Leita í fréttum mbl.is

Flughræddur hvítur karlmaður rífur sæti í flugvél í BNA og er snúinn niður af löggu á frívakt

us

Hér kemur nánar fréttaskýring af þessum atburð sem átti sér stað um borð í vél US Airways á leið frá Phoenix til Seattle þann 12. júní síðastliðinn því öll kurl eru ekki komin til grafar.

Það er eitthvað sem segir manni að gúrkutíð sé upphafin. Mbl.is er farið að vitna í blaðið "Tri-City Herald"! Og það með frétt sem átti sér stað 12. júní eða fyrir 10 dögum! Þetta er hinsvegar svo skemmtilegt að full ástæða er til að kryfja málið nánar:
"Lögreglumaður á frívakt kom í veg fyrir að óður farþegi opnaði neyðarútgang flugvélar í áætlunarflugi í Bandaríkjunum fyrr í mánuðinum."
Semsagt alltaf gott að hafa sem flestar löggur á frívakt í flugvélum. Þetta er eins og byrjun á "góðri" bíómynd: Þreytta löggan á leið heim til konu og barna reddar málunum, réttur maður á réttum stað.
"Eftir lendingu tók lögregla við manninum og var farið með hann á sjúkrahús til athugunar."
Hér vantar hver sjúkdómsgreiningin var: flughræðsla, fullur maður eða bara brjálaður farþegi eða þá frjálshyggjumaður sem ekki lætur fosjárhyggjuleiðindapúka segja sér hvenær hann eigi að spenna belti og hvenær ekki!
"Lögreglumaðurinn verður heiðraður fyrir snör viðbrögð."

Þó það nú væri enda maðurinn ekki einu sinni við skyldustörf heldur á frívakt. Fálkaorðu handa löggunni duglegu.
"Atvikið átti sér stað um borð í vél US Airways á leið frá Phoenix til Seattle 12. júní, að því er blaðið Tri-City Herald greinir frá."
Þetta er mikilvægt, best að forðast þessa flugleið í framtíðinni, eða voru ef til vill einhverjir íslendingar um borð í vélinni eða ætluðu að taka þetta flug en misstu af því? Aðeins farið að slá í 9 daga gamla frétt en samt góð fyrir því og blaðið Tri-City Herald örugglega gott blað, fyrst með fréttirnar.
"Þegar hafin var lækkun til lendingar í Seattle neitaði farþeginn að festa öryggisbeltið og fór að rífa sætið í sundur."
Hérna koma mikilvægar upplýsingar fram, allt annað mál hefði verið ef þetta hefði verið í flugtaki. En af hverju fór hann að rífa sætið í sundur? Ætlaði hann að setja það saman aftur? Var sætið óþægilegt? Var þetta leðursæti eða var það ef til vill ástæðan fyrir því að maðurinn byrjaði að rífa það í sundur að þetta var ekki leðursæti eins og hann vildi? Kannski er maðurinn bólstrari?
"Flugliðar reyndu að fá hann til að setjast og festa beltið, en þá teygði hann sig í handfangið á neyðarútganginum, sagði lögreglumaðurinn, sem skarst í leikinn, hafði óða farþegan undir og fór með hann aftur í vélina þar sem tókst að koma á hann böndum."
Sat maðurinn semsagt við neyðarútgang? Og hvar sat löggan? Við hliðina á manninum? Af hverju fór löggan með manninn afturí? Er ekki líka neyðarútgangur þar?
Ég krefst þess að mogginn fari í málið og komst að öllu því mikilvæga í þessu máli svo við lesendur mbl.is sitjum ekki uppi með helling af óleystum ráðgátum.


mbl.is Óður farþegi reyndi að opna neyðarútgang á flugi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalheiður Ámundadóttir

Og þá sérstaklega af hverju hvítur maður gerir svona lagað... eða hvað

Aðalheiður Ámundadóttir, 22.6.2007 kl. 09:14

2 Smámynd: Tryggvi H.

Deconstructing reconstructed news about deconstructing an airplane, humm?

Tryggvi H., 22.6.2007 kl. 09:23

3 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Eitt gott ráð:  Munið bara að sitja við neyðarútgang svo engin fari að fikta í honum.  Verst, en samt mjög gott, að það eru ansi margir neyðarútgangar á flugvél.   

Kannski hefur kappinn ætlað að blása út eða setja á sig björgunarbelti sem er staðsett undir stólnum?  Það hefði hægt að benda honum á að skoða undir stólinn í stað þess að bora sig í gegnum hann.  

Hafa eitt stykki Magnús Ver í öllum flugvélum!

Marinó Már Marinósson, 22.6.2007 kl. 09:29

4 Smámynd: Jens Guð

  Ég man ekki betur en að hafa lesið um að sett hafi verið lög í Bandóðuríkjunum sem skikka flugfélög til að hafa ómerkta lögreglumenn um borð í öllum flugvélum.   Kannski eru lögin ennþá ósamþykkt frumvarp eða eitthvað svoleiðis. 

Jens Guð, 22.6.2007 kl. 10:16

5 identicon

Góð og smellin greining hjá þér Hlynur.  Yfirleitt reyni ég þegar ég flýg að fá sæti hjá svarta kassanum. Hann finnst  alltaf heill. Svo ég reikna með að það sé  öruggasti staðurinn.

Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 22.6.2007 kl. 11:20

6 Smámynd: Sveinn Valdimar Ólafsson

Hvað er pointið hjá þér Hlynur,  sem starfsmaður í flugöryggismálum hérlendis finnt mér þetta reyndar merkileg frétt. Það að reyna að opna neyðarútgang áflugi er reyndar ekki mögulegt vegna þrýstings um borð í flugvélinni nema maður hafi afl á við jarðýtu og geti beygt málminn sem um ræðir. 

Þið í VG eruð alltaf svo hneyksluð á öllu - ég er stundum að reyna átta mig á hvað veldur.  Næ ekki hvað veldur þessari sífelldu hneykslan en ég verð að játa að oftast hef ég mun meira gaman af ykkar viðbrögðum en tilefnunum sjálfum.  Haldið þessu endilega áfram - ég elska að lesa um ykkar stórskemmtilegu stórhneykslan auk þess sem siðferðisboðskapurinn sem fylgir er oftast þannig að maður gapir af forundran. 

Vonbrigði: Svarti kassinn er víst rauður svo hann finnist. 

kær kveðja

Sveinn

Sveinn Valdimar Ólafsson, 22.6.2007 kl. 13:08

7 Smámynd: Hlynur Hallsson

Takk fyrir skemmtilegar athugasemdir öll. Bestur er samt Sveinn nokkur Ólafsson. Ég var í frekar góðu skapi en er nú kominn í enn betra skap. Ég er ekki mjög hneykslunargjarn náungi og alls ekki hneykslaður, Sveinn! Það kemur VG reyndar ekkert við enda er þar allskonar fólk og flest gott og ekki sérlega hneykslunar gjarnt heldur frekar jákvætt, glatt og kraftmikið hugsjónafólk. "Pointið" hjá mér var að gleðjast yfir skemmtilegri gúrkufrétt. Svo bið ég bara alla vel að lifa og þá sérstaklega Svein Ólafsson sem ég vona að komist niður á jörðina fljótlega. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 22.6.2007 kl. 14:20

8 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Góð grein Hlynur.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 22.6.2007 kl. 18:44

9 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Er Sveini alvara?

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 22.6.2007 kl. 23:23

10 Smámynd: Sveinn Valdimar Ólafsson

Sæll Hlynur

Er í fínu skapi hér fyrir sunnan og segi því ekki að mér sé "fúlasta" alvara heldur meina ég það sem ég segi.  Ég er alltaf á jörðinni - flýg reyndar alltof sjaldan.  Taktu eftir Þristinum á Akureyri á laugardag, 23 júní hann mun fljúga smá sýningarflug, virðuleg gömul vél.  Vona að engin reyni að opna neyðarútganga - ef þeir eru þá nokkrir - nema aðlahurðir vélarinnar.   

Vg er fínt fólk ég er bara svo sjaldan sammála ykkur en það skiptir engu máli núna.

Kær kveðja úr Rvík

Sveinn

Sveinn Valdimar Ólafsson, 23.6.2007 kl. 01:27

11 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Gúrkutíð í fréttum getur leitt bæði til góðra frétta (mjúk mál) sem og lélegra skrifa.    En eins og þú bentir á  hvaða máli skiptir það þó að þetta hafi verið hvítur maður sem vildi komast út úr vélinni?  Ætli svörtum eða bara grænum manni hefði tekist það?  Mikið var ég ánægður með að svarti kassinn reyndist vera rauður.  Ég var farin að halda að þetta væri matarkassinn.  

Kannski er bara best að hugsa eins og sá flughræddi þegar hann sér þotu á flugi:  Það er betra að vera niðri og langa upp en að vera uppi og langa niður.

Marinó Már Marinósson, 23.6.2007 kl. 14:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.