Leita í fréttum mbl.is

500.000 ný bílnúmer ættu að duga í nokkur ár

bílastafliHvað er málið með þessi bílakaup okkar Íslendinga? 30.000 nýskráðir bílar á ári hjá þjóð sem telur rúmlega 300.000 manns (og ekki allir með bílpróf!). Hér í Þýskalandi er ef til vill eðlilegt að allir séu hvattir til að kaupa nýja þýska bíla til að halda verksmiðjunum gangandi og skapa þar með vinnu. En á Íslandi eru allir bílar innfluttir og kosta bara gjaldeyri. Vegirnir taka ekki við öllum þessum bílum það sjá allir. Lausnin er ekki mislæg gatnamót á hverju horni og allir vegir fjórbreiðir. Lausnin er almenningssamgöngur, lestir, og strætó, reiðhjól og tími til að ganga. En í staðinn er einn maður í hverjum einkabíl og þarf að gangsetja og rúlla áfram einu og hálfu tonni af drasli til að flytja sinn 60-100 kílóa skrokk. Komum upp góðu kerfi almenningssamgangna og auðveldum fólki að hjóla og ganga og þá þarf ekki að flytja inn alla þessa bíla endalaust. Auðvitað höldum við áfram að eiga bíla en það er óþarfi að hver og einn eigi þrjá! En vonandi duga þessi nýju númer í nokkur ár.
mbl.is Fjöldi fastanúmera á bílum uppurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi H.

Var það Kristín Sigfúsdóttir sem sagði að á Akureyri þætti eðlilegra að kaupa bil nr 2 eða nr 3 á heimili áður en einhverjum dytti það snjallræði í hug að kaupa stígvél til þess að ganga í vinnuna?

Tryggvi H., 23.6.2007 kl. 13:51

2 Smámynd: Karl Tómasson

Það er erfitt að vera Vinstri grænn með bíladellu Hlynur minn.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó

Karl Tómasson, 23.6.2007 kl. 21:14

3 Smámynd: Hlynur Hallsson

Er ekki hægt að koma sér upp "reiðhjóladellu" í staðinn Kalli:)

Það getur vel verið að Stína hafi sagt þetta með stígvélin Tryggvi, annars er það löngu þekkt að sumir nota bíla eins og aðrír nota úlpur! Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 23.6.2007 kl. 21:48

4 Smámynd: Thelma Ásdísardóttir

Innilega sammála þér Hlynur. Verst bara hvað strætó er óáreiðanlegur og lélegur kostur. Ég nota strætó samt, en ég bý nálægt miðbænum og vinnustaðnum mínum svo það gengur upp. Mér finnst að það verði að stíga út úr þeim draumi að strætó verði arðbær bisness í beinum hagnaði. Það verður að gera strætó að raunhæfum möguleika sem samgönguleið og þá kemur hagnaðurinn fyrir alla á ótal marga aðra vegu. Góða helgi :)

Thelma Ásdísardóttir, 23.6.2007 kl. 22:11

5 identicon

Ég bjó einu sinni í skamman tíma í Vestmannaeyjum. Það ár rigndi hvern einasta dag ALLT sumarið. Þá notaði ég hjól til að ferðast um bæinn, keypti mér bara góðan regngalla og lét mig hafa það. Svona sirkabát um miðjan júlí voru engar bremsur lengur á hjólinu og efnið í gallanum sem hrinti frá sér vatni hafði rignt í burtu. Þá keypti ég mér regnhlíf á hjólum, þ.e. bíl, sem var svo ryðgaður eftir allt saltið og rigninguna í Eyjum að hann hékk saman bara af gömlum vana,en dugði þó smátíma.

Ég skil fólk í sumum landshlutum, þar sem rignir meira en annars staðar, að vera ekkert ofboðslega ginnkeypt fyrir hjólhestum en hér á Akureyri höfum við enga afsökun hvað það varðar, það rignir nú ekki svo mikið hér.

Ég hef alltaf verið veik fyrir þeirri hugmynd að koma upp lestarkerfi á Íslandi. Það þarf líka að stórauka notkun á strætó. Ég hef oft velt fyrir mér hvers vegna ég nota alltaf strætó í borgum erlendis en aldrei hér heima. Ég held að þetta snúist um kúltúr og það að reyna að breyta honum, að það verði hefðbundinn samgöngumáti að nota strætó, nú eða lest í stað þess að fara allt á bílnum.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 23.6.2007 kl. 22:37

6 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

ég er sem betur fer ekki með bíladellu, en finnst gott að hafa bíl, það er eiginlega nauðsynlegt fyrir mig þar sem ég bý og vinn. þegar við bjuggum í köben, þurftum við ekki bíl.

kær kveðja til ykkar hlynur kæri 

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 24.6.2007 kl. 14:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.