Leita í fréttum mbl.is

Til varnar fórnarlömbum pyndinga

amnesty_international_candle

Á morgun laugardag stendur hópur ungra Amnesty-félaga á Íslandi fyrir uppákomu á Austurvelli. Ég hvet alla sem vettlingi geta valdið til að mæta. Þeir sem ekki komast geta skrifað undir undirskriftalista með hvatningu til íslenskra stjórnvalda að fullgilda valfrjálsa bókun við Samning Sþ gegn pyndingum með því að senda tölvupóst með upplýsingum um nafn, kennitölu og aðsetur á netfangið ie(hjá)amnesty.is

Hér er tilkymmingin fra Amnesty: 

Til varnar fórnarlömbum pyndinga
Amnesty International á Austurvelli laugardaginn 30. júní 13-17


Laugardaginn 30. júní kl. 13-17 stendur hópur ungra Amnesty-félaga fyrir uppákomu á Austurvelli þar sem vakin verður athygli á þeim pyndingaraðferðum sem eiga sér stað í „stríðinu gegn hryðjuverkum“ en teljast, samkvæmt endurskilgreiningum ýmissa ríkja á hugtakinu, yfirheyrsla. Gestir og gangandi geta kynnt sér aðferðirnar og þann skaða sem þær valda og gripið til aðgerða gegn pyndingum og illri meðferð.

Arnar Grant einkaþjálfari, Ásgeir Kolbeinsson sjónvarpsmaður og Lóa Fatumata Touray fyrirsæta hafa gengið til liðs við hópinn til að vekja athygli á pyndingum og hlutskipti þolenda. Þau sitja fyrir í sárum á plakötum sem nú prýða strætóskýli víða um bæinn.

Félagar eru hvattir til að mæta, kynna sér málið og grípa til aðgerða til varnar fórnarlömbum pyndinga.

Þann 26. júní voru liðin 20 ár frá gildistöku Samnings Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum og annarri grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu. 144 ríki hafa fullgilt hann og önnur 8 hafa skrifað undir hann. Einnig hafa 56 ríki fullgilt valfrjálsa bókun við samninginn sem heimilar eftirlitsfólki að heimsækja fangelsi og aðrar varðhaldsstofnanir án fyrirvara.

Þrátt fyrir það sýna ársskýrslur Amnesty International, ár eftir ár, að í meirihluta ríkja heims er fólk pyndað eða látið sæta illri meðferð. Ársskýrslan árið 2007 fjallaði um 153 ríki og af þeim höfðu minnst 102 beitt pyndingum eða annars konar illri meðferð.

Ein þeirra áskorana sem mannréttindasamtök standa nú frammi fyrir eru tilraunir sumra ríkja til að grafa undan skilyrðislausu banni gegn pyndingum og annarri illri meðferð, t.d. með þeirri rökfærslu að slík meðferð sé nauðsynlegt vopn í „stríðinu gegn hryðjuverkum“. Þessar staðhæfingar hafa mætt mikilli andstöðu en þá hafa ríkisstjórnir gripið til orðaleikja og reynt að túlka og skilgreina hugtök upp á nýtt, t.d. með því að;  

- halda því fram að ákveðnar yfirheyrsluaðferðir eða refsingar teljist ekki til pyndinga
-halda því fram að bannið við grimmilegri, ómannlegri og vanvirðandi meðferð sé ekki eins afdráttarlaust og bannið gegn pyndingum og því megi ríki láta fanga sæta illri meðferð í ákveðnum tilfellum
- framselja pyndingar til annarra ríkja og staðhæfa að þau ein beri ábyrgðina
-nota t.d. diplómatískar tryggingar til að sniðganga skuldbindingar til að framselja ekki fanga til landa þar sem hætta er á að þeir verði pyndaðir


Austurvöllur á morgun og undirskriftalisti gegn pyndingum

Við minnum á uppákomu sem hópur ungra Amnesty-félaga stendur fyrir á morgun laugardaginn 30. júní á Austurvelli. Þar verður vakin athygli á þeim pyndingaraðferðum sem eiga sér stað í „stríðinu gegn hryðjuverkum“ en teljast, samkvæmt endurskilgreiningum ýmissa ríkja á hugtakinu, yfirheyrsla. Gestir og gangandi geta kynnt sér aðferðirnar og þann skaða sem þær valda og gripið til aðgerða gegn pyndingum og illri meðferð.

Meðal aðgerða verður undirskriftalisti með hvatningu til íslenskra stjórnvalda að fullgilda valfrjálsa bókun við Samning Sþ gegn pyndingum (sjá fylgibréf hér að neðan). Þeir sem sjá sér ekki fært að mæta á Austurvöll en vilja bæta nafni sínu við listann geta sent tölvupóst með upplýsingum um nafn, kennitölu og aðsetur á netfangið ie(hjá)amnesty.is.


Háttvirti utanríkisráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir

Þann 26. júní voru 20 ár liðin frá gildistöku Samnings Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum og annarri grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu. 144 ríki hafa fullgilt samninginn og önnur 8 hafa skrifað undir hann. Einnig hafa 56 ríki fullgilt valfrjálsa bókun við samninginn sem heimilar eftirlitsfólki að heimsækja fangelsi og aðrar varðhaldsstofnanir án fyrirvara.

Ísland hefur undirritað valfrjálsu bókunina en ekki fullgilt hana. Í tilefni af alþjóðlegum degi í þágu fórnarlamba pyndinga 26. júní sl. skorum við undirrituð á íslensk stjórnvöld að fullgilda valfrjálsa bókun við Samning Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum og annarri grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu. Einnig hvetjum við þig, háttvirti utanríkisráðherra, að beita þér á alþjóðvettvangi fyrir því að önnur ríki fullgildi samninginn og valfrjálsa bókun við hann.

Viðingarfyllst

Hlynur Hallsson 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.