Leita í fréttum mbl.is

Sýning í Póllandi og minnismerki um gyðinga sem nasistar myrtu

image

Ég fer til Póllans eldsnemma í fyrramálið. Það er að opna sýning sem ég tek þátt í í Poznan. Hún heitir Asia - Europe - Mediations. Ég nenni ekki að taka tölvuna með svo ég reikna ekki með að blogga neitt næstu daga. Þeir sem vilja kynna sér þessa sýningu geta skoðað heimasíðuna hér og það er hellingur af listamönnum sem taka þátt og hér er hægt að sjá rununa. Það minnir mig á að ég þarf endilega að fara að uppfæra heimasíðuna mína og læra að gera það sjálfur.

index.asia

Við fórum með vinum okkar í dag að skoða minnismerki um gyðinga sem nasistar myrtu í Evrópu á valdatíma sínum. Það var áhrifaríkt og dapurlegt en einnig mikilvægt að þetta safn er loksins komið upp hér í Berlín. Við komum einnig við í þinghúsinu og skoðuðum það vandlega. Maður drífur loksins í því að skoða eitthvað þegar vinir koma í heimsókn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með opnunina á morgun :)

Ragga (IP-tala skráð) 29.6.2007 kl. 22:39

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Góða ferð til Póllands, ég var þar um daginn í fyrsta sinn og land og þjóð kom mér mjög skemmtilega á óvart. Ég var m.a. í Krakow og skoðaði Auschwitz sem er þar stutt frá. Sjá færslu um þá lífsreynslu HÉR

Gunnar Th. Gunnarsson, 30.6.2007 kl. 05:51

3 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Merkileg litapæling á plakati, svona ljósgrænt og bleikt. Góða ferð.

Ásgeir Kristinn Lárusson, 30.6.2007 kl. 09:22

4 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Góða ferð.  Fá sér PrinsPóló og Kók.

Marinó Már Marinósson, 30.6.2007 kl. 16:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.