Leita í fréttum mbl.is

Er ekki allt í lagi hjá löggunni?

433055A 433056A

Ég var eðlilega ekki viðstaddur götuveisluna en þessi lýsing á atburðum á mbl.is segir mér að það sé ekki allt í lagi hjá löggunni:  "Þá voru mótmælendur með hljóðkerfi í bíl, sem lögregla bað þá um að slökkva á. Þegar því var ekki hlýtt braut lögregla rúðu bílsins og kippti lyklunum úr, að sögn sjónarvotts." Hvað var það sem réttlætti þetta ofbeldi lögreglunnar? Það þarf að skoða hvaða ástæður lágu að baki ákvörðun lögreglumannsins að brjóta rúðu í bílnum. Heldur lögreglan að svona viðbrögð séu líkleg til árangurs? Annars mæli ég bara með því að allir mæti á borgarfund í Þorlákshöfn annað kvöld:

REYNSLAN AF ALCAN OG ALCOA Á HEIMSVÍSU
* borgarafundur með íbúum Þorlákshafnar *

Um þessar mundir eru staddar á Íslandi tvær erlendar baráttukonur sem hafa haft náin kynni af álrisunum Alcoa og Alcan í heimalöndum sínum. Þetta eru þær Lerato Maria Maregele frá Suður-Afríku og Attillah Springer frá Trinidad, sem staddar eru hér á landi vegna ráðstefnunnar "Hnattrænar afleiðingar stóriðju og stórstíflna".

Í ljósi umtals um byggingu álvers í Þorlákshöfn ætla þær Lerato og Attilah að deila reynslu sinni af baráttunni við Alcoa og Alcan með íbúum Þorlákshafnar á opnum borgarafundi þar sem minna þekktar og jafnvel óvæntar hliðar á starfsemi þessara fyrirtækja verða ræddar. Með þeim í pallborði mun sitja Sigurlaug Gröndal skrifstorustýra.

Fundurinn fer fram nk. sunnudagskvöld (15. júlí) í sal Kiwanisfélagsins Ölver við Óseyrarbraut í Þorlákshöfn klukkan 20:00 stundvíslega.

Allt áhugafólk um framtíð Þorlákshafnar og atvinnumál á Suðurlandi er hvatt til að mæta! Aðgangur ókeypis og öllum heimill.


mbl.is Mótmælendur Saving Iceland loka Snorrabraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Rosalegt sjá þessi vinnubrögð löggunnar. Hér er smá sem ég setti á aðra síðu um þetta mál en ég er bara í sjokki að sjá þá fara með friðarhöfðingjan hann Einar vin minn.

Í fyrsta skipti sem alþjóðleg mótmæli voru á Íslandi fór lögreglan offari og beitti þónokkru tilefnislausu ofbeldi. Farið var fram á opinbera rannsókn á þeirra störfum en því hafnað. Þá var þeim í raun og veru gefinn það vald að gera nákvæmlega það sem þeim sýnist. Enda var ofbeldið gagnvart mótmælendum mun grófara í fyrra. Mér sýnist þetta muni verða síðan enn grófara núna. Ég þekki mjög vel manninn sem lögreglan er að beita ofbeldi á þessari moggamynd og er hann ein friðsamlegasta mannvera sem ég hef kynnst. Vakti furðu mína að sjá hann í þessari stöðu. Oft er bara nóg að segja eitthvað við þá eða neita að færa sig og þá er eins og þeir missi sig alveg.

Birgitta Jónsdóttir, 14.7.2007 kl. 21:32

2 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

ætlaði að segja hvernig þeir eru að fara með hann Einar vin minn...

ég hef slæma reynslu af lögreglunni og mótmælum á Íslandi og held að það sé kominn tími til að þeim sé veitt raunverulegt aðhald... enda hefur verið kallað eftir því reglubundið út af öðrum málefnum. gengur bara ekki að þeir fái að gera það sem þeim sýnist og rannsaka svo sjálfa sig.

þetta er algert bananalýðveldi sem við búum í....

Birgitta Jónsdóttir, 14.7.2007 kl. 21:35

3 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Þetta er sko fín (löngu tímabært að fara að setja gagnrýni á þessa menn fram í öðru en ljósvakamiðlum) færsla hjá þér Hlynur. Þó virðist það vera einhvert MUST að alltaf ef þeir eru gagnrýndir, þá kemur MR. Björn Bjarna og blæs og blæs líkt og úlfurinn í ævintýrinu. Sem ég man ekki hvað heitir.

Eiríkur Harðarson, 14.7.2007 kl. 22:02

4 Smámynd: Sævar Einarsson

Ég held að stór partur af þessari lögreglu séu upp til hópa hálfstálpaðir stráklingar með mikilmennskubrjálæði og bera enga virðingu fyrir almenning, hvernig getur lögreglan ætlast til þess að henni sé sýnd virðing þegar hún er með svona hroka og valdníðslu ? það er bara ekki hægt.

Sævar Einarsson, 14.7.2007 kl. 22:26

5 identicon

Ég er ekki lögguvinur og það er spurning hvort ekki eigi að fara að taka á móti þeim.  

Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 14.7.2007 kl. 22:52

6 Smámynd: Örvar Þór Kristjánsson

Jæja Hlynur

Þið vinstri grænir viljið sem sagt að mótmælendur brjóti lögin ef það hentar ykkar málstað.  Rosalega eruð þið grillaðir og veruleikafirrtir.  Af hverju flytjið þið ekki uppá fjöll og búið þar?

Örvar Þór Kristjánsson, 14.7.2007 kl. 23:01

7 Smámynd: Hlynur Hallsson

Kommon Örvar Þór. Er ekki rétt að líta í eigin barm, taland um veruleikafirrta!) "Þið vinstri grænir..." er líka frekar pirrandi alhæfing. Ég er ekki talsmaður Vg og skoðanir mínar fara ekki alltaf saman í öllu með skoðunum allra Vinstri grænna. Fjöll eru ágæt og þar er sennilega ágætt að búa, af hverju flytur þú ekki bara sjálfur? Bestu kveðjur til allra fyrir fínar athugasemdir,

Hlynur Hallsson, 14.7.2007 kl. 23:43

8 Smámynd: Örvar Þór Kristjánsson

Þú og þitt samflokksfólk eruð fylgjandi því að lög séu brotin í mótmælum ef það hentar ykkar málstað.  Annað er ekki hægt að lesa út úr þessu.  Lögreglan á að taka harkalega á slíkum  mótmælum þar sem hinn almenni borgari er angraður af fólki sem ekki virðir lög og reglur og vill þröngva skoðunum uppá fólk.  Gott og vel, það er mótfallið stóriðju.  En slík hegðun hjálpar ekki málstaðnum.  Hvað þá þessi fíflalega uppákoma i Kringlunn. Meirihluti Almennings lítur niður á þetta lið.  Ég ætla ekki uppá fjöll, er sáttur við neysluna, bílana sem við hjónin eigum og væntanlegt Álver á mínum heimaslóðum.  Er ekki mikill fjallanaður heldur.

Örvar Þór Kristjánsson, 14.7.2007 kl. 23:57

9 Smámynd: Haukur Viðar

Auðvtað á lögreglan að "taka harkalega" á þessu fólki. Þó voru jú að "angra" fólk

Á lögreglan semsagt að handtaka símasölumenn? Fulltrúa frá bönkunum sem "angra" mig í Kringlunni til að reyna að fá mig í viðbótarlífeyrissparnað? Hnakka sem keyra niður Laugaveginn með Drum'N Bass í botni? Hver er lögreglan að ákveða það hver angrar og hver ekki? 

Haukur Viðar, 15.7.2007 kl. 01:09

10 Smámynd: Guðmundur Björn

Það væri gaman að heyra vælið í ykkur umhverfispappakössum, ef löggan í Rvík myndi nú fara að fordæmi dönsku lögreglunnar og taka á málunum, en ekki bara horfa á.

Guðmundur Björn, 15.7.2007 kl. 09:31

11 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Haukur Viðar:  hvað með þá sem aka á mótorhjólum með bilaða hljóðkúta? Þeir framleiða hávaða sem er yfir sársaukamörkum í meira en tíu metra fjarlægð, en hafa samt aldrei verið teknir eða áminntir af lögreglu fyrir það.

Elías Halldór Ágústsson, 15.7.2007 kl. 13:17

12 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Setti inn á bloggið mitt yfirlýsingu frá Einari Rafni sem er á fréttamyndinni undir blíðri handleiðslu yfirvaldsins og greinagóða lýsingu á því sem gerðist þarna... það er líka hægt að finna frekari fréttir á eggin.is

Birgitta Jónsdóttir, 15.7.2007 kl. 13:43

13 Smámynd: Skúli

Má ég benda þér á að í þessu landi gilda lög og reglur.  Lögreglan er þarna að sinna sínu starfi og það er ekki í lagi að sérvitringar stoppi umferð og gefi skít í leikreglurnar.  Þvílíkur dómgreindarskortur hjá fullorðnum manni.

Skúli, 15.7.2007 kl. 14:53

14 identicon

Hallur, þú viðurkennir að hafa ekki verið vistaddur. 

Vertu þá ekki að skrifa um það sem þú sérð bara skot frá fréttamönnum, eða af afspurn.

Logreglan hér í Reykjavík, er ágæt og viðræðugóð, og það var hún líka á Akureyri þau 39 ár sem ég bjó fyrir norðan.

Það er nú svona, að það eru reglur í öllum þjóðfélögum, og það þarf að fara eftir þeim. Sama hverjir eiga í hlut.

Og þó að Björn sé dómsmálaráðherra núna, þá hefur hann ekki verið það frá upphafi Lýðveldis Íslands.

Og mótmæli hafa fyrrum verið brotin niður af lögreglunni, svo það er óþarfi að presónugera þetta sem gerðis sl kvöld.

Kveðjur norður, frá fyrrrum íbúa í umdæmi sýslumannsins á akureyri. 

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 15.7.2007 kl. 15:01

15 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Ég vildi að lögreglan tæki á alvalegrum málum með hörku. Þessir mótmælendur voru ekki að nauðga, lemja, eyðileggja né setja fólkið í kringum sig í neinni hættu. Hvers vegna þessi læti?

Úrsúla Jünemann, 15.7.2007 kl. 22:30

16 Smámynd: Maggi Trymbill

Í fyrsta lagi: Haukur Viðar og Elías Halldór ... málið var klárlega ekki það að læti voru í Saving Iceland samtökunum.  Fyrir það fyrsta voru þetta ólögleg mótmæli þar sem að tilkynna þarf mótmæli sem þessi til yfirvalda og fá leyfi fyrir áður en í þau er lagt.  Í öðru lagi var hópurinn að tefja umferð á Snorrabrautinni, einni helstu neyðarbraut lögreglu, sjúkrabíla og slökkviliðs!  Auðvitað á lögreglan að hafa afskipti af þessu fólki, það var að brjóta lög í guðanna bænum!

Í öðru lagi: "Hvað var það sem réttlætti þetta ofbeldi lögreglunnar? Það þarf að skoða hvaða ástæður lágu að baki ákvörðun lögreglumannsins að brjóta rúðu í bílnum. Heldur lögreglan að svona viðbrögð séu líkleg til árangurs?" Hvað réttlætir þetta "ofbeldi" lögreglunnar?  Nú, sú einfalda staðreynd að lögreglan var ítrekað búinn að biðja ökumann bílsins og þá sem uppá honum voru að stöðva tónlistina.  Lögreglumaðurinn rauk ekki uppúr þurru að bílnum og braut rúðu sér til gamans.  Hverskonar spurning er þetta eiginlega?  Heldur þú í fullri alvöru að lögreglan sé með eintóma vitleysinga á sínum snærum?  Það er kannski einhver hópur lögreglumanna sem ekki er með heilt heilabú, en langmestur meirihluti embættisins eru heiðarlegir menn að sinna sinni vinnu og það fer verulega í taugarnar á mér þegar að "Ég er fyrir ofan löginn" vitleysingar eins og Save Iceland samtökin gera áróður sem slíkan gegn íslensku lögreglunni án nokkurrar sjáanlegrar réttlætingar!

Í þriðja lagi:  Þorsteinn Ingimarsson; "Ég er ekki lögguvinur." Þú verður það þegar snarbrjálaðir unglingar ákveða að ráðast á þig í húsasundi til þess eins að slá úr þér líftóruna og lögreglan kemst á staðinn til þess að aðstoða þig.  Hverslags yfirlýsing er þetta?  "Ég er ekki lögguvinur"??  Farðu þá bara eitthvert þar sem lögregla er ekki til staðar eða stofnaðu þína eigin nýlendu og reyndu að halda röð og reglu þar án LÖG-REGLU!  

Fyrir þá sem vilja vita meira um mína skoðun á þessu máli, skoðið þetta: Smelltu hér!

Maggi Trymbill, 17.7.2007 kl. 17:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband