Leita í fréttum mbl.is

Aukin útgjöld til hermála og áfram tryggustu bandamenn Bush

ogmundur.is

Utanríkisráðherrann Ingibjörg Sólrún er í heimsókn hjá vinum okkar í austrinu (Norðmönnum) og er að spjalla um "varnarmál" og hvað það muni kosta okkur að hafa norskar herþotur yfir hausunum á okkur: "Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir að Íslendingar þurfi að horfast í augu við verulega aukningu í útgjöldum vegna varnarmála en sá útgjaldaliður verður í fyrsta sinn í næstu fjárlögum."
Ögmundur Jónasson skrifar góðan pistil um annan "varnarfund" Ingibjargar Sólrúnar og Geirs H. Haarde með Nicolas nokkrum Burns aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna. Pistill Ögmundar er þrusugóður og yfirskriftin er: STÓÐ EKKI TIL AÐ NÝ RÍKISSTJÓRN MÓTMÆLTI ÍRAKSSTRÍÐINU?


mbl.is Utanríkisráðherra ræddi varnarmálin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Ingi Kvaran

Þeim finnst auðvitað fínt að fá nýja já-þjóð inn í öryggisráðið...

Páll Ingi Kvaran, 21.6.2007 kl. 12:05

2 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Verður efnt til Keflavíkurgöngu í haust?  Hún er vettvangur til að mótmæla aðild íslands að Nató og heimta norska herinn burt og mótmæla samstarfi við norðmenn um öryggismál á hafinu í kringum okkur.

Það er hæpið að nútímafólk æsi sig í mótmælum gegn samstarfi íslands við Norðurlöndin og Evrópuríki og Bandaríkin. Og það er útilokað að ráðherrar í ríkisstjórn þrammi um í mótmælagöngum.

Ég vona hins vegar að ríkisstjórnin verði sjálfstæð í utanríksismálum, án ótta við að eiga gott samstarf við aðrar þjóðir.

Það er einhver kaldastríðsfíilingur ennþá í sumu fólki og það hefur fullan rétt til þess.

Það hins vegar varla stefna sem á hljómgrunn almennings í dag. 

Jón Halldór Guðmundsson, 21.6.2007 kl. 14:50

3 Smámynd: Hlynur Hallsson

Já, sorglegt Páll að Samfó ætli að vera sama já-liðið við BNA eins og Framsókn og Sjallarnir. Ég held að það sé óþarfi að ganga til Keflavíkur í haust Jón Halldór. Auðvitað hefðu sumir gott af smá göngutúr en ég mæli með meira spennandi leiðum en framhjá álverinu og Vatnleysuströnd. Það er enginn að æsa sig yfir samtarfi við önnur lönd en ef það er til að kaupa af þeim ímyndaða "vernd" eins og allt lítur út fyrir er betra að sleppa því bara. Friðarstefna hefur sem betur fer sjaldan átt meiri hljómgrunn meðal þjóðarinnar. Og það er kraftur í Samtökum hernaðarandstæðinga sem aldrei fyrr. En saknar einhver Hersins? Ég hef ekki orðið var við það enda hefur farið fé betra. Bestu kveðjur

Hlynur Hallsson, 21.6.2007 kl. 15:34

4 Smámynd: Örvar Þór Kristjánsson

Það er nú smá söknuður af hernum, ekki svo mikill en smá.  Vann þarna sjálfur og kynntist fullt af góðu fólki.  Það var gaman að skella sér á Wendys eftir vinnu og fá sér nokkra kalda niðrí keilusal En herinn lét sig hverfa á réttum tíma, atvinnumál í góðu lagi þannig að höggið var ekki mikið.  Vera Varnarliðsins gerði íslensku þjóðinni margt gott.  Það andmæla fáir því. 

Varnir eru okkur mikilvægar og það er brýnt að taka upp samstarf við okkar nágrannaþjóðir.

Kraftur í samtökum hernaðarandstæðinga?  Samtök sem eru einungis á móti hernaði BNA en fordæma t.d ekki hernað og hryðjuverk Palestínumanna!  Rosalega trúðverðug samtök.

Í heiminum eins og hann er í dag eru ýmsar ógnir.  Við þörfnumst varna ekki síður en aðrir.  

Örvar Þór Kristjánsson, 21.6.2007 kl. 23:55

5 Smámynd: Páll Ingi Kvaran

Örvar: Færðu endilega rök fyrir máli þínu. Hverjir eru að fara að ráðast á Íslendinga?

Páll Ingi Kvaran, 22.6.2007 kl. 01:24

6 Smámynd: Pétur Björgvin

Hér þarf nýja hugsun, kreatívar lausnir, vangaveltur um ný samhengi. Við þurfum hvorki hernaðarandstæðinga né aðra andstæðinga heldur sterkari samtakamátt í þjóðfélaginu. 

Pétur Björgvin, 22.6.2007 kl. 08:43

7 Smámynd: Örvar Þór Kristjánsson

Sæll Páll

ég vildi óska þess að ég væri skyggn og gæti sagt þér hvað framtíðin bæri í skauti sér.  Ég er það því miður ekki.

Auðvitað erum við í hættu eins og allar aðrar þjóðir gagnvart árásum/hryðjuverkum.  Heimurinn er bara þannig að það er til mikið af fólki, samtökum sem vill gera öllu vestrænu skráveifur.

Mér líður hvergi betur en á Íslandi og tel mig öruggan en við vitum aldrei.  Varnir eru alltaf nauðsynlegar. 

Hernaður og átök eru hluti af allri mannkynssögunni og mun verða svo áfram.  Það er ekki mín bölsýni heldur staðreynd.

Sem fyrrum starfsmaður Varnarliðsins starfaði ég við varnir landsins.  Sem betur fer var aldrei á okkur ráðist og verður vonandi aldrei gert.  Brottför hersins í haust var svo sem tímabær og við þurfum að skoða Varnarmálin uppá nýtt.  Þær ógnir sem nú steðja að eru af öðrum toga en þegar herstöðin var sett upp.  Ný eru það hryðjuverk og skæruhernaður sem ógna.

En skyggn er ég ekki, því miður.

Örvar Þór Kristjánsson, 22.6.2007 kl. 09:09

8 Smámynd: Páll Ingi Kvaran

Hryðjuverk og skæruhernaður, jahá. Það er naumast.

Ísland er mjög ólíklegt skotmark fyrir hryðjuverkamenn. Reyndar gerir taumurinn sem Bandaríkjamenn hafa á okkur það að verkum að við komumst þó á kortið sem skotmark. Þó þyrfi stækkunargler til þess að sjá þennan örsmáa punkt á korti hryðjuverkamanna.

Sjálfstæð utanríkisstefna Íslands og hlutleysi í hernaðarmálum myndi gera það að verkum að þessi punktur nánast hyrfi algjörlega.

Enn fremur eru nokkur stykki herþotur sveimandi yfir höfðunum á okkur einu sinni í mánuði ekki að fara að verjast einu né neinu. Þær gera okkur einungis að líklegra skotmarki en ella.

Það að halda að Ísland í dag sé raunhæft skotmark hryðjuverkamanna eða skæruhernaðar er álika mikil firra og að halda því fram að gardínuhatandi blómálfar losi gardínurnar af stöngum þeirra sem borða of mikinn ost. 

Páll Ingi Kvaran, 22.6.2007 kl. 19:44

9 Smámynd: Örvar Þór Kristjánsson

Maður veit aldrei.  Við viljum auðvitað telja okkur örugg enda sem betur fer ekki kynnst raunum stríðsátaka.  Þú veist samt aldrei og af hverju ekki að tryggja okkur varnir með samstarfi við vinaþjóðir okkar.

Það er ekki til raunhæft skotmark hjá hryðjuverkamönnum. 

Örvar Þór Kristjánsson, 22.6.2007 kl. 21:36

10 Smámynd: Páll Ingi Kvaran

Við eigum í margskonar samstarfi við vinaþjóðir okkar. Ef við lýsum yfir hlutleysi erum við í raun að tryggja okkur varnir okkur að kostnaðarlausu. Ef að annar myndi ráðast inn í hlutlaust ríki Íslendinga yrðu Bandaríkjamenn fyrstir til að redda okkur, við erum einfaldlega það nálægt þeim að þeir gætu ekki liðið það að óvinaher sæti hér.

Ef ekki Bandaríkjamenn, þá einhver Norðurlandaþjóðanna, þær sætu ekki aðgerðalausar ef ráðist yrði á Ísland, óháð því hvort að einhver tilgangslaus varnarsamningur væri til staðar eða ekki.

Páll Ingi Kvaran, 22.6.2007 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.