Hann opinberar ennfremur að í honum blundar ekki bara óheflaður frjálshyggjumaður, heldur það sem verra er kreddusamur íhaldsmaður sem vill halda í "gamlar hefðir", hefðanna vegna. 

Er hann ekki kominn þarna í mótsögn við sjálfan sig?  Ætti það ekki einmitt að vera frjálshyggjumaður sem mætir bindislaus á þing og neitar að fara í kirkju?  Eða nær frjálshyggja Sigurðar Kára einungis til frjálsra viðskipta?  Þar er kannski kominn munurinn á frjálshyggju og frjálslyndi.  (libertarianism vs. liberalism)

Kúdos til þín Hlynur og til Atla Gíslasonar!

Róbert Björnsson, 2.6.2007 kl. 21:20

5 Smámynd: Jens Guð

  Ég er algjörlega ósammála Örvari um að virða eigi reglur og þær hefðir sem eru í gildi.  Ég er myndlistamaður og með músíkdellu á háu stigi.  Án þeirra sem brutu reglurnar og skoðuðu möguleika utan hefðanna hefðu engar framfarir orðið í myndlist eða tónlist í árþúsund.  Þetta sama á við um samfélagið.

  Það er ömurlegt að ungur maður eins og Sigurður Kári skuli í reynd vera svona forstokkað íhald og kerfiskarl.  Kemur að vísu ekki á óvart.

  Ég vissi ekki að Atli Gíslason hafi ekki mætt til messu.  Bara flott hjá honum.  Mínir félagar í Frjálslynda flokknum þyrftu að taka þetta upp til að vekja athygli á löngu tímabæran aðskilnað ríkis og kirkju. 

  Ég kann vel við texta sem er brotinn upp með feitletri.  Sjálfur nota ég þá aðferð.  Bæði til að létta lesturinn og til að undirstrika áherslur.  Enda lærði ég leturfræði í gamla daga. 

Jens Guð, 2.6.2007 kl. 21:57

6 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Mér finnst nú aðalatiðið í þessu máli að alþingismenn hafi sjálfsvirðingu og berið virðingu  fyrir þjóðinni - en ekki hvernig þeir eru klæddir- sparifötin á alþingi fara alveg hræðilega í taugarnar á mér einkum þarsem þau eru í engu samhengi við gjörðirnar en kannski er auðveldara að gjöra illt uppáklæddur.

María Kristjánsdóttir, 2.6.2007 kl. 23:15

7 Smámynd: Pathema Adachka

Að mínu mati er þjóðkjörnum þingmönnum algjörlega frjálst að ganga til kirkju, eður ei.  Í mínu atkvæði felst oggolítið prómillbrot til stjórnun minna haga í þessu ríki, en ekki snefill af trú, eða trúmálum.

Forsenda sniðgöngu kristni kemur mér ekki við (þó ég styðji upplýsta aflýsingu algerlega) og getur slíkt einungis endurspeglað persónuleg hiðhorf hvers og eins, sem er öllum frjáls yfirlýsing, kjörnum sem ókjörnum. Bindishnútur og alklæðnaður karlþingmanna sem annars eru notaðir eru við jarðarfarir almennt, eru annarlegar hefðir, knúnar af brengluðum hvötum. Kveikja þessarar umræðu er hjákátleg, en döpur (hér vantar viðgerðarmann).

Pathema Adachka, 3.6.2007 kl. 01:44

8 Smámynd: Auðun Gíslason

Og svo brýtur stjórnarmeirihlutinn hefðir og reglur í starfi þingsins, sbr. frestun á kosningu í nefndir.  Þar var ekki haft samráð við stjórnarandstöðuna, einsog venja er, þegar brugðið er útaf þingsköpum, heldur beittu meirihluta flokkarnir meirihluta sínum.  Slík brot eru SKK sennilega að skapi.  Fleirra má týna til.  SKK hefur ekki heyrst eða sést andmæla því hvernig ákvörðunin um stuðning við stríðshanann Bush var tekin.  Þar voru reynd brotin lög.  En það skiptir SKK greinilega minna máli en kirkjuferðir og hálslín!

Auðun Gíslason, 3.6.2007 kl. 13:54

9 Smámynd: Hlynur Hallsson

Takk fyrir góðar athugasemdir öll, frændur, vinir, bloggfélagar og allir hinir :) Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 3.6.2007 kl. 16:54

10 identicon

Er gúrkutíð í rifrildum þessa dagana? Bindi eða ekki bindi, Sigurður Kári að drulla upp á bak með þessari kjánafærslu sinni og framhaldsskólalegum tilraunum til að gera lítið úr Atla. 

Slappið þið nú bara af og njótið sumarsins. 

Gísli Friðrik Ágústsson (IP-tala skráð) 4.6.2007 kl. 20:06

11 Smámynd: Andrea J. Ólafsdóttir

Já ekki er hún öll eins vitleysan/frjálshyggjan

Sigurður Kári hefur gert sig að algeru fífli greyið - en sýndi þarna sinn sanna mann og vekur því máls á því að það er sko himinn og haf á milli frjálslyndi og frjálshyggju sbr. það sem Róbert bendir á hér að ofan.

Góðar sumarstundir

Andrea J. Ólafsdóttir, 5.6.2007 kl. 00:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband