Leita í fréttum mbl.is

Elísabet Jónsdóttir opnar sýninguna "Prótótýpa" á Café Karólínu laugardaginn 7. júlí, 2007, klukkan 14.

málverkogljós

Elísabet Jónsdóttir

Prótótýpa

07.07.07-03.08.07 
  

Velkomin á opnun laugardaginn 7. júlí 2007, klukkan 14

Café Karólína // www.karolina.is
Kaupvangsstræti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755
---
Laugardaginn 7. júlí klukkan 14 opnar Elísabet Jónsdóttir sýninguna "Prótótýpa" á Café Karólínu.

Elísabet segir um verkin: "Sýningin prótótýpa samanstendur af hráunnum verkum og tilraunum með efni og áferðir. Myndefnið er fremur hefðbundið þar sem ég er fyrst og fremst að einbeita mér að efnistilraunum. Hugmyndin að þessari sýningu er að sýna “prótótýpur” af hugmyndum sem á eftir að vinna meira með og gera að fullkláruðum myndverkum."

Elísabet tók BA í grafískri hönnun frá Listaháskóla Íslands árið 2000. Sandberg Institute í Amsterdam 2002. Hún lagði stund á nám í innanhúsarkitektúr í Royal Academy of art Den Haag 2003-2006. Elísabet er meðlimur í listamannasamtökunum Haagse Kunstkring frá 2005 og hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum á Íslandi og erlendis og er sýningin á Karólínu er þriðja einkasýningin hennar.

Nánari upplýsingar veitir Elísabet í netfangi betajons(hjá)yahoo.com  

Meðfylgjandi mynd er af verkum Elísabetar sem hún sýnir á Café Karólínu.

Elísabet verður viðstödd opnunina. Sýningin á Café Karólínu stendur til 3. ágúst 2007. Allir eru velkomnir á opnun laugardaginn 7. júlí 2007, klukkan 14.

Sýning Jónasar Viðars á Karólínu Restaurant stendur einnig til 3. ágúst 2007 og þá tekur við sýning Brynhildar Kristinsdóttur.

Næstu sýningar á Café Karólínu:

04.08.07-31.08.07        Dagrún Matthíasdóttir
01.09.07-05.10.07        Stefán Jónsson
06.10.07-02.11.07        Marsibil G. Kristjánsdóttir
03.11.07-30.11.07        Birgir Sigurðsson
01.12.07-04.01.08        Steinunn Helga Sigurðardóttir
05.01.08-02.02.08        Guðrún Vaka 

Umsjónarmaður sýninganna er Hlynur Hallsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Sæll, Hlynur, hvað ertu að bedrífa í Þýskalandi og Póllandi? Eða ertu kominn heim?

Með kveðjum frá Ak.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 3.7.2007 kl. 20:32

2 Smámynd: Hlynur Hallsson

Saell Ingólfur. Ég er ad gera myndlist og svoleidis hér. Fer til Kassel á Dokumenta á morgun. Kem til Akureyrar 1. ágúst. Bestu kvedjur,

Hlynur Hallsson, 5.7.2007 kl. 21:49

3 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Hafðu það úti. Kveðjur frá Akureyri, loksins komin smávegis rigning öðru hverju

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 9.7.2007 kl. 07:45

4 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Hafðu það GOTT - átti að standa hér

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 9.7.2007 kl. 07:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband