Leita í fréttum mbl.is

Sonic Youth tónleikar í gær

sy

Við Hugi skelltum okkur á tónleika með Sonic Youth í Columbiahalle í gærkvöldi. Þetta voru frábærir tónleikar. Þau spiluðu nýju plötuna "Daydream Nation" eins og hún lagði sig og töku svo nokkur aukalög í lokin. Þvílíkur hávaði og stuð. Ekki beint verið að hlífa gíturunum. Ég sá Sonic Youth á tónleikum í New York fyrir tæpum 15 árum í skólaferðalagi MHÍ. Það var frábært og gott að rifja upp fjörið í gærkvöldi. Áhorfendur gáfust ekki upp á að klappa þau upp og seinna uppklappið stóð í hálftíma. Það margborgaði sig.

SYDDN

Ég efast um að "Daydream Nation" fari á íslenska vinsældarlistann enda ekki beint um vinsældarpopp að ræða, en samt aldrei að vita. Þau verða að túra út árið og spila í Marfa, Texas þann 6. október 2007. Ég reikna ekki með að Bush mæti þó að það sé ekki svo langt fyrir hann að fara af búgarðinum sínum.


mbl.is Sprengjuregn og dansandi Bítlar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Már Magnússon

Kverúlantaathugasemd: Daydream Nation er hundgömul plata. Sonic Youth var að gefa út deluxe útgáfu af henni. Rosaleg skífa.

Bjarni Már Magnússon, 28.6.2007 kl. 14:32

2 Smámynd: Hlynur Hallsson

Takk fyrir þessa hárréttu nákvæmnisathugasemd Bjarni. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 28.6.2007 kl. 16:34

3 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

kæri hlynur smá kveðja til þín og þinna í henni berlín !

Gleðilegt sumar, megir þú og þið eiga fallegasta og besta sumarið !

Ljós til þín

Steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 29.6.2007 kl. 06:36

4 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Sonic Youth er ansi magnað band og ég er enn hálf miður mín að hafa ekki komist á tónleika þeirra hér á Skeri í fyrra af óviðráðanlegum orsökum.

Georg P Sveinbjörnsson, 29.6.2007 kl. 14:44

5 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

kveðjur úr akureyrsku sólskini og fyrr í dag reykvísku ...

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 29.6.2007 kl. 18:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.