Leita í fréttum mbl.is

Flokksleiðtogi eða formaður

Titillinn "aðstoðarflokkleiðtogi" er einhver sá óþjálasti sem ég hef heyrt lengi og eru þó til margir óþjálir titlar innan embættismannakerfisins (einnig óþjált) og í stjórnmálunum. En af hverju kallar mbl.is Gordon Brown nýkosinn formann breska verkamannaflokksins "flokksleiðtoga" og Harriet Harman "aðstoðarflokkleiðtoga" en ekki bara varaformann? Nú getur vel verið að titlarnir í Bretlandi heiti einhverjum furðulegum nöfnum og að það sé ástæðan fyrir þessari þýðingu. Yfirleitt er talað um "leader" sem vissulega er beint þýtt sem leiðtogi en getur auðvitað einnig verið bara formaður.

En burtséð frá titlatogi þá segir eyjan.is frá því að Björgvin G. viðskiptaráðherra sé gestur á flokksþingi Verkamannaflokksins og þar sé mikill baráttuandi og menn gera sér vonir um auknar vinsældir eftir að hafa loksins losnað við Tony B.liar. Til hamingju Harriet Herman með varaformennskuna og Gordon Brown með formennskuna. Hér eru fréttir af kosningunum á Guardian:

Harman elected Labour deputy leader

Blair hands power to Brown

Og hér er fréttaskýring bloggfélaga míns Stefáns Friðriks


mbl.is Gordon Brown orðinn flokksleiðtogi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Sæll Það er ekki það sama í Bretlandi að vera formaður og leiðtogi. Leiðtoginn leiðir allt starf út á við en formaðurinn er einstaklingur sem sinnir innra starfinu. Hazel Blears, sem varð neðst sexmenninganna í varaleiðtogakjörinu, var áður formaður innra starfsins. Það hefur alla tíð verið svo í Bretlandi að leiðtogi er sá nefndur sem leiðir flokkinn, hann er ekki titlaður formaður semsagt.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 24.6.2007 kl. 16:13

2 Smámynd: Hlynur Hallsson

Takk fyrir þessar upplýsingar félagi. Og skjót viðbrögð. Eyjan.is er ekki heldur með þetta á hreinu því þar er talað um formann verkamannaflokksins (og átt við Gordon Brown). En við verðum þá bara að notast við "aðstoðarflokkleiðtoganafnið". Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 24.6.2007 kl. 16:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.