Leita í fréttum mbl.is

Vinstriflokkurinn formlega stofnaður á morgun

parteitag1003_ankuendigung

Ég er staddur á landsfundi Die Linke.PDS í Berlín sem fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Það er mikið stuð því það stendur heldur betur mikið til: á morgun verður Vinstriflokkurinn formlega stofnaður og það eru söguleg tíðindi að fólk úr vestri og austri myndar öfluga hreyfingu sem mun hafa mikil áhrif á stjórnmál og þjóðmál í Þýskalandi og í Evrópu.
Die Linke mun hafa öflugan stuðning í austurhluta Þýskalands þar sem flokkurinn myndar meirihluta í mörgum sambandslöndum og borgum með 130 bæjar- og borgarstjóra og um 6500 fulltrúa í bæjar- og borgarstjórnum. Hingað til hefur landið verið erfiðara í vesturhlutanum en það er að breytast til dæmis með tilkomu vinsælla og öflugra stjórnmálamanna á borð við Oskar Lafontain sem er formaður WASG sem kemur til liðs við Vinstriflokkinn.

gruendungsparteitag_ankuendigung
Formaður DieLinke.PDS Lothar Bisky var að halda þrumuræðu og kveðja PDS nafnið formlega og hefja nýja sókn með nýju fólki og nýjum hugmyndum en sömu hugsjónum um félagslegt réttlæti, frið og velferð fyrir alla.
Aðeins of mikið klappað inní ræðuna hans Lothars en stemningin er þannig að fólk ræður sér ekki fyrir kæti. Það er mikill heiður að fá að vera fulltrúi Vinstri grænna á þessum sögulega landsfundi og verða viðstaddur stofnun Vinstriflokksins hér í Berlín.
Ég hef auðvitað fylgst náið með þýskum stjórnmálum síðustu 15 árin og hallaðist í upphafi mjög að Græningjum en er nú sannfærður um að nýtt upphaf Die Linke og vinstrifólks með áherslu á umhyggju fyrir umhverfinu, og félagslegt réttlæti, kvenfrelsi og friði sé rétt skref.
Það eru mikilvæg verkefni framundan. Barátta gegn uppgangi hægri öfgamanna, nýnasista. Barátta gegn eyðileggingu velferðarkerfisins sem stóra samsteypustjórn krata og íhaldsmanna stendur fyrir. Það er fjöldi landsþingskosninga á næsta ári þar sem Vinstriflokkurinn ætlar að stimpla sig rækilega inn, í Hamborg, neðra-Saxlandi, Hessen og Bæjarlandi sem verður sennilega erfiðasta verkefnið því Bæjaralandi ert kaþólskt og íhaldsamt en sem betur fer er þar einnig skapandi fólk og bjartsýnt sem styður félagslegt réttlæti og því fólki fer fjölgandi og þau munu kjósa Vinstriflokkinn.
Það eru því bjartir tímar framundan og næg verkefni fyrir Vinstriflokkinn "Die Linke" hér í Þýskalandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Alma Lísa Jóhannsdóttir

Frábært, hafðu það sem best og góðar kveðjur á fundinn  kv alma

Alma Lísa Jóhannsdóttir, 15.6.2007 kl. 12:44

2 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Gott áttu- bið að heilsa Berlin.

María Kristjánsdóttir, 15.6.2007 kl. 12:45

3 Smámynd: Fannar frá Rifi

Var það ekki nóga slæmt að kommarnir hafi reist múr í Berlín. Nú á að endurvekja þá stemningu og menn gleðjast. Ganga hlið við hlið við kúgurunum sem störfuðu með Stasi. 

Það er kannski svo lítill léttir að vinstri græni hafi komist til valda ef þeir eru enn svona hlynntir kommúnisma og raun ber vitni. 

Fannar frá Rifi, 15.6.2007 kl. 16:06

4 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Æ,Æ, æla menn nú enn upp úr sér gömlu fordómaklisjunum.

María Kristjánsdóttir, 15.6.2007 kl. 16:24

5 Smámynd: Hlynur Jón Michelsen

Manni verður íllt við það að menn eins og þú skulir geta tekið þátt í þessu með lófataki á meðan þú fordæmir uppgangi hægriöfgamanna. Eru þeir mun verri kostur kostur en þessir morðingja skríll sem þú hillir svo mjög nú?

Það ber hinsvegar að þakka þér þetta blog. Það ætti að sína þeim eða leiða þá sem ekki vissu hvar VG stendur í raunveruleikonum!!! 

Og María.

Þessi drulluskítugu  "Æ,Æ," rök þín gætu eins átt við fasistaflokka Evrópu. 

http://silfrid.blog.is/blog/silfrid/entry/239590/

Hlynur Jón Michelsen, 15.6.2007 kl. 21:30

6 Smámynd: Hlynur Hallsson

Takk fyrir góðar kveðjur María og Alma. Fannari frá Rifi get ég svo bent á að það eru aðrir sem reisa múra þessa dagana og að Vinstriflokkurinn Die Linke er ekki kommúnistaflokkur. Við nafna minn Michelssen sem er nú varla svaraverður get ég bara bent á að það voru engir morðingjar hilltir í dag, miklu frekar menn sem komu í veg fyrir blóðbað. Já og nýnasistar eru mun verri kostur. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 15.6.2007 kl. 22:40

7 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Neineineinei ... er nú ekki nema kvótagríslingurinn úr Rifi enn einn ganginn farinn að slá um sig með kommagrýlunni.

Jóhannes Ragnarsson, 18.6.2007 kl. 20:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband